Sjálfsgagnrýni....

Það er erfitt að vera kona með fullkomnunaráráttu. Ég vil gera allt vel og legg mig fram um að gera hlutina eins vel og ég get. Ég geri líka þær kröfur til mín að hlutir sem að ég hef aldrei komið nálægt og er að gera í fyrsta sinn séu fullkomnir og óaðfinnanlegir. Ef að það sem ég er að gera hefur "næstum því gengið vel".....þá hugsa ég um það litla sem að fór miður stanslaust. Ég fæ það alveg á heilann og er viss um að allir séu að hugsa nákvæmlega um það sem að fór úrskeiðis og tala bara um það.

Þannig velti ég mér upp úr því neikvæða út hið endalausa og bý til senur í huganum þar sem fólk situr heima hjá sér og diskúterar sín á milli þetta litla atvik þegar mér varð aðeins á.....Shocking!

Það er ágætt að gera til sín kröfur....en þegar maður er hættur að leyfa sér að læra og venjast nýjum hlutverkum....þá er kannski kominn tími til að hugsa sinn gang...það hefur víst enginn orðið óbarinn biskup....eða þannig Halo!

Of mikil sjálfsgagnrýni er líka svo sjálfsmiðlæg, maður hættir einhvern veginn að sjá heildamyndina og fólk í kringum sig vegna þess að maður  er alltaf að ímynda að aðrir séu að hugsa um mann og tala um mann og ég veit ekki hvað og hvað.

Það að leyfa sér að gera mistök, geta tekið utan um þau og hugsað jákvætt á þann hátt að maður er jú enn að læra og um leið að sjá heildarmyndina.....það er stór lærdómur og þegar ég næ honum verð ég alveg ótrúlega þroskuð......held ég alla vegana Whistling!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband