4.10.2007 | 09:46
Stutt lýsing konu frá Kóreu...
Ég fann þetta í sömu bók og ég notaðist við í síðustu færslu....þetta vakti mig til umhugsunar....
"Chung Hyun Kyung notes that the biblical story of Jesus´suffering and death is held up as the model to imitate for Asian wo/men, whose lives are filled with suffering and obedience. She relates a story about a Korean Sunday school teacher whose life was threatened in a bout of domestic violence. The woman testified that she had experienced G*d´s love through her husband´s judgment. When she accepted that she had to obey her husband as G*d´s representative, her old self died and her new self was born. She concluded her testimony, to applause from the congregation: There have been no arguments and only peace in my family after I nailed my self on the cross and followed God´s will."
Höfundur bókarinnar segir í framhaldi: Such a reading of the central Christian biblical story, wich identifies with obedience and suffering of Jesus, not only reinforces the bible´s culutral masculinizing tendencies but also inculcates kyriarchal (Drottnandi vald) submission and self-alienation in the interest of mental and psychological colonization.
Mér fannst þetta bara svo merkilegt í ljósi færslunnar á undan þar sem að ég lýsti frásögn konu sem að vill að ljótu sögurnar séu frekar í Biblíunni heldur en ekki. Sagan af Lot hjálpaði henni að muna eftir sínu eigin skelfilega ofbeldi. Hér er aftur á móti megin frásögn guðspjallanna, sagan af krossinum notuð til að kúga konur til að samþykkja eigin ofbeldi og þjáningu. Þetta er jú í öðru menningarlegu samhengi en þetta á sér líka stað í vestrænum heimi, svona skilningur.
Í stað þess að horfa á þann þátt í frásögunni sem frelsar, þá er hún notuð til að kúga konur undir drottnandi vald karlmannsins.
Kannski er bara ekkert lengur sem að frelsar, þegar búið er að misnota boðskapinn á þennan hátt gagnvart konum og oftar en ekki börnum og öðrum minnihluta hópum??
þangað til næst...
tjusss....
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég á mjög erfitt með að setja mig í þessi spor og samþykkja sjónarhornið. Kannski vegna annars menningarheims eða að vera ekki í þeim sporum að finna leið til að þola ofbeldi, ég veit ekki.
krossgata, 4.10.2007 kl. 16:34
Ég held að við eigum einmitt ekki að samþykkja svona lestur og sjálfsskilning út frá þessari sögu vegna þess að hún endar ekki í þjáningunni heldur heldur áfram til frelsis. Þannig við eigum alls ekki að segja að svona sjónarhorn er allt í lagi...vegna þess að þá einmitt samþykkjum við ofbeldið. Þannig að þitt sjónarhorn er alveg hárrétt !
Sunna Dóra Möller, 4.10.2007 kl. 18:28
Þetta er hrikalegt en því miður satt. Margir sem kúga konur í krafti trúarrita. Ég held líka að margt fólk sem telur sig "frelsað" sé í raun undirokað af trúarofstæki og guðsótta.
Flottur pistill. Knús.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.10.2007 kl. 19:56
Algjörlega Margrét. Það getur líka falist kúgun í að frelsast inn í samfélag þar sem ekki er rými fyrir ólíkar skoðanir og ólíkar manneskjur!
Takk fyrir innlitið
Sunna Dóra Möller, 5.10.2007 kl. 20:09
Ég hef aldrei skilið guðsótta sem hræðslu við guð. Heldur sem ótta guðs fyrir mönnunum eins og við óttumst börnin okkar. Að bera velferð fyrir brjósti.
krossgata, 5.10.2007 kl. 22:36
óttumst um börnin okkar... átti þetta að vera.
krossgata, 5.10.2007 kl. 22:37
Ég er alveg sammála þessu Krossgata, en ég held að þegar það er hamrað á guðsótta á neikvæðan hátt og ákveðnar sögur notaðar til að ala á ótta og kúgun, þá fer manneskjan að óttast frekar en að elska Guð. Þannig að guðsmyndin og skilningurinn brenglast!
Sunna Dóra Möller, 6.10.2007 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.