29.8.2007 | 22:16
Anda léttar!
Ég var að klára brúðkaupsræðuna sem að ég flyt í brúðkaupi systur minnar á laugardaginn. Þetta var búið að vefjast ansi mikið fyrir mér........en svo fékk ég hugmynd og þá bara fór allt að gerast. Merkilegt hvað hugmyndir eru sniðugar!
En ég ætla að setja aftur inn sálm eftir langafa minn Valdimar V. Snævarr og bíð fólki góða nótt!
Þú, Guð veist einn hvort leið mín liggur
um laufgan eða grýttan reit.
Ég fer hann glaður, fer hann hryggur
því ferðalokin góð ég veit.
Í hendi þér er hagur minn.
Ég hefi margreynt kærleik þinn.
Hvað bíður mín, er mér nú hulið
en mér skal nægja vissa sú
að ekkert er þér, Drottin dulið,
í dimmu og björtu hjálpar þú.
Í hendi er þér er hagur minn.
Ég hefi þrautreynt kærleik þinn.
Og nú á þessum náðardegi,
Ég nýja lofgjörð þér vil tjá.
Þú ert borg sem bregst mér eigi,
sú blessuð náð sem treysti ég á.
Í hendi þér er hagur minn.
Hve heitt ég þakka kærleik þinn.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, æðislegt ljóð Sunna Dóra !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.8.2007 kl. 10:52
! Takk Guðsteinn! Mér þykir afar vænt um þessi ljóð og hef verið að glugga í þau í vikunni! Mikill trúmaður á ferð hér og það skín í gegnum hvert einasta ljóð sem hann samdi!
Sunna Dóra Möller, 30.8.2007 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.