30.8.2007 | 12:36
Tilgangslaust blaður um mitt hversdagslega líf!
Ég hef verið að lesa blogg um það hvernig maður eigi helst að blogga til að það sé áhugavert. Ég sá að maður verður að fjalla um eitthvað sem að vekur strax áhuga fólks og alls ekki að blogga um eigið líf vegna þess að fólk nennir ekki að lesa blogg um líf annarra.
Þess vegna hef ég ákveðið að blogga um mitt líf sérstaklega í dag bara til að gleðja aðra sem að lifa jafn hversdagslegu lífi og ég! Mér finnst það alltaf svo gaman þegar fólk er að ákveða fyrir aðra hvernig og um hvað eigi að blogga, þannig að nú ætla ég bara að blogga um það sem á ekki að blogga um !
Sko...í dag til dæmis er ég búin að fara á göngu, fara á fund í skóla sonar míns og búin með þrjá eða fjóra kaffibolla.
Svo býst ég við að borða hádegismat og jafnvel kvöldmat, fer eftir því hvort að lægðin sem að hangir yfir borginni fari ekki að hypja sig, ég verð svo rosalega lítið hress í svona þoku og lægðagangi eitthvað .
Í kvöld á ég svo von á einkabróður mínum heim, en hann er að skila af sér mastersritgerð í verkfræði í dag í DTU í Kaupmannahöfn og ég er stoltasta systir í heimi.
Síðan er ég að sjálfssögðu að undirbúa mig andlega fyrir brúðkaup systur minnar á laugardagin en eins og margir vita nú þegar að þá ætla ég að tala til þeirra í athöfninni! Ég er búin að kaupa mér síðan kjól og aukahluti við og býst frekar við að skyggja á brúðina vegna fegurðar......(þettavargrín).
Annars segi ég þetta bara gott....mig minnir einmitt að ein af reglunum um gott blogg væri að hafa það nógu langt, vegna þess að það nennir enginn að lesa stutt blogg
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 66440
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta finnst mér almennilegt blogg! Ég er svo mikill plebbi að ég hef gaman af svona færslum. Það er víst gaman að fá staðfestingu á því að líf annarra er um það bil jafn hversdagslegt og ágætt og manns eigið. Kærar kveðjur að austan.
Ninna Sif (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 15:01
Æ takk mín kæra...gott að vita að einhver hefur gaman af hversdeginum!
Mér mikið hugsað til ykkar þessa dagana og hlakka mikið til að sjá nýjasta afkomandann og fá fréttir af því hvernig gengur og svona. Sendu mér sms þegar þú ert tíl í að kjafta smá ...heyrumst!
Sunna Dóra Möller, 30.8.2007 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.