Ég í sunnudagaskóla fer.....

Jams, ég byrjaði daginn á því að vera með sunnudagaskóla út í Bessastaðasókn (og nei Dorrit kom heldur ekki í dag *snökt*).....Halo!

Það komu margir og við vorum bara ánægð með stundina en við erum saman fjögur, Matthildur Bjarnadóttir, Bolli Már Bjarnason, Snædís vinkona Möttu og ég.

Á sama tíma og við vorum með sunnudagaskólann voru messur í flestum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og mjög líklega í mörgum kirkjum úti á landi. Þar hefur fólk komið saman til að biðja og hlusta á útleggingu orðsins. Væntanlega hafa einhver fermingarbörn komið til að fá stimplana sína og hugsanlega einhverjir foreldrar fylgt þeim.

Allar þessar kirkjur hafa ómað af lofsöngvum og fallegri tónlist til dýrðar Guði á þeim stað sem að hefur verið frátekinn fyrir Guð. Kirkjan er heilagur staður nebblega sem að hefur einmitt verið tekinn frá til að þar getir farið fram tilbeiðsla á Guði.

Kirkjan er staður þar sem að við tölum um Guð, syngjum um Guð og lærum að þekkja Guð.

Það er víst að kirkjur eru oft fallegar á að líta og þar er jú oftar en ekki orgel til að spila kirkjutónlistina á. Helgin og kyrrðin sem að hvílir oft yfir kirkjunni er aðlaðandi í önnum dagsins, því er það virkilegt gleðiefni að fólk vilji sækja kirkjuna í ýmsum tilgangi.

Vonandi vakir Guð yfir öllum hinum fjölbreyttu gestum sínum, hvort sem að Guð er í hjartanu þeirra eða ekki!

En gleymum samt ekki að kirkjan er frátekin og sama hvað fólk segir eða telur um kirkjuna sem byggingu eða sem tónlistarhús.......að þá tilheyrir hún Guði!!! Hún getur aldrei átt sér annað markmið eða tilgang!

Með kærum kveðjum,

þangað til næst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað finnst þér um að borgaralegar athafnir séu framkvæmdar í kirkjum, sbr. fyrstu borgaralegu hjónavígslu Siðmenntar sem fram fór í kirkju?

Ólöf (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 14:34

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skil "pointið" hjá þér Sunna Dóra mín. Er sammála þessu. Það er einstakur andi í kirkjunni sem finnst ekki í venjulegum sölum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.9.2007 kl. 15:57

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ertu þá móti því að kirkjan sé notuð í "veraldlegum" tilgangi? T.d. sem sýningarsalur fyrir veraldlega list eða sem útsýnisstaður (sem þarf nota bene þarf að borga fyrir að komast í)?

Varðandi giftingu Siðmenntar, þá mæli ég með því að fólk lesi athugasemd Svans Sigurbjörnssonar (þá fimmtu við greinina) hérna.

Annars á ég afar erfitt með að sjá fyrir mér tíma í sunnudagaskóla hjá Sunnu Dóru. Ef ég hef skilið þig rétt, þá heldurðu að
mjög stór hluti orða Jesú sé ekki frá honum kominn, segirðu börnunum það?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.9.2007 kl. 01:16

4 identicon

Þetta er nú engin tímamótaatburður hjá Siðmennt því fólkið sem um ræðir er þegar gift þegar athafnastjóri Siðmenntar leggur blessun sína yfir sambandið samkvæmt færslunni sem þú vitnar sjálfur í hér: "Parið mun fá borgaralega giftingu hjá sýslumanni rétt fyrir hina veraldlegu hjá Siðmennt." Er þetta ekki sami hluturinn tvisvar - borgaraleg og veraldleg gifting? Alla vega er ferming Siðmenntar borgaraleg.
Þess vegna hefur Siðmennt ekki enn gift einn né neinn! Maður giftist ekki tvisvar í röð nema skilja á milli. Nær væri því að tala um veraldlega blessun. Kirkja giftir ekki fólk sem þegar hefur gengið í hjónaband hjá sýslumanni. En hún hikar ekki við að blessa parið sé leitað eftir því.

En svo við höldum okkur við færsluna hennar Sunnu Dóru: Ber þessi athöfn ekki keim af háttsemi kunningja Litlu gulu hænunnar með þeim boðskap að allt sem kirkja stendur fyrir sé óviðunandi en sjálfsagt sé að nota það sem kirkjan býr að eftir eigin geðþótta? Eru kirkjur sýningarsalir fyrir veraldlega list? Því miður er alltof lítið um list í kirkjum almennt. List sem fæst við einlægar tilvistarspurningar er hinu trúarlega ekki óviðkomandi og því á kirkjan alveg samleið með veraldlegri list. Allt mannlegt er trúnni viðkomandi.

Ólöf (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 08:57

5 Smámynd: Linda

Sæl Sunna, íhugun þín um kirkjuna er dásamleg og vönduð.  Guðs hús verður alltaf það, og þó að það sé að því vegið úr hinum ýmsu áttum þá breytir það engu varðandi hans vilja fyrir okkur að koma þar saman og ganga í félagsskap við Drottinn. 

