Unga Ísland!!

Eins og fram hefur komið í fyrri færslum að þá eigum við hjónin dóttur. Hún er alveg að verða fimm......eftir 13 daga Wizard  og hún er byrjuð í skólahóp, alveg ótrúlega montin og ánægð með sig enda alveg ástæða til þegar um er að ræða fallegustu stelpu í heimi Heart!

Hún hefur þó átt við, það að vera með málþroskahömlun. Hún greindist með það í janúar 2005, hún var síðan um haustið send á Heilsuverndarstöðina í greiningarteymi og í framhaldi af því vísað í Talþjálfun Reykjavíkur. Hún átti sem betur fer beiðni afturvirka frá því að hún var send á Heyrna- og tal í jan 2005 og þess vegna sáum við fram á styttri bið en margir foreldrar eru að horfa fram á í dag.

Það voru því gleðitíðindi þegar við fengum þær fréttir í maí síðastliðinn að hún væri komin inn í Talþjálfun Reykjavíkur. Kostnaðurinn átti ekki að vera mikill þar sem Tryggingastofnun samþykkti að greiða niður 50 tíma fyrir hana og þá var tíminn á tæplega 800 krónur. ´

Hún fór í nokkra tíma.....síðan kom sumarleyfi og nú er kominn október og hún er búin að fara í tvo tíma eftir leyfi. Hún þarf á þessari aðstoð að halda vegna þess að ef ekki er tekið á þessu getur hún átt erfitt með að læra að lesa og átt við frekari námserfiðleika að stríða þegar hún er komin í skóla en það er nú bara næsta haust sem það skellur á.

En nú virðist allt vera í uppnámi milli Talþjálfunar og Tryggingarstofnunarinnar og samningar ekki lengur í gildi að mér skilst. Við þurfum því að greiða núna tæplega 5000 krónur fyrir skiptið og svo getum við "látið á reyna" hvort að Tryggingarstofnun endurgreiðir sinn hlut, það er þó ekki víst. Nú má ekki misskilja mig að ég sjái eftir þessum peningum í dóttur mína, alls ekki. En þegar maður er farin að borga 20-25.000 á mánuði þá er það heilmikið og efnalítið fólk hefur ekki efni á að borga svona mikið og þá er farið að skapa aðgreiningu þegar kemur að börnum og aðstoð þeim til handa innan kerfisins.

Ég á eiginlega ekki til orð í dag vegna þess að mér finnst einhvern veginn alls staðar þar sem að gripið er niður gagnvart börnum í samfélaginu að þá er pottur brotinn. Svona mál þegar kemur að sértækum úrræðum fyrir börn eiga ekki að fara í uppnám og það á að vinna að því hörðum höndum að barnanna velferð sé í fyrirrúmi.

Það er svo merkilegt að um leið og við fengum þessar upplýsingar að samningar væru í uppnámi milli Talþjálfunar og Tryggingastofnunar, var mér tilkynnt um skerðingu á leikskólatíma þessarar sömu dóttur minnar.

Þannig að við horfum fram á skerðingu í tveimur málaflokkum þegar kemur að yngstu dóttur okkar í dag.

Gott að vita að framtak í málaefnum barna og þeirra velferð er á sterkri siglingu í dag hjá þeim sem að stjórna ríki og borg Crying!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hið opinbera á einmitt svo mikinn pening núna að ríkisstjórnina langar að lækka skatta. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag stendur að hagnaður ríkissjóðs verði 57 milljörðum meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir og að þegar upp er staðið verði greiðsuafgangur kr. 30.800.000.000,- (lesist 30,8 milljarðar). Ég skil ekki svona stórar tölur nema skrifa þær alveg út.

En... samt er ekki til peningur fyrir velferðarþjónustu né eflingu grunnmenntunar. Það er til peningur til að borga atvinnulausu fólki á Krummaskuði fyrir að flytja á Mölna en það er ekki til peningur til að koma á varanlegum, fjölbreyttum atvinnuvegum. Og ef atvinnulausi barnamaðurinn flytur á Mölina af því að hann fékk vinnu í þenslunni með það sama þá kemst hann ekki í vinnuna því leikskólinn getur bara boðið börnunum hans upp á kennslu hluta úr viku. Ef hann verður svo óheppinn að meiða sig í vinnunni er fljótlegra að keyra upp á Akranes og láta sauma sig saman þar en að fara á slysamóttöku í Reykjavík vegna manneklu.

Ef börnin hans þurfa á sértækum úrræðum að halda á hann ekki fyrir því þó þau séu svo heppin að þjónustan sé niðurgreidd af því hann hefur bara atvinnuleysisbæturnar sem hann varð að sækja um því hann kemst ekki í vinnuna sem hann varð á endanum að afþakka vegna þess að börnin hans fá bara hlutavistun í leikskólanum. Á meðan safnar húseignin hans vanskilavöxtum því hann gat ekki selt hana við flutninginn því það var enginn eftir á Krummaskuði til að kaupa húseignir og enginn nýr flutti þangað því það var engin vinna.

En þá komst konan hans í bæklunaraðgerð sem hún var búin að bíða eftir á annað ár og til að spara pláss á sjúkrahúsinu á Mölinni var hún send eftir aðgerðina á sjúkrahúsið á Krummaskuði til að jafna sig. Þar á hún engan að lengur því fjölskyldan er öll á Mölinni.

Ólöf (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 12:30

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æi, leiðinlegt að heyra...góðar kveðjur til ykkar.

Heiða Þórðar, 2.10.2007 kl. 12:36

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er alveg ótrúlegt að það séu til allir þessir peningar.......en svo ríkir allt þetta úrræðaleysi í velferðarmálaflokkum. Mér er bara svo minnistætt að Samfylkingin var með sérstaka stefnu í málefnum barna.........en samt er bara allt í uppnámi þegar kemur að úrræðum fyrir börn innan kerfisins.

Hvar eru þessar aðgerðir.....kannski vantar bara viljann til að gera eitthvað í þessum málum.

Á meðan borgar maður sína skatta hver mánaðarmót og stundum meira en gott þykir .... og bara brosir í gegnum tárin á meðan þjónustan við börnin okkar er skert!

Sunna Dóra Möller, 2.10.2007 kl. 12:40

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Heiða

Sunna Dóra Möller, 2.10.2007 kl. 12:40

5 Smámynd: halkatla

þetta er með svo miklum ólíkindum! afhverju getur þetta "ríka" land ekki verið með sín mál á hreinu?

gangi ykkur allt í haginn

halkatla, 2.10.2007 kl. 15:00

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Alveg með ólíkindum að lesa þetta.  Málefni fólks á öllum aldri er alltaf í molum að því er virðist, en það gengur alltaf vel með steinsteypuna og aðra dauða hluti.

En gangi ykkur vel í baráttunni. Knús 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.10.2007 kl. 19:26

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Margrét

Sunna Dóra Möller, 3.10.2007 kl. 11:53

8 Smámynd: Fríða Eyland

 Þetta fannst mér vont að heyra, það getur ekkert lálaunafólk sem getur greitt fyrir þessa þjónustu (6.mán gjald í íþróttir eru umþaðbil 25000) Þetta er skandall og brot á stjórnarskrá.  eða er ég að misskilja hana eftirfarandi er úr henni- heilagasta plaggi þjóðarinnar

Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.    Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.                                                                                                            Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.

Kærðu þetta til umboðsmanns það er verið á brjóta á fólki út og suður, um að gera að leita réttar síns og vandamanna

Við verðum að berjast annars er vaðið yfir okkur.......enginn furða að ríkið skili hagnaði

Fríða Eyland, 4.10.2007 kl. 15:05

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir þetta Fríða....ég held að þú sért ekki að misskilja neitt. Ekki að ég sé lögskýrandi ...en þetta er nokkuð ljóst þarna.

Við ætlum að sjá hvað gerist um mán. mótin þegar við látum reyna á endurgreiðsluna hjá Trygg.stofnun ef að allt er í hnút....þá verður maður að berjast áfram fyrir þessum málaflokki.....það er bara einhvern að sama hvar maður drepur niður í velferðarkerfinu ... þá er alls staðar verið að berjast fyrir auknum réttindum þeirra sem minna mega sín. Á meðan er Björn Ingi og Co á Spáni að skoða Vatnsrennibrautir....það eru til peningar fyrir svoleiðis gæluverkefnum

Sunna Dóra Möller, 4.10.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband