Farið ekki lengra en ritningarnar II!

Ath....ekki fyrir viðkvæma Tounge

 

Hér í þessum hluta (áframhald af umfjöllun Mark D. Jordan á sögulegri þróun á túlkun biblíutextanna sem að vísa í samkynja mök og hvernig hún vindur upp á sig og verður ansi fjarlæg upphaflegum textum....en við skulum sko aldeilis hafa í huga að fara ekki lengra en ritningarnar......W00t)! Hér talar höfundur um Peter Damian sem var nafntogaður munkur og kardínáli í einhvern tíma. Í kringum 1050 skrifaði hann bók “Book of Gomorrah” og þessi bók kynnir og gefur nafninu “sódómíti” átorítet í árás sinni á hinar kynferðislegar syndir innan klerkastéttarinnar.  

 

Peter lýsir syndum Sódómítanna með því að sameina fjórar tegundir af kynferðislegum athöfnum milli karlmanna úr yfirbótunum (penitentials). En þær eru: Sjálfsfróun, sameiginleg sjálfsfróun, samfarir milli læra og samfarir í endaþarm.  Hann nefnir þetta hinn skelfilegasta löst , verstan allra glæpa, hin sérstaka synd sem að er nefnd í 3. Mósebók og Róm.1.  

 

Það sem er mikilvægara er að Peter Damian tengir skilgreiningu sína á syndum við sérstakt synda-ídentítet. Þetta eru athafnir Sódómíta sem eru lifandi á hans tíma, athafnir viðvarandi ídentítets.  

 

Peter heldur áfram og segir að þetta séu glæpir gegn lögmálum náttúrunnar og algjör andstæða þess sem er með náttúrunni.  Syndir þeirra eru gegn náttúrunni í fyllstu merkingu þess orðs. Syndir Sódómítanna, sem núna eru nefndar í smáatriðum eru orðnar skelfilegt brot gegn náttúrunni.

 

Það eru þrjár gloppur í greiningu Peters. Í fyrsta lagi lýtur hann fram hjá mörgum athöfnum sem að síðari tíma guðfræðingar hafa vilja setja á meðal hinn ónáttúrulegu athafna. Í öðru lagi þá er lista Peters eingöngu beint að karlmönnum. Syndirnar eiga ekki við konur eða samband karls og konu. Í þriðja lagi þá greinir hann ekki hversu oft má framkvæma athöfnina, hjá honum er einföld sjálfsfróun jafn mikil Sódóma og lífstíðar samband karls og karls. 

 

Peter Damian gefur ekki heildstæða útlistum á syndum gegn náttúrunni. Hann beinir athygli okkar frá syndinni að syndaranum. Skv. Honum er hver sem að framkvæmir athöfnina Sódómíti. Sálin í Sódómítanum er Sódóma í smækkaðri mynd – borg í útlegð, í dauða! Sódómítinn einblínir með sjálfum sér á hverja synd á sama hátt og mey-píslarvotturinn hefur gjöf náðarinnar.  

Sódómíti Peters Damian getur fyrirgert prestlegu embætti sínu og hlotið lífstíðar refsingu fyrir eitt einstakt verk, en hann hlýtur ekki ídentítetið í því verki. Sódómítinn hefur nú þegar sitt ídentítet, verkið afhjúpar hann bara. Hið sódómíska ídentítet felur í sér viðsnúning á kynhlutverkum. Hvert ídentítet er á mikilvægan hátt klippt frá venjulegu mannlegu samfélagi og tekið inn í sérstakt samfélag, myrkar leifar hinnar eyddu borgar Sódómu.  

 

Hjá Peter er sódómítinn vera sálarinnar sem er kominn fram hjá möguleikanum að hljóta endurlausn. 

Guðfræði glæpanna gegn náttúrunni snerist ekki eingöngu um að skilgreina þessi hlutverk og ídentítetin. Þetta var spurning um lög í tvennum skilningi. Kenningin var ekki aðeins sett fram á lagalegum nótum heldur einnig var hún afhent réttarsölum, bæði kirkjulegum og borgaralegum.  Réttarkerfið var sífellt meira umhugað um að finna og refsa fyrir þessa glæpi.

Glæpir gegn náttúrunni eða glæpir Sódómu féllu milli kirkjuréttarins og hins borgaralega, sérstaklega vegna þess að klerkarnir og meðlimir trúarsamfélagsins sem að framkvæmdu glæpina gátu krafist undanþágu frá borgaralegri lögsókn.  Miðalda guðfræðingar láta það oft í ljós að borgarleg lög hafi verið harðari og minna sveigjanleg gegn kynferðisglæpum en kirkjurétturinn. En kirkja og ríki störfuð þó oftar en ekki saman þegar sækja átti Sódómíta til saka.  

 

Í Flórens áríð 1432 var settur á stofn sérstakur réttur til að útrýma þessum hræðilega lesti Sódómítanna úr borginni. Þar var umdæmi kirkjunnar dregið í efa og settar alls kyns reglur varðandi glæpina.  

 

Það er hægt að mótmæla og segja að borgarleg löggjöf eins og löggjöf Jústiníans eða í Flórens tilheyri ekki kristinni sögu varðandi kynferðismál. Eftir allt saman voru þetta ekki guðfræðingar sem að settu þessi lög. Þessu má svara á tvennan hátt: Það er ekki á auðveldan hátt hægt að aðskilja á milli hinna kristnu talsmanna, hverjir eru guðfræðinga og hverjir ekki.

Justinían og ráðamennirnir í Flórens töldu sig vera  að vitna í guðfræði með mikið kennivald. Og Aftur á móti vitna guðfræðingar oft í kristna borgaralega löggjöf þegar verið er að færa rök fyrir alvarleik hinna “óeðlilegu” athafna.  

 

Það er í öðru lagi erfitt að finna aðgreinandi kristna kenningu í raunverulegum kristnum samfélögum. Við gætum óskað eftir hreinni línu milli hins heilaga og vanheilaga, á milli helgunar og afhelgunar. Engin slík lína er dregin niður götur kristinna borga. Einnig getum við ekki ákveðið, að hverju við áttum nákvæmlega að leita að, varðandi aðgreinandi kristinni kenningu í samfélagi sem að setur fram reglur um kynlíf i samræmi við kristna opinberun. Ef að við komum í samfélag sem að segist nú þegar vita hvað er aðgreinandi kristið, þá getum við strax dregið út þá þætti sem að eru í samræmi við það sem að við vitum nú þegar. Að sjálfsögðu ef að við komum, vitandi nú þegar......þá höfum við ekkert að læra ekki nema kannski það hversu óheppilega skyggir oft á hinn hreina kristna sannleik  á strætum stórborga! 

Kristin siðfræði varð einnig til í gegnum stofnanir lögregluvaldanna. Þessi notkun á valdi er ekki á sögulegri hliðarlínu. Þetta eru aðstæður sem að koma upp aftur og aftur í þróun kristinnar siðfræði. Við getum bæði dregið úr tengslum kristinnar siðfræði við lögreglu og borgaraleg yfirvöld eða við getum gert meira úr þeim. Það sem við getum ekki gert er að láta sem hinn kristni dómur yfir hinum “óeðlilegu” athöfnum  hafi verið þróaður í tómarúmi, algjörlega óháð siðum, borgaralegum stefnuyfirlýsingum og stærra valdboði.

Meira síðar Smile!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 66440

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband