10.9.2007 | 08:53
Ótrúlega flott kona...
Ég get alveg sagt það að ég gjörsamlega beygi mig í duftið fyrir konu eins og Ayaan Hirsi Ali sem að viðtal er við í Morgunablaðinu í morgun.
Þetta er ótrúleg kona og ótrúleg barátta sem að hún stendur í. Það að taka þessa áhættu sem hún gerir og um leið að leggur hún sitt eigið líf í hættu í þeirri viðleitni að reyna að frelsa konur undan þeirri kúgun sem að þær búa við innan Islam.
Ég veit það vel að Islam eru ekki einu trúarbrögðin sem að kúga konur, kristindómurinn hefur nú ekki heldur átt flotta spretti þar, en þegar að fólk hefur kjarkinn til að standa upp og hafa rödd í öllu ofbeldinu og eyðileggingunni þá fyllist ég aðdáun.
Það er nefnilega svo auðvelt að vera alltaf að kvarta yfir lélegum aðstæðum og þusa yfir öllu ofbeldinu í heiminum en halda samt bara áfram að lifa sínu örugga litla lífi og framkvæma aldrei neitt.
Þessi kona er ein af fáum sem að þora og það er hlustað á hana! Hún hefur rödd og vonandi á hún eftir að hafa áhrif og fá fleiri konur með sér í þessa baráttu!
Hér er ein tilvitnun í viðtalið í lokin:
"Ég set það alls ekki sem skilyrði að konur gangi af trúnni, segi ekki: Ef þú gengur ekki af trúnni muntu ekki geta komið á neinum breytingum. Þannig hugsa ég ekki. En meðan kvenhatur berst stöðugt milli kynslóðanna fyrir tilstuðlan hinnar helgu bókar, Kóransins, og er stundað af sérhverri nýrri kynslóð múslima, er ekki hægt að koma á varanlegri breytingu".
Algjör snilld!
tjussssss
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:15 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 66423
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála, flott kona með nauðsynlegan boðskap. Kaþólikkar eru í akút þörf fyrir eina svona líka.
Njóttu dagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2007 kl. 09:11
já.....eiginlega., ætli það sé ekki nauðsyn fyrir svona konur alls staðar í samfélaginu, innan allra trúarbragða ! Það þrífst oft svo mikið ofbeldi í skjóli túlkunar á trúartextum. En við höfum val...um að fara ekki eftir textum sem að fela í sér þann túlkunarmöguleika að það sé hægt að beita aðra manneskju ofbeldi m.t.t agavalds ritningarinnar! Það er það sem að þarf að koma inn í hausinn á fólki !
Sunna Dóra Möller, 10.9.2007 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.