Kveldljóð!

Ég hef verið að glugga í ljóðsafn eftir langafa minn, Valdimar V. Snævarr í dag og rakst á þetta fallega kveldljóð sem að ég ákvað að setja hér inn sem smá kvöldkveðju Smile! Njótið vel og góða nótt!

Gegnum himinhvelfing kyrra

kveldljóð ómar mjúkt og kyrrt.

Berst til eyrna helgur hljómur

hreinn og skær um geiminn vítt.

Dýrð sé Guði. Dagur hnígur.

Drottins friður jörðu á.

Grát ei barn er sólin sígur,

svefninn lokar þreyttri brá.

Hrygga sál í sorgum þínum

sjálfur Drottinn er þér hjá.

Hrygga sál, í hæðir stígur

hjartans bæn þín jörðu frá.

Valdimar V. Snævarr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fallegt þó lesið sé að morgni til.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 08:53

2 Smámynd: Þorgeir Arason

Sammála.

Þorgeir Arason, 29.8.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband