Daglegt amstur!

Varúð!!! Þetta er blogg um hversdagslega hluti þannig að þau sem þola ekki blogg um venjulegt fólk sem er að gera venjulega hluti án þess að koma með lausn á alheimsvandanum eru beðin um að forða sér hið snarasta Devil!

Annars er búið að vera alveg ótrúlega mikið að gera síðustu daga. Ég er svo heppin að vera í töluvert miklu barnastarfi í Neskirkju og er það nánast alla daga við undirbúning og að koma starfinu af stað. Ég vinn með æskulýðsfulltrúa kirkjunnar Sigurvin Jónssyni og samstarfið gengur bara vel og mér finnst ég afar lánssöm að vera í starfi í Neskirkju. Það er svo gott fólk þar að vinna og góður andi að ég hlakka til að mæta til vinnu á hverjum degi.....án gríns Whistling!! 

Þetta er líka samt strembið þar sem að ég er að gera hluti sem að ég hef aldrei tekist á við en einnig hluti sem ég hef öðlast smá reynslu í, í starfi í fyrra vetur.

Það er átak að læra nýja hluti og treysta sér í það og það er einnig mikil ábyrgð að vinna með börnum en mér finnst það bara svo gaman að ég myndi ekki vilja sleppa þessu tækifæri. Einnig nýtist þetta mér í starfsþjálfun kirkjunnar!

Annars er allt bara í góðu gengi hér á bænum, allir smá kvefaðir eins og annar hver Íslendingur og svona.....annars bara allir hressir.

Mattan mín á að fara í hálskirtlaaðgerð og mér finnst það skelfilegt....þó að það sé henni fyrir bestu að þá þoli ég illa þegar börnin mín eru svæfð og get hreinlega ekki fylgt þeim inn í slíkt. Þær hafa báðar stelpurnar mínar fengið rör og Mattan er nefkirtlalaus og ég bara græt þegar þær eru svæfðar. Merkilegt hvað lífið færir manni alltaf eitthvað til að kvíða fyrir....heldur manni svona passlega við efnið og raunveruleikann.

Sigrún mín bara les og les og hún hefur skipulagshæfileika dauðans. Herbergið hennar er alltaf skipulagt í þaula og hún þolir illa ef að einhver ruglar skipulaginu og jafnvel vogar sér að leika sér, það er hinn versti glæpur. En hún er alveg eldklár og gaman að fylgjast með henni hvað hún blómstrar....eitthvað svo lík mömmu sinni Tounge!

Jakob gelgjast bara og gelgjast. Hann fór á sitt fyrsta skólaball um daginn...og það var sko heil dolla af De-fi í hárið með tilheyrandi klukkutíma fyrir framan spegilinn. Hann labbaði sjálfur út í Nóatún um daginn og fékk vinnu við að safna saman kerrum um helgar. Ég var bara stolt af honum að bjarga sér svona sjálfur InLove!

Bolli er á fullu í vinnunni, ásamt því að vera að sækja um mastersnám í guðfræðinni. Hann ætlar að vinna verkefni undir handleiðslu prófessors Pétur Péturssonar um íslenska predikunarhefð. Mér finnst þetta alveg frábært hjá honum, nú munum við hjónin sitja á köldum vetrarkvöldum í vetur og lesa guðfræði og skrifa! Einnig er hann að vinna ásamt fjölskyldu sinni að útgáfu að predikunarsafni föður síns, sr. Bolla Gústavssonar, en stefnt er að útgáfu á völdum predikunum eftir hann seinna í haust vonandi ef að allt gengur eftir. Þetta alveg frábært framtak til heiðurs afar mætum og góðum manni og ég hlakka til að sjá þessa bók útkomna.

En þetta er svona það helsta úr fréttum þessa vikuna!

tjussss....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég grét líka í þetta eina sinn sem ein af dætrum mínum var svæfð.  Mér fannst ég vera að bregðast trausti hennar einhverveginn.  Æi get ekki útskýrt en skil þig fullkomlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 11:45

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta er eitt af þessu sem að er ekki hægt að skýra út og eitthvað sem að ég held öllum foreldrum finnst erfitt að takast á við. Svo hefur maður fyrir sér foreldra sem að standa í þessu reglulega með langveik börn og maður skilur ekki þann styrk sem að þeir foreldrar sýna. Það er alveg ótrúleg!!

Sunna Dóra Möller, 13.9.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband