Hvað er málið....

...með að vera ekki í neinum fötum nánast. Ég var að horfa á myndbandið frá hátíðinni hér http://perezhilton.com/ og ég bara skil ekki svona atriði þar sem að allt gengur út á að konur eru fáklæddar, dansandi við súlur eins og á nektardansstöðum.

Mér finnst þetta afar mis.....og ekki gott kombakk að halda að svona atriði slái í gegn...sorrí, en ég hef bara alls engann húmor fyrir þessu og þetta er eiginlega alveg hrikalegt fyrir grey stelpuna Crying!

Þetta minnir mig á atriði í júróvisjón í vor sem var frá Póllandi en þar var einmitt svona súlustaðaratriði, með stólum og netsokkabuxum og engum fötum nánast og meira að segja búr á miðju sviðinu þar sem að kona var inní. Ég bara sat fyrir framan sjónvarpið og grét Frown!

Á tímum vaxandi mannsals á konum og börnum í kynlífssþrælkun, þá er þetta alveg ótrúlegt að fólk láti sér detta í hug að vera með svona atriði og að það eigi að vera geðveikt flott og konum eitthvað til framdráttar....

Ef að einhverjum finnst þetta öfgafull feminísk túlkun á þessu atriði Britney þá er mér alveg sama......mér fannst þetta ekki töff og frekar örvæntingarfullt...

frusssss......Tounge


mbl.is Britney Spears vakti litla lukku á MTV-verðlaununum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rakst á þetta innlegg hjá þér og gat ekki annað en kommentað. Ótrúlegt þetta stripl alltaf hreint, segir það ekki bara til um hæfileika viðkomandi, eða á maður frekar að segja vöntun á hæfileikum. Hinir sönnu tónlistarmenn eru þeir sem gera eingöngu út á tónlistina en ekki útlitið. Þar má nefna Noruh jones sem gæti algjörlega gert út á útlitið en í staðinn gerir hún út á hæfileika á tónlistarsviðinu og þeir eru ekki litlir. Hvað eurovision varðar þá fannst mér frekar gott að lagið sem vann var flutt af konu sem var bara svona venjuleg í útliti og var klædd mjög strákalega og sást ekkert í bert hold. Segir það ekki eitthvað?

Heiðdís (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 09:36

2 Smámynd: halkatla

ég er algerlega sammála, þetta er náttúrulega bara skrítið. Mörg AusturEvrópulönd hafa komið með svona atriði í Eurovision, ég verð alltaf jafn slegin. Britney Spears virðist algerlega buguð og mjög erfitt að segja hvað framtíð hennar ber í skauti sér - hún var byggð upp og svo er hún látin "self destruct" svona í beinni útsendingu, ákaflega skemmtilegt eða hitt þó heldur

halkatla, 10.9.2007 kl. 09:52

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er eiginlega nákvæmlega þannig, það er dæmi um einhvers konar sjálfsmyndarkrísu að koma bara fram ber, það er eiginlega yfirlýsing um að maður hafi ekkert annað fram að færa en berann magann á sér. Svo getur Þetta líka verið mjög stór yfirlýsing um svakalega vanlíðan eins og þú segir Anna að hún virtist alveg buguð og nánast eins og þetta hafi verið svona "self destruct" í beinni. Þetta er alveg hræðilegt!

Mér finnst alltaf einmitt flottar konurnar sem að eru alveg með sig á hreinu og hvaða hæfileika þær hafa eins og einmitt Norah Jones og fleiri í hennar flokki. Flottar og sterkar konur sem þurfa ekkert stripl til að koma sér á framfæri!

Sunna Dóra Möller, 10.9.2007 kl. 10:05

4 identicon

Sjálf hef ég aldrei skilið að stúlkur/konur vilji komast áfram eða skapa sér nafn með nekt sinni og fögrum línum -hvað þá konur sem hafa þegar sýnt hvað í þeim býr og náð á toppinn og eiga börn. Það er auðvitað ekki mitt að dæma en nekt er sí vinsæl og virkar oft á mig sem eitthvert örþrifa ráð til að halda vinsældum. En við þessu gleypir neytandinn.

Ég held þú sért nú ekkert ofur femínísk í þessum orðum þínum því það er ekkert laununga mál að mansal er vandamál sem erfitt virðist ætla að kæfa.

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 12:43

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sunna mín, ef þú kallar þetta öfga feminíska túlkun, kallaðu mig þá líka öfga-feminsta! Ég er meira en 100% sammála þér!!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.9.2007 kl. 13:29

6 identicon

er það þá ekki bara val hvers og eins hvort horft/hlustað sé á Norah Jones eða Britney Spears?

einnig er spurning með foreldrahlutverkið hérna, t.d. mun krakkinn minn fá innleitt svokallað gidismat (values á ensku) sem gerir honum/henni kleift að taka sjálfstæðar ákvarðanir

eða er eina leiðin að banna svona viðbjóð ? :)

Hörður (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 15:52

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það fara bara svo margir að hristat ef að feminismi er nefndur á nafn eins og um eitthvað djöfullegt sé að ræða ...það má aldrei gagnrýna nekt, eða klám eða súlustaði þá er um að ræða forræðishyggju á hæsta stigi....það fer í taugarnar á mér stundum hvað feminismi er mikið gagnrýndur þegar um að ræða fyrirbæri sem að án efa hefur bjargað lífi kvenna út um allan heim og heldur enn þann dag í dag að gera, gefa konum sjálfstæði og sjálfræði, segir þeim að þær skipti máli og geta haft fullt fram að færa alls staðar í heiminum. Líkt og þessu frábæra kona Hirsi Ali sem að viðtal var við í morgun.

Hörður, ég held að öll reynum við að gefa börnum okkar gildismat til að fara eftir og vonum að þau nýti sér það þegar fram í sækir, en þegar frægar fyrirmyndir koma fram hálfnaktar með dansara sem að eru með súlur, til aðstoðar finnst mér dæmið orðið brenglað. Á ákveðnum tíma í lífinu fara þessar fyrirmyndar að hafa sterkari rödd en foreldrarnir...það er bara staðreynd. Ég vil frekar heilbrigðar kvenfyrirmyndir fyrir mínar dætur sem eru í fötum og sem að koma sér áfram í lífinu vegna þess að þær skipta máli og hafa hæfileika. Sjálfstæðar, flottar konur sem að þurfa einmitt ekki á því að halda að sýna á sér líkamann eða vinna fegurðasamkeppni, til að ná á toppinn.  Ég á 7 ára dóttur sem að fór með mér í búðir um daginn að kaupa úlpu, hún var alveg að fara yfir um vegna þess að allar úlpur sem að hún sá voru of feitar eða gerðu hana feita. Hún vildi "mjóa úlpu".....hún hefur þetta ekki héðan að heiman vegna þess að þetta er ekki það sem að við reynum að kenna henni, heldur segjum henni að hún sé frábær eins og hún er á hverjum degi. Þetta kemur utan frá, frá svona fyrirmyndum eins og áðurnefnd poppdrottning og fleiri tískufyrirmyndum. Hér fáum við foreldrarnir lítið við ráðið vegna þess að þetta er alls staðar og ég viðurkenni að ég hræðist þetta og það áhrifaleysi sem að blasir við foreldrum þegar að ædolin eru annars vegar!

Kveðja, Sunna

Sunna Dóra Möller, 10.9.2007 kl. 17:41

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

P.s ég er ekki að skella skuldinni eingöngu á konurnar hér sem að gera svona, heldur er allt samfélagið ábyrgt og samfélagsgerðin okkar er feðraveldi og hér koma inn kröfur neytendanna einnig. Þetta þarf að allt að breytast saman ef að árangur á að nást! Bara svo að það sé á hreinu!

Sunna Dóra Möller, 10.9.2007 kl. 17:44

9 identicon

Ekkert skrítið, hæfileikalaust fólk verður að gera eitthvað til þess að leiða hugann frá þeirri staðreynd

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 08:59

10 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Ég er ekki sammála því að Norah Jones sé á þeim stað sem hún er í dag, eingöngu vegna tónlistarhæfileika hennar. Hún hefur felst öll einkenni þessara poppstjarna, þ.e.a.s. hennar kynþokki er mjög markaðsvæddur. Einn helsti munurinn á henni og öðrum stallsystrum hennar er sá að henni er haldið í buxunum. Þessar dömur eru "matreiddar" ofan í neytendur.

Reyndar má vel vera að Norah Jones semji eitthvað af tónlistinni sjálf sem að hún flytur. En ég er alls ekki viss um það.

Ólafur Guðmundsson, 11.9.2007 kl. 09:24

11 Smámynd: Baldvin Jónsson

Velti líka fyrir mér í þessu samhengi hvort að sé ekki lengur skilgreindur munur á forræðishyggju og siðferði?

Á að leyfa algjörlega allt af því að allt annað er forræðishyggja?  Eigum við aldrei að þora að setja mörk af ótta við að skerða áður fengið frelsi?

Ég vil ekki forræðishyggju. Ég vil ekki að dóttir mín þurfi að alast upp við að vera matreidd af því að stelpur eigi að vera "sætar", "góðar", "kynþokkafullar", "hógværar", og hvað þetta bull allt segir.

Ég vil reyndar heldur ekki að sonur minn þurfi að trúa því að hann verði að vera "duglegur", "harður", "íþróttamaður", "klár", "töffari" o.s.frv.

Ég vil að börnin mín fái að velja sjálf, en það er mitt að innleiða þeim mörk og siðferði í uppeldinu. Á svo sem lítinn möguleika, en við verðum að gera okkar besta.

En ef það er forræðishyggja að vilja velja að þau þurfi ekki að samþykkja klám ÁÐUR en þau hafa þroska til að skilgreina eigið siðferði, þá vil ég heldur forræðishyggjuna.  En það er ekki svoleiðis.  Það er öfga túlkun á hugtakinu forræðishyggja að ætla því að standa fyrir öll boð og bönn.

Sumt á bara að vera bannað því annars skaðar það okkur stórlega.  Við bönnum mörg fíkniefni, árásir, kynferðislegt ofbeldi, manndráp, andlegt ofbeldi, einelti og svona mætti lengi telja.  Af hverju er það þá ekki forræðishyggja??

Baldvin Jónsson, 11.9.2007 kl. 10:21

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

DrE....en ef að maður er hæfileikalaus er ekki smartast þá að finna sér eitthvað annað að gera .... !

Ólafur það má vel vera að þessar dömur séu matreiddar ofan fólk, en það er munur að vera nakinn eða í fötum! Mér finnst stór munur á. Mér finnst Norah flottari fyrirmynd en Britney!!

Baldvin, ég er 100% sammála þér!

Sunna Dóra Möller, 11.9.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband