Einhverra hluta vegna er þetta mér efsti í huga núna..

Dag í senn, eitt andartak í einu,

eilíf náð þín faðir gefur mér.

Mun ég þurfa þá að kvíða neinu,

þegar Guð minn fyrir öllu sér?

Hann sem miðlar mér af gæsku sinni

minna daga skammt af sæld og þraut,

sér til þess að færa leið ég finni

fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.

Hann sem er mér allar stundir nærri,

á við hverjum vanda svar og ráð,

máttur hans er allri hugsun hærri,

heilög elska, viska, föður náð.

Morgundagsins þörf ég þekki eigi,

það er nóg að Drottinn segir mér:

Náðin mín skal nægja hverjum degi,

nú í dag ég styð og hjálpa þér.

Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum

frið og styrk sem ekkert buga má.

Auk mér trú og haltu huga mínum

helgum lífsins vegi þínum á,

svo að ég af hjartaþeli hreinu,

hvað sem mætir geti átt með þér

daginn hvern, eitt andartak í einu

uns til þín í ljóssins heim ég fer.

Sálmur 712 í íslensku sálmabókinni.

Þessi sálmur er í mínum huga einhver fallegasta bæn sem til er og ég nota þennan sálm ansi oft þegar lífið blæs á móti mér Smile!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislega fallegur sálmur.  Takk fyrir.  Ertu ekki að hressast og koma til?

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jú jú...þetta kemur allt...og baráttuhugurinn að vakna ..

Sunna Dóra Möller, 6.9.2007 kl. 21:29

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Æðislegt, takk fyrir mig.  Ferlega gaman að lesa blogg sem láta mann bresta í söng einn við tölvuna :)

Varstu annars að fá slæmar fréttir??

Baldvin Jónsson, 6.9.2007 kl. 23:00

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Baldvin....þetta er uppáhaldsálmurinn minn og ég brest líka alltaf í söng...!

þetta er ekkert sem ég lífi ekki af......það sem drepur mann ekki, herðir bara hahahahah...takk samt fyrir að spyrja

Sunna Dóra Möller, 7.9.2007 kl. 07:58

5 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hjartanlega sammála þér með þennan sálm. Alveg yndislegur og lagið sem venjan er að syngja við hann er það líka.

Bryndís Böðvarsdóttir, 7.9.2007 kl. 12:33

6 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég vildi einnig afsaka það að ég svaraði þér aldrei í greininni um kynjahlutverk og Rómaveldi þrátt fyrir að hafa heitið því að gera það. Hefur bæði verið mikið að gera og veikindi komið upp.

Vildi bara segja að ég er ekki sammála kennslu Jóns M.A. en ætla ekki að fara nánar út í það núna. Ég er þó Sammála bók Fred Laphams sem hann lét okkur lesa, þar sem fram kemur að ýmsir áhrifahópar urðu snemma til sem kenndu sig við Krist. En ég hef meiri trú á æðsta boðunarvaldi því er rekja mátti í gegnum postulega vígsluröð til postulanna sjálfra, eins og Tertúllían bendir á. Hann segir hinar postulegu kirkjur, er hafi biskupa er vígðir hafi verið af eftirmönnum postula í beinni vígsluröð til postulanna, varðveita hinn upprunalega sannleika. Hann manar því "gnosta" (Valentínusarsinna o fleiri) til þess að sýna fram á að þeir geti rakið kennslu sína og biskupa með postulegri vígsluröð til postulanna sjálfra, sem hann vissi að þeir mundu ekki geta. Hann hinsvegar rekur þá til Símons töframans er fram kemur í Postulasögunni og vildi kaupa af þeim gjöf Heilags Anda.

Vissulega voru síðan mismunandi trúaráherslur á milli kirkja og skiptist það aðallega í Austur og Vestur kirkjulegar áherslur. En til þess voru kirkjuþingin haldin til þess að árétta hvaða rit væru í reynd postuleg og því áreiðanleg, og eins til þess að árétta hvaða kennsla væri rétt og postuleg. Ég sé ekki þá kenningarlegu sundrungu sem Jón M.A. talar um sem eitthvað sem kirkjan réði ekki við, eða eitthvað sem réttlætt geti jafngildi annarra gnostískra gupspjalla til jafns við guðspjöllin 4 sem okkur hefur verið falið sem áreiðanleg.

Ég trúi að það hafi í reynd verið til rétttrúnaður sem var ekki bara skoðun ríkjandi valdhafa heldur þeirra er fylgdu hinni upprunalegu hefð er komin var frá postulunum, en ekki símontítum, valentínusarsinnum og fleirum gnostum.

En ég sé að við getum líklega ekki verið sammála hér. Vildi samt fá að bæta þessu við.

Bryndís Böðvarsdóttir, 7.9.2007 kl. 13:24

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Metro maðurinn segir víst núna: "Það sem drepur þig ekki, særir þig"

Er ekki alveg að tengja við að vera orðinn svo metro samt 

Baldvin Jónsson, 7.9.2007 kl. 14:14

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Bryndís ...ég held að við náum ekki saman hér enda er það bara alltí lagi....,  ég hef nú aldrei verið smeyk við skoðanir ólíkar mínum eigin og bara gaman að rökræða guðfræðina út frá ólíkum skoðunum.  Mér finnst þannig umræða sem er opin og málefnaleg, þar sem borin er virðing fyrir ólíkum skoðunum mjög skemmtilegt og takk fyrir þín innlegg í þá umræðu sem að fór hér fram. Ég efast ekki um að við tökum upp þráðinn síðar....enda ekki hætti ég að blogga um guðfræðina þegar ég rekst á eitthvað sniðugt!

Baldvin.....það er nú bara smart að vera metró.......samt heyrði ég einhvers staðar að það væri á einhverju undahaldi.....það er víst aldrei neitt lengi í tísku hér á landi ...bráðum kemur einhver ný týpa í tísku....

Sunna Dóra Möller, 8.9.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband