Af gullkornum sem falla hér á heimilinu...

Ég á son sem er að fara að fermast í vor. Hann hefur smátt og smátt orðið meiri unglingur og við einhvern veginn höfum bara allt í einu orðið vör við það. Það byrjaði eiginlega í síðustu viku þegar ball var í aðsigi.

Það var hið svo kallaða Rósaball. Hann fór fram á það við móður sína nokkrum dögum fyrir ball að fá aflitaðar ljósar strípur. Ég ætlaði aldeilis ekki að leyfa honum það....ó nei! En ég gaf svo eftir (alltaf sama staðfestan) og leyfði honum að fá þessar strípur. Hann kom síðan heim alveg alsæll og fór á ballið með ljóshærðri draumadís og mamman sat heima með svona nostalgískar tilfinningar og smábarnamyndnir af drengnum í fanginu og ef að vel var að gáð mátti sjá tár á hvarmi....

Síðan líða nokkrir dagar og amma drengsins kemur heim frá útlöndum með forláta jakka handa drengnum. Mér leist afar vel á hann en hann verður kyndarlegur á svipinn. Ekki vildi hann nú þiggja jakkann og vandræðagangurinn var alveg ógurlegur á honum. Síðan á leiðinni heim spyr ég hann af hverju hann vildi ekki jakkann, drengurinn svarar að bragði: Mamma....ég lít út eins og ég fíli metallica í jakkanum.......Ég er hnakki!!!

Drengurinn á litla systur sem er algjör mömmuflís. Hún vill helst ekki vera hjá neinum öðrum og finnst ég best í heimi. Ég var að svæfa hana í gær og þá spyr sú stutta: Mamma ég vil ekki sofa í mínu herbergi! Ég sagði það hún mætti alveg sofa hjá mér í nótt. Þá brosti hún og sagði: Já mamma......alltaf!

Ég sá hana fyrir mér fertuga á milli.........en svo hugsaði ég um unglinginn minn sem sat frammi að hnakkast eitthvað og vissi nú innsi inni að hún myndu nú skipta fljótt um skoðun. Það er merkilegt hvað börn eru allt of stutt börn og tíminn sem að maður er með þeim eitthvað lítill í samhengi við allt lífið.

Well.....smá hugs á þessu morgni! Framundan foreldraviðtöl...vinna og æskulýðsfundur í kvöld!

Gúdbæ!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

 Þau eru fyndin þessi börn.  Erfðaprinsinn minn elskulegur sem fermdist í vor myndi aldrei fyrir sitt litla líf samþykkja að vera hnakki, hann er rokkari.    Það er samt sama viðkvæmnin fyrir hverju maður klæðist.

Dóttir mín sem er ráðsett móðir núna, rak pabba sinn úr rúmi síðast þegar hún var 16 ára til að kúra hjá mömmu þegar hún var lasin.

krossgata, 2.10.2007 kl. 11:13

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég var einmitt að hugsa það áðan varðandi einkasoninn að þetta er svona dæmigerð sjálfsmyndarleit og sjálfsmyndar-myndun. Hann er að samsama sig ákveðnum hópi í unglingadeildinni og velur FM hnakkana....enda er hann endalaust að hlaða niður einhverri tónlist sem er í þeim stíl......svo má vel vera að hann skipti um ídentítet ef að þessi virkar ekki....eða hann skiptir um hóp ! Það er bara svo fyndið að vera á hliðarlínunni og fylgjast með þessum öru breytingum.....en samt verður maður aldeilis að vera vakandi....það er nú stærsta verkefnið þegar maður er kominn með ungling á heimilið......

Sunna Dóra Möller, 2.10.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 66435

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband