Um veginn og daginn!

Hér koma stiklur úr því helsta sem að er að gerast þessa dagana!!

  • Ég verð með í sunnudagaskóla í Bessastaðakirkju í vetur ásamt góðu fólki. Fyrsta samveran byrjar í kirkjunni á sunnudaginn kemur og við verðum í framhaldi af því í Álftanesskóla.
  • Ég byrja að vinna í barnastarfi Neskirkju á mánudaginn kemur. Þar verð ég með 6 ára starf, 7 ára starf, jafnvel 8-9 ára og TTT.
  • Ég verð starfsmaður Dómkirkjunnar í æskulýðsfélaginu Nedó sem er samstarf Dómkirkjunnar og Neskirkju.
  • Ég verð að skrifa lokaritgerð á morgnana og vinn eftir hádegi.
  • Ég ætla líka að reyna að halda heimili W00t
  • Foreldrar mínir eru að fara í síðbúið sumarfrí á eftir til Spánar, ég öfunda þau ekki neitt.....Cool!
  • Bróðir minn fer út næstu helgi og ver mastersritgerðina sína í Verkfræði við DTU í Kaupmannahöfn. Hann er svo mikill snillingur!
  • Hann er líka að verða pabbi upp úr næstu mánaðarmótum.
  • Nýbakaður mágur minn, Örn Ævar er á leið út næstu helgi til að reyna við Evrópumótaröðina í golfi. Við munum aldeilis hugsa til hans og senda honum styrk á næstunni Halo!
  • Jakob Þór er byrjaður í fermingarfræðslu og hann er líka orðinn heil mikill unglingur sem að eyðir heilmiklum tíma fyrir framan spegilinn með De-fi til að setja í hárið!
  • Stelpurnar mínar eru bara glaðar í skólunum sínum og ég held að það sé gott fyrir okkur öll að vera komin í góða rútínu á ný eftir sumarfrí!

En nóg í bili!

tjusssssss!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá kona hvað það er mikil fart á fólkinu þínu.  Og þú.. hm.. ertu á vítamínkúr?  Efast ekki um að börn í öllum hreppum Stór-Reykjavíkursvæðis eiga eftir að þroska og dafna í þinni umsjón.

Smjúts og njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 09:10

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jams, hvernig helduru að það sé fyrir flughrædda konu eins og mig að sjá til þess héðan, að allar þessar vélar og allt þetta fólk komist á áfangastað örugglega, þetta er alveg heilmikið álag ofan á allt annað !

Takk fyrir hlý orð og njóttu dagsins sömuleiðis !

Sunna Dóra Möller, 5.9.2007 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 66439

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband