Anda léttar!

Ég var að klára brúðkaupsræðuna sem að ég flyt í brúðkaupi systur minnar á laugardaginn. Þetta var búið að vefjast ansi mikið fyrir mér........en svo fékk ég hugmynd og þá bara fór allt að gerast. Merkilegt hvað hugmyndir eru sniðugar!

En ég ætla að setja aftur inn sálm eftir langafa minn Valdimar V. Snævarr og bíð fólki góða nótt!

 

Þú, Guð veist einn hvort leið mín liggur

um laufgan eða grýttan reit.

Ég fer hann glaður, fer hann hryggur

því ferðalokin góð ég veit.

Í hendi þér er hagur minn.

Ég hefi margreynt kærleik þinn.

 

Hvað bíður mín, er mér nú hulið

en mér skal nægja vissa sú

að ekkert er þér, Drottin dulið,

í dimmu og björtu hjálpar þú.

Í hendi  er þér er hagur minn.

Ég hefi þrautreynt kærleik þinn.

 

Og nú á þessum náðardegi,

Ég nýja lofgjörð þér vil tjá.

Þú ert borg sem bregst mér eigi,

sú blessuð náð sem treysti ég á.

Í hendi þér er hagur minn.

Hve heitt ég þakka kærleik þinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá, æðislegt ljóð Sunna Dóra !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.8.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

! Takk Guðsteinn! Mér þykir afar vænt um þessi ljóð og hef verið að glugga í þau í vikunni! Mikill trúmaður á ferð hér og það skín í gegnum hvert einasta ljóð sem hann samdi!

Sunna Dóra Möller, 30.8.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 66440

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband