30.8.2007 | 17:24
María Magdalena...
Ég var að byrja að lesa bók um Maríu Magdalenu, greinasafn eftir hina ýmsu höfunda sem hafa sérhæft sig í þessum fræðum varðandi Maríu en hún er í algjöru uppáhaldi hjá mér !
Hér eru nokkrar tilvitnanir sem að mér fannst góðar:
Though pedantry denies,
It´s plain the Bible means
That Solomon grew wise
While talking to his queens!
W.B Yeats.
Mary Magdalene is a person, and a representative and symbolic person, who has been part of a tradition since the very beginning. It´s like having a photograph in which one of the major images has been airbrushed out and now we´re seeing that the image has been there from the beginning, and belongs as a part of the tradition we know.
Elaine Pagels.
It has come to me, then, that one must sift through the nonesense and hostility that has characterized thought and writing about Mary, to find some images, shards, and fragments, glittering in the rubble.
Mary Gordon.
As I discovered wandering among the many titles in Barnes & Nobles on that morning in 2003-and as I have continued to discover by reading many of the hundred of new books and articles about Mary Magdalene published in recent years-Mary Magdalene is like a twenty-first-century Rorschach test for attitudes about women, gender, sexuality and religion, Christianity, the historical Jesus, spirituality, knowledge, self-discovery, intuition, and what is truly sacred and profane in our World. The reality is that Mary Magdalene-like Jesus, Moses, Buddha, Confucius, and virtually all popular icons of religious belief and faith-has become whoever we want her to be.
Dan Burstein.
Því má skjóta hér inn fyrir áhugasama að María Magdalena var fyrst gerð að vændiskonu árið 591 í ræðu sem að Gregoríus páfi l hélt.
Árið 1969 að mig minnir tók kaþólska kirkjan þessa kenningu til baka, en það eru ennþá klerkar og kirkjur sem að boða hana sem fallna konu, þó að enginn ritningarlegur fótur sé fyrir því.
Í riti í Nag Hammadí safninu sem heitir Dialogue of The Savior er talað um hana sem "The woman who understood all things"!
Það er merkilegt að horfa til þess að öll þau rit sem að vitna í hana sem sterka konu, viskuna og konuna sem að skildi allt eru utan kanóns. Án þess að ég fari út í samsæriskenningar, að þá er það athyglisvert og ekki ólíklegt að hér sé einhver kirkjupólítík að baki. Konum var markvisst ýtt út á jaðarinn í kirkjunni á 2.öldinni. Kanóninn er endanlega settur saman á hinni 4. og á 5. öldinni er María Magdalena lýst hóra......allt of mikið að spurningum hér á ferðinni til að segja að hér sé ekki pólitík að baki, alla vega einhver pólemík.........
Svona rétt í lokin má ég til með að segja ykkur að talað er um í ritum og það kemur m.a. fram á málverkum og frægt er að hún, María Magdalena var með rautt hár....þetta sel ég ekki dýrara en ég keypti það og mér finnst það líka bara mjög líklegt....við rauðhærðu konurnar köllum sko ekki allt ömmu okkar.....! Ég kaupi þetta alveg og bíð hana velkomna í hóp rauðhærðra kvenna sem eru jú í minnihluta og líklega í útrýmingar hættu......ég kalla eftir aðgerðum í málefnum rauðhærðra......eitthvað svipað og verið er að gera í málefnum Pandabjarna ! Stuðningshóp fyrir rauðhærða og mótmæli við Austurvöll.......ekkert minna!!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef nú reyndar ekki áður rekist á nafnið á meintu barni eða kyni þess. Ég hef lesið marga fræðimenn sem vilja ekki ganga svo langt að segja að það hafi verið til barn og vilja meina að hér sé um mislestur að ræða m.a. á Filipusarguðspjalli......en það er alltaf gaman að velta fyrir sér kenningum og í þeim efnum er til nóg þegar að kemur að Maríu Magdalenu ! Hún er afar spennandi kona, enda mitt uppáhald !
Sunna Dóra Möller, 31.8.2007 kl. 11:01
Nú verður þú tekin og fræðilega pynduð af JV. Hehe. Ég elska Maríu Magdalenu og möguleikann á að hún hafi verið sá lærisveinn sem næst stóð Jesú Kristi. Síðan hvenær hafa konur verið að meika það í Biblíunni? Og hverjir biðu við krossinn á meðan Kristur gaf upp öndina? Ha?
Elska færslurnar þínar
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 11:11
Sko pyntuð meinti ég. Muhahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 11:11
Takk Jenný......Það er búið að skamma mig svo mikið upp á síðkastið að ég held að ég þoli alveg meira hahahahaha......! En María er flott og ég held að þangað..til hennar eigum við konur að leita þegar við leitum eftir átoríteti til að byggja okkar stöðu á innan kirkjunnar.....það er alla vega það sem að ég ætla mér að komast að í lokaritgerðinni minni...
Sunna Dóra Möller, 31.8.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.