Skemmtileg tilvitnun..

Ég var að byrja að glugga í bók sem heitir A feminist companion to the New Testament Apocrypha.

Það fann ég svo ansi skemmtilegar tilvitnanir í einni grein sem fjallar um óþekkta kvenpersónu í apókrýfa ritinu: The Acts of John.

Höfundur greinarinnar, Dennis R. McDonald, færir rök fyrir því að ákveðnar persónur í þessu riti séu ákveðin útfærsla af persónum í riti Xenophons, Memorabilia.

Ég fann þessa skemmtilegu tilvitnun og ákvað að skella henni inn mér og öðrum til skemmtunar og til fróðleiks um hinn dularfulla og margslungna helleníska heim Whistling!

"Xenophon also states that Socrates "praised the rigorous avoidance og the delights of Aphrodite; He said, " It is not easy for one who has tasted such things to be chaste". He then asked himself what he thought about Critobulos kissing the beautiful son of Alcibiades. He answered that he saw nothing wrong with it; in fact, he would have enjoyed kissing the gorgeous lad himself. Socrates warned him that such kisses might reduce a man to slavery. Xenophon, I would advise you that whenever you see a beautiful boy that you flee at full speed".

Eigði áfram góða helgi, tjussssss!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eru það ekki afkomendur Zóka sem hafa tekið svo hressilega til fótanna í málaflokknum, að það sést enn undir iljar þeirra?

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 19:55

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

ætli það sé ekki nokkuð til í því....*fliss*...

Sunna Dóra Möller, 8.9.2007 kl. 19:57

3 Smámynd: halkatla

hahaha ég skil þá svo vel - en hérna, rosalega langar mig í þessa bók!!! þú ert eiginlega tilneydd til að segja meira frá henni

halkatla, 8.9.2007 kl. 20:16

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta er bók sem að er ritstýrt af Amy-Jill Levine. Þetta eru 12 greinar eftir hina ýmsu höfunda og fjalla um sem sagt kvenpersónur í hinum ýmsu apókrýfu ritum eins og Acts of John, Acts of Andrew, Acts of Thecla, Acts of Paul and Thecla ofl. Það eru nokkur eintök til í bóksölu stúdenta. Ég keypti mitt þar núna rétt fyrir helgi! Er rétt að byrja að kíkja á hana og hún er ótrúlega spennandi. Mæli með henni !

Sunna Dóra Möller, 8.9.2007 kl. 20:22

5 Smámynd: halkatla

ji maður verður eiginlega að panta sér eintak!!!

halkatla, 8.9.2007 kl. 22:23

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Já....ég mæli með því...ekki spurning

Sunna Dóra Möller, 8.9.2007 kl. 22:25

7 Smámynd: Jakob Ágúst Hjálmarsson

Þýðir þetta að Sókrates hafi verið haldinn hómófóbíu? Hvers konar þrældóm var Sókrates hræddur við?

Jakob Ágúst Hjálmarsson, 9.9.2007 kl. 17:46

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sæll Jakob, ég held reyndar að hér sé ekki um að ræða hómófóbíu heldur ótta við að missa stjórn á sér. Sjálfstjórn er mikilvægt hugtak í þessu samhengi og hefur einnig mikið verið rætt í tengslum við Pál Postula.

Ef að maður les aðeins áfram þá er einmitt komið inn á þetta með sjálfstjórnina og þá jafnt í samhengi fagra kvenna og fagurra drengja. Þannig að hér túlka ég ekki hómófóbíu út frá þessum texta, frekar óttann við að missa sjálfstjórnina frammi fyrir girndum sem eru tengdar efninu ekki andanum!

 Kær kveðja, Sunna Dóra.

Sunna Dóra Möller, 9.9.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband