Blogg og blogg!

Ég er þannig gerð að ég fæ hluti alveg óskaplega mikið á heilann. Ef að mér finnst eitthvað áhugavert að þá heltekur það mig og ég get ekki hætt að hugsa um það. Eins og ef ég fer í bæinn til dæmis og sé föt sem að mig langar í  en kaupi þau ekki....þá hugsa ég stanslaust um þessi föt þangað til að druslast aftur í búðina og kaupi þau.

Þannig er það með bloggið líka, mér finnst alveg rosalega gaman að blogga og fylgjast með öðrum og ég les fullt af bloggi á hverjum degi. En fyrir helgi þurfti ég að taka mér smá pásu frá þessu vegna þess að ég fann að ég var farin að vera hér inni öllum stundum. Það er ekkert voða gott þegar eitthvað er farið að stjórna manni á þann hátt að manni finnst eins og maður sé að missa af einhverju ef að ekki er setið við tölvuna öllum stundum 24/7.

En ég fór bara upp í bústað með familiíuna og við áttum góðan sólarhring þar. Síðan var barnastarf að byrja í Bessastaðasókn í gær...og Dorrit mætti ekki, ég var pínu svekkt Cool en ber minn harm í hljóði eins og ávallt þegar ég tekst á við stór vonbrigði!

Núna er ég að fara að vinna að ritgerðinni og svo er barnastarf eftir hádegi.

Ég er annars bara nokkuð kát og ætla að sjálfsögðu að blogga meira og halda áfram að fylgjast með mínum skemmtilegu og áhugaverðu bloggvinum Heart. En ég ætla ekki að láta umræðu sem að truflar mig, fara í taugarnar á mér og það er margt sem að ég les sem að ég á erfitt með að skilja og þá fer ég að taka slíka umræðu inn á mig og það er ekki gott. Ég viðurkenni að oftar en ekki er umræðan trúartengd og það er ekki gott að taka hluti inn á sig! Ég er greinilega ekki eins umburðalynd gagnvart öllum skoðunum og ég hélt.....alltaf gott að komast að því að maður er ekki fullkominn *fliss* W00t....það er kannski stóri lærdómurinn við bloggið, að komast að því að maður hefur bara ekki umburðalyndi fyrir öllu Shocking. En ég bara held mínu striki as olveis InLove ... blogga um hluti sem að mér finnast áhugaverðir og skemmtilegir og sérstaklega prógressív guðfræði. Það er mitt áhugasvið og ég bara læt það flakka hér inni á þessari síðu minni! Það er jú alltaf best að vera sjálfum sér trú....Smile!

Hef a næs dei!

Síjúgæs!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég skil þig fullkomlega - nema varðandi fötin, ég er hinsvegar þannig með bækur sem ég sé... og ég á við öll þessi bloggvandamál að stríða líka og að sjálfsögðu má maður ekki láta hlutina ná til sín. Ég er alltaf að glopra einhverju útúrmér sem á ekkert að hafa neina sérstaka merkingu en svo tekur einhver það og gerir úr því stórmál og þá er maður búinn að dragast inní einhvern storm sem verður að hvirfilbyl, ég ætla að reyna að hætta algjörlega að taka það inná mig þó að einhverjir séu að misskilja eða þjáist af fordómum. Ég hef tekið eftir því að sumir eru bara mjög reiðir inní sér og geta ekki leyft öðrum að hafa sínar skoðanir í friði.

Hafðu það sem best, vertu góð við litlu börnin hehe


halkatla, 17.9.2007 kl. 10:47

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Anna.....sammála öllu sem þú segir! gott að vita af fleirum með svona bloggvandamál ! Við ættum kannski að stofna stuðningshóp.....

Sunna Dóra Möller, 17.9.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband