6.10.2007 | 12:53
Mæ happí pleis...
Nú er ég stödd á hamingjustaðunum mínum. Jams og það sem meira er að ég er nettengd þar, þannig að netáhugamanneskjan ég (vil ekki segja netfíkill það er svo neitkvætt orð eitthvað , maður notar ekki neikvæð orð á hamingjustaðnum sínum!!!) þarf ekki að hafa áhyggjur af því að missa af öllu fjörinu og eiga það á hættu að vera hent út af bloggvinalistum vegna kommentaleysis og allt ....já maður getur svo sannarlega óttast ýmislegt, sérstaklega þegar maður sér menn henda út góðu fólki bara vegna þess að eingöngu smá skoðanaágreiningur ríkir og svo virðast menn ekki einu sinni fatta að þeir eru búnir að segja skilið við bloggvininn for gúd og halda bara áfram að kommenta inni á síðu bloggvinsins sem að búið var að segja skilið við. Svona fólk er náttlega bara ótrúlegt . Þannig að það er skiljanlegt að maður beri jú kvíða í brjóst yfir öllu þessu og sé skelfingu lostinn yfir svona eineltismálum hér á blogginu. Það má jú hafa áhyggjur ... ég sem hélt að allir í bloggskógi ættu að vera vinir.... en svo eru jú alltaf einhverjir sem þurfa að skemmileggja bloggfriðinn...!
Annars ætlaði ég ekkert að fara út í svona leiðindamál enda laugardagur, maðurinn minn farinn að skíra barn og ég með grísina mína þrjá hér kyrrðinni, fjarri ljósum stórborgarinnar. Ég er með nokkrar námsbækur svona til að friða sálina en með í töskunni kom líka 1. og 2. sería af Office, bresku útgáfunni og ég er að velta fyrir mér hvort mun hafa vinninginn þegar álíður ...... sjónvarpið eða Reader-Reasponse Criticism......reynið nú að giska.
Eníhú..læt þetta nægja úr sveitinni í bili...
Verum nú góð við bloggvini okkar þó að þeir eða þær eru á ólíkri skoðun og við erum sjálf ... annars neyðist ég til að hringja í blogglögguna og hugsanlega bloggsérsveitna með ....og þá fyrst fara málin að flækjast!
Kveðjur úr uppsveitum Borgarfjarðar!
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vísa í svarkomment á minni síðu, varðandi fjarveru mína á ÞESSARI síðu, en þegar kona skiptir um mynd án þess að láta vita, þá fatta sumir ekki neitt og halda að hún sé ókunnug kerla úti í bær. Ég var í þann mund að henda þér út af bloggvinalistanum þegar mér datt í hug að ÞRÁTT fyrir að þú sért úr Árbænum og ég úr Vesturbænum og að þú sért ljóshærð (ég á enga ljóshærða vini, þannig er það bara. Prinsipp, vinadeyðing og viðbjóður)þá hef ég heyrt að þú borðið kartöflur og þess vegna hangir þú inni áfram. Sko af því ég borða líka kartöflur. Ekki vera ósammála mér, þá fýkur þú út.
Hehe, smjúts á þig í sveitinni mín kæra
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 12:39
hahaha...ég sé að myndaskiptin hafa valdið ruglingi og lofa að gera aldrei neitt svona aftur án þess að láta vita.
Ég er ótrúlega glöð með að fá að vera ennþá inni á listanum og fegin að ég borða kartöflur líka......annars væri ég nú aldeilis í vondum málum
Sunna Dóra Möller, 7.10.2007 kl. 12:46
Ég var svona að reyna að gera mér í hugarlund að ég væri að fara út að skíra barn og prestsfrúin konan mín væri heima með börnin... wow far out ;-)
En allt í góðu og ég hugsa að þú hafir farið í sjónvarpsgláp
tata
DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 17:06
Er þetta ekki voða falleg mynd......en svo ég réttlæti stöðu mína þá fer ég fullt út sko...og vinn og allt....sko !
Þú giskaðir rétt *fliss* ...
Sunna Dóra Möller, 7.10.2007 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.