Ég fæ ekki skilið "Siðmennt" og hvaða tilgangi það þjónar að leggja veraldlega blessun í húsi þar sem fólk tilbiður það sem ekki tilheyrir þessum heimi.  Enn svona er þetta bara, veit ekki hvort ég sé sátt eða ósátt, ætli mælirinn sé ekki lengra í áttina að "ósátt" enn hvað um það, svona er lífið ekki hægt að gera öllum til geðs.

Linda, 24.9.2007 kl. 20:17

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk öll fyrir innleggin.

Hjalti ég las athugasemdir hjá Svani og þrátt fyrir það sem fram kemur þar að þá finnst mér að siðmennt eigi nú bara að koma sér upp sinni eigin aðstöðu ef að róa á þessi athafna mið. Sökum plássleysis á að notast við kirkjur segir hann......gott að vera hjálp í viðlögum en mega svo gagnrýna kirkjuna þess á milli. Mér finnst ekki að kirkjan eigi að vera þannig varaskeifa. Það er nú bara það sem ég hef um þetta að segja.

já, það er sannarlega merkilegt að "trúleysingjar" eins og ég geti unnið við að boða trú.......gæti ég kannski fengið inni í vantrú....skv. þér á ég greinilega betur heima þar en í sunnudagaskólanum. Gott að vita svona mikið Hjalti um fólk sem að maður þekkir ekki. Ég hef ekki þessa miklu gjöf að lesa svona mikið inni í persónur fólks út frá bloggi.....þú er svei mér heppinn!

Ólöf mér finnst þitt innlegg gott og hvernig þú bendir á einmitt að um veraldlega blessun sé að ræða. Mér finnst alltí lagi að listin sé inni í kirkjunni og tónlíst og margt fleira. En þegar markmiðið er yfirlýst guðleysi og andstaða við kirkjuna, þá finnst mér það ekki í lagi. Kirkjan er helgað, frátekið hús og tilheyrir Guði. Það er hennar markmið og tilgangur og það er til fullt af fallegum húsum og sölum þar sem fólk getur látið blessa sig borgaralega. Ég er á móti svona athöfnum í kirkjum. Það er bara svo einfalt!

Takk Linda fyrir þín orð og einnig þin orð Jóhanna !

tjusss

Kveðja, Sunna!

Sunna Dóra Möller, 24.9.2007 kl. 21:38

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sunna:

"...ég las athugasemdir hjá Svani og þrátt fyrir það sem fram kemur þar að þá finnst mér að siðmennt eigi nú bara að koma sér upp sinni eigin aðstöðu ef að róa á þessi athafna mið."

Ef Siðmennt hefði efni á því væri félagið örugglega til í að "koma sér upp sinni eigin aðstöðu".

Sökum plássleysis á að notast við kirkjur segir hann....

Hann segir líka að það hafi verið val parsins að notast við kirkju. 

......gott að vera hjálp í viðlögum en mega svo gagnrýna kirkjuna þess á milli.

Er rangt að gagnrýna kirkjuna?

já, það er sannarlega merkilegt að "trúleysingjar" eins og ég geti unnið við að boða trú...

Ég kallaði þig ekki trúleysingja og ég sagði ekki að þú gætir ekki boðað trú. Það sem ég var að benda á er að þú telur líklega stóran hluta guðspjallanna vera skáldskap (hafi ekki gerst í raun og veru). Ég tel að það hljóti að
stangast að einhverju leyti við það hvernig innihald þeirra er kynnt í sunnudagaskólanum.

.....gæti ég kannski fengið inni í vantrú....skv. þér á ég greinilega betur heima þar en í sunnudagaskólanum.

Þú gætir ekki fengið inngöngu í Vantrú, vegna þess að þú ert trúuð. En ég sagði ekki að þú ættir betur heima í Vantrú heldur en í sunnudagaskólanum.

Gott að vita svona mikið Hjalti um fólk sem að maður þekkir ekki. Ég hef ekki þessa miklu gjöf að lesa svona mikið inni í persónur fólks út frá bloggi.....þú er svei mér heppinn!

Já, ég er þeim "einstöku" hæfileikum gæddur að geta lesið um skoðanir fólks 
út frá skrifum þeirra. Eða telur þú t.d. að mikið af innihaldi Jóhannesarguðspjalls sé sagnfræðilega rétt?

En þegar markmiðið er yfirlýst guðleysi og andstaða við kirkjuna, þá finnst mér það ekki í lagi.

Telur þú markmið þessarar veraldlegu blesssunar vera andstaða við kirkjuna og yfirlýst guðleysi?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.9.2007 kl. 01:06

8 Smámynd: halkatla

góð orð að venju, takk

halkatla, 25.9.2007 kl. 09:05

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst veraldleg blessun vera andstaða já við kirkjulega blessun. Enda þegar krossinn er tekinn af altarinu í kirkjunni og settur blómavasi í staðinn er það ákveðin yfirlýsing um guðleysi að mínu mati, þar sem krossinn er helsta tákn kristinna manna og kvenna og það að taka hann niður er táknrænt! Hér er um tvo ólíka hluti að ræða!

Sunna Dóra Möller, 26.9.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband