Leiðir viskunnar,,

Ég rakst á svo athyglisverða frásögn í bók sem ég er að lesa um femíníska aðferðafræði í biblíuvísindum. Bókin heitir: Wisdom Ways. Introducing Feminist Biblical Interpretation og er eftir Elisabeth Schussler Fiorenzu og er afar áhugaverð. 

Hér er frásögnin:

"Amy sat in a chair, her body frozen, her hand clenched around a crumpled ball of Kleenex, and her face an unmoving mask. The only sign of the storm raging inside her was the tears that slid down her own cheeks. She saw so many images: The flowers at her grandmother´s funeral, her fater throwing a chair in rage and her mother´s fave turned, unfocused seeing nothing....the word incest spun in her head that would not attach itself to the bits of memory or the feelings in her body. If she could move, she knew she would scream or throw up. Finally she said, "I have to know, even if I die!" Amy was a member of a small group in a psychiatric hospital who had just played the story of Lot. Amy played Lot´s wife, a wo/man without a name. Her husband Lot, faced with the angry and lustful men of Sodom, offered his two young daugthers to be raped in place of the two angels who were his guests. He the fled G*d´s wrath...."But Lot´s wife behind him looked back, and she turned into pillar of salt (Genesis 19.17-26). Later .....Lot had intercourse with his two daugters.......For Amy a door had opened to memories and awareness....Now at last, she was looking back into a childhood of violence and abuse-burning city of Sodom.....During discussion of our play, someone said: "This is a horrible story. Why would G*d put such a terrible story in the Bible?" Amy answered, "It´s the story of my life. Somehow I feel better that it is in the Bible. " A Pillar of salt is something precious-salt of the earth and salt of our tears-it is an example that nourishes the spirit of the community. Amy´s courage to look back healed us and gave us hope.

Merkilegt.......veit ekki alveg hvað mér finnst, ennþá,  þarf að hugsa það....en samt merkilegt! Þetta dæmi er tekið úr sálfræðilegri meðferð þegar biblíusögur eru notaðar til að vekja upp minningar og meðvitund. Minningarnar geta þá bæði verið góðar og svo slæmar eins og í þessu tilviki. Hér er saga sem er afar ljót en í henni er þessi kona Lots sem er nafnlaus og verður að saltstólpa. Það má eðlilega í þessu samhengi velta fyrir sér, hvað það merkir að hún líti til baka...og svo verður hún að salt stólpa. Kannski merkir það sorgina sem að hún ber í brjósti vegna dætra sinna og stólpinn táknar tár hennar vegna ódæðisverksins. Í því ljósi má skilja túlkun þessarar konu hér að ofan sem að notar söguna til að vinna sig frá erfiðum minningum. Amy sér sig sem konu Lots sem að horfir til baka inn í fortíðina og saltið eru tárin......

Þetta sýnir hvernig konur nýta sér jafnvel ljótu sögurnar sér til hjálpar. Kannski er það rétt hjá henni að það sé betra að þessar sögur séu í Biblíunni frekar en að um þessi mál ríki þögn þar sem annars staðar........veit samt ekki....það er alveg umdeilanlegt og ég er ekki tilbúin til að taka afstöðu til þess hér og nú.

Nóg í bili og þangað til næst...

tjusss......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Meiriháttar lesning. Takk fyrir mig.

Heiða Þórðar, 3.10.2007 kl. 12:05

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott lesning Sunna Dóra, upp á þrefalda gæsahúð.  Ég túlka söguna aðeins öðruvísi, er að minnsta kosti að velta fyrir mér öðrum túlkunarmöguleika.  Konan er nafnlaus (why am I not supprised?), hún lítur til baka (grefur hún í fortíðinni, það getur kostað lífið) og hún verður að saltstólpa vegna þess.  Er henni ekki refsað?  Mér finnst þetta svo kaldranaleg og ljót saga og hefði dregið annan lærdóm af henni.  Þarf reyndar að hugsa þetta.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 13:09

3 Smámynd: krossgata

Athyglisvert sjónarhorn.  Kannski varð konan að saltstólpa = minnismerki um hörmungar annarra, það sem hinir/-ar gátu horft til í eigin ógöngum.  Ég hef aldrei áður horft á þessa sögu út frá því sjónarhorni.

krossgata, 3.10.2007 kl. 15:19

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Heiða:

Jenný: Það er nákvæmlega þetta sem að situr í mér líka. Þess vegna finnst mér svo merkilegt að lesa þessa túlkun þessarar konu. Mjög margir túlka einmitt á þann veg að konu Lots sé refsað. Það er þess vegna athyglisvert að skoða hvort að hún standi fyrir eitthvað annað. Að persónan sé táknmynd yfir eitthvað annað og meira. Það er svo margt í Biblíunni sem er táknmynd yfir eitthvað sem er ekki augljóst í upphafi. En ég segi eins og þú....hef þurft að hugsa þetta aðeins! Sagan er nefnilega svo ljót!

Krossgata: Það er svo gaman einmitt að skoða þessar sögur út frá mörgum sjónarhornum. Það er vegna þess að konan er nafnlaus að persóna hennar er galopin fyrir túlkunum. Að hún sé minnisvarði um hörmungar bæði þá þeirra sem fórust og svo hugsanlega dætra sinna líka...finnst mér mjög flott. Móðurástin sem lætur hana líta til baka til borgarinnar sem að svívirti dætur hennar.......ef ég má aðeins útvíkka hugmyndina þína vegna þess að hún er mjög áhugaverð

Takk fyrir þessar athugasemdir ykkar

Sunna Dóra Möller, 3.10.2007 kl. 17:08

5 Smámynd: Linda

Sæl Sunna.  Ég hef aldrei skilið sögu Lots, hún er skuggaleg, bæði fórn og sorg, fordæming og synd, á einhvern furðulega hátt afskaplega mannleg.  Fyrir mér þegar eiginkona Lots snýr við til að horfa á það sem liðið er með sorg og eftir sjá, er lýsandi fyrir okkur, og því sem við fáum ekki breytt með því að líta til baka nema að upplifa sorgina aftur og aftur, mistökin aftur og aftur, það þjónar engum tilgangi. Því verður frúin að saltstólpa sem áminning að fortíðin er einfaldlega söltuð henni verður ekki breytt horfum fram á við gerum betur.

Varðandi Lot og dætur hans, ég skil það ekki, þarf að lesa það aftur, ætla skoða bók sem útskýrir þetta fræðilega séð, alfræði orðabók biblíunnar.

Guð blessi þig og varðveiti.

Linda, 3.10.2007 kl. 20:31

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Linda fyrir þitt sjónarhorn. Það er alveg rétt að konan getur einnig táknað það að það getur verið slæmt að lifa í fortíðinni og betra er að horfa fram en aftur og reyna að gera betur í dag enn í gær.

Sagan af dætrunum er ljótari og kannski erfiðara að lesa inn í það heldur en móðurina vegna þess að glæpurinn er svo ljótur.

Gaman að fá svona ólík sjónarhorn ...takk fyrir það allar saman

Sunna Dóra Möller, 4.10.2007 kl. 09:54

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Áhugaverð lesning eins og búast mátti við af þér Sunna Dóra.

Ég get þó ekki og hef aldrei samsamað mig og mína reynslu við aðrar konur sem fjallað er um í biblíunni. Mér finnst viðhorf til kvenna í því trúarriti afar skrítin oft og tíðum.

Ég frekar skil reynslu samtíma kvenna og líka auðvitað reynslu mömmu á einhvern hátt og get samsamað mig með þeim.

Það er endalaust hægt að túlka verst og ritningar biblíunnar á misjafnan hátt og það er gert. Auðvitað skil ég að mörgum finnst gaman að spá og pæla í þessum hlutum. 

Kveðjur.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.10.2007 kl. 19:54

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Margrét. Þetta er ein leið af mörgum sem er farin og það er staðreynd að margar sögur af konum í Biblíunni eru ljótar og jafnvel þær sem að hafa frelsandi og jákvæðan tón gagnvart konum eru bundnar í feðraveldis ramma sem að er ekki alltaf augljós en birtist manni þegar farið er að skoða nánar. Þess vegna tala margar konur um að þegar konur lesa Biblíuna verða þær alltaf að lesa gegn kjarna hennar en kjarninn er feðraveldis samhengið og strúktúrinn er það samfélag sem byggir á stigveldis aðgreiningu á fólki.

Það sem mér fannst athyglisverðast við þessa frásögn er þetta sjónarhorn konunnar að hún vill hafa ljótu sögurnar inni....þetta er ekki sjónarhorn sem að heyrist oft frá konum sem að eiga þá sögu að hafa orðið fyrir ofbeldi.

En það er sjálfsögðu eðlilegt að leyta sér frekar að fyrirmyndum í nánasta umhverfi og tíma. En það er samt nauðsynlegt fyrir okkur að vita af og skoða hvort að til séu jákvæðar kvenfyrirmyndir í trúararfinum vegna þess að það hefur verið notað gegn þeim að þær séu ekki til staðar og fyrirfinnast í raun alls ekki þegar að er gáð. Þetta þarf að leiðrétta.

Bestu kveðju, Sunna

Sunna Dóra Möller, 6.10.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 66423

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband