Stutt lýsing konu frá Kóreu...

Ég fann þetta í sömu bók og ég notaðist við í síðustu færslu....þetta vakti mig til umhugsunar....

"Chung Hyun Kyung notes that the biblical story of Jesus´suffering and death is held up as the model to imitate for Asian wo/men, whose lives are filled with suffering and obedience. She relates a story about a Korean Sunday school teacher whose life was threatened in a bout of domestic violence. The woman testified that she had experienced G*d´s love through her husband´s judgment. When she accepted that she had to obey her husband as G*d´s representative, her old self died and her new self was born. She concluded her testimony, to applause from the congregation: There have been no arguments and only peace in my family after I nailed my self on the cross and followed God´s will."

Höfundur bókarinnar segir í framhaldi: Such a reading of the central Christian biblical story, wich identifies with obedience and suffering of Jesus, not only reinforces the bible´s culutral masculinizing tendencies but also inculcates kyriarchal (Drottnandi vald) submission and self-alienation in the interest of mental and psychological colonization.

Mér fannst þetta bara svo merkilegt í ljósi færslunnar á undan þar sem að ég lýsti frásögn konu sem að vill að ljótu sögurnar séu frekar í Biblíunni heldur en ekki. Sagan af Lot hjálpaði henni að muna eftir sínu eigin skelfilega ofbeldi. Hér er aftur á móti megin frásögn guðspjallanna, sagan af krossinum notuð til að kúga konur til að samþykkja eigin ofbeldi og þjáningu. Þetta er jú í öðru menningarlegu samhengi en þetta á sér líka stað í vestrænum heimi, svona skilningur.

Í stað þess að horfa á þann þátt í frásögunni sem frelsar, þá er hún notuð til að kúga konur undir drottnandi vald karlmannsins.

Kannski er bara ekkert lengur sem að frelsar, þegar búið er að misnota boðskapinn á þennan hátt gagnvart konum og oftar en ekki börnum og öðrum minnihluta hópum??

þangað til næst...

tjusss....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Ég á mjög erfitt með að setja mig í þessi spor og samþykkja sjónarhornið.  Kannski vegna annars menningarheims eða að vera ekki í þeim sporum að finna leið til að þola ofbeldi, ég veit ekki.

krossgata, 4.10.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég held að við eigum einmitt ekki að samþykkja svona lestur og sjálfsskilning út frá þessari sögu vegna þess að hún endar ekki í þjáningunni heldur heldur áfram til frelsis. Þannig við eigum alls ekki að segja að svona sjónarhorn er allt í lagi...vegna þess að þá einmitt samþykkjum við ofbeldið. Þannig að þitt sjónarhorn er alveg hárrétt !

Sunna Dóra Möller, 4.10.2007 kl. 18:28

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þetta er hrikalegt en því miður satt. Margir sem kúga konur í krafti trúarrita. Ég held líka að margt fólk sem telur sig "frelsað" sé í raun undirokað af trúarofstæki og guðsótta.

Flottur pistill. Knús.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.10.2007 kl. 19:56

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Algjörlega Margrét. Það getur líka falist kúgun í að frelsast inn í samfélag þar sem ekki er rými fyrir ólíkar skoðanir og ólíkar manneskjur!

Takk fyrir innlitið

Sunna Dóra Möller, 5.10.2007 kl. 20:09

5 Smámynd: krossgata

Ég hef aldrei skilið guðsótta sem hræðslu við guð.  Heldur sem ótta guðs fyrir mönnunum eins og við óttumst börnin okkar.  Að bera velferð fyrir brjósti.

krossgata, 5.10.2007 kl. 22:36

6 Smámynd: krossgata

óttumst um börnin okkar... átti þetta að vera.

krossgata, 5.10.2007 kl. 22:37

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er alveg sammála þessu Krossgata, en ég held að þegar það er hamrað á guðsótta á neikvæðan hátt og ákveðnar sögur notaðar til að ala á ótta og kúgun, þá fer manneskjan að óttast frekar en að elska Guð. Þannig að guðsmyndin og skilningurinn brenglast!

Sunna Dóra Möller, 6.10.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 66423

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband