Sveitin og fleira!

Við vorum að lenda rétt í þessu eftir helgardvöl í sveitinni. Það er alveg merkilegt hvað það gerir fyrir mann að fara út úr bænum. Ég er annars svo mikil borgarkona að ég bara á stundum erfitt með kyrrðina og myrkrið. Alltaf þegar ég kem fyrst í sveitina er ég alltaf á vaktinni eftir því hvort að það sé ekki annað fólk í kringum okkur í sínum bústöðum. Og ég einhvern veginn róast við að sjá ljós og bíla í kringum mig. Þá veit ég af fólki og ég sé alltaf fyrir hvert ég myndi hlaupa í það og það sinnið ef að brjálaður axarmorðingi lætur sjá sig! Spurning um að vera fórnarlamb bandarískrar hollívúdd menningar....Whistling!

En hér eru myndir:

haustbústaður 013

haustbústaður 017

haustbústaður 018haustbústaður 028haustbústaður 027

haustbústaður 032haustbústaður 031haustbústaður 030

haustbústaður 023Fermingarbarnið mitt og unglingurinn upp á þaki að hlusta á FM tónlist....Whistling!

Þetta eru svona smá glefsur frá helginni sem fór í leti og nammi át!

Ég vil einnig vekja athygli á að ég hef skipt um mynd af mér efst á síðunni. Var með mynd af mér með eldkyndil. Mér fannst sú mynd eitthvað svo dökk og þetta ljósberaþema eitthvað vandræðalega messíasarkomplexalegt. Núna er ég í síðkjól með gaffal á lofti. Ég ákvað að taka svona Morticiu Adams stef á þetta núna og sjá hvort það virkar betur. Þau sem héldu að ókunnug kona væri að kommenta hjá sér ..... Þorrí að ég lét ekki vita af þessum breytingum og takk fyrir að henda mér ekki út af vinalistum vegna þessarar breytingar Heart! Fólk hefur nú hent vinum út fyrir minna en þetta sko....jafnvel bara fyrir að vera ekki á sömu skoðun......Halo!

En nú bíður grænmetissallat og agalega gróft brauð til að vega upp á móti sælgætisáti helgarinnar!

þangað til næst.....tjusssss....

p.s. þetta er ég núna: brúðkaup 098


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

vá við höfum eitthvað svo líkan þankagang, ég pæli líka alltaf í axarmorðingjum!

ég yfirgaf hjara veraldar reyndar aðeins í dag til að fara uppá hérað, og komst að því að ég veit meira um ættfræði fólksins í íslendingasögunum heldur en fólkið í kringum mig

p.s miklu betri mynd!

halkatla, 7.10.2007 kl. 19:35

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Flott mynd af þér og gaffallinn sést eiginlega ekki. En þú gætir veifað honum ef axarmorðinginn gerir vart við sig. ég hætti að hugsa um þann gaur fyrir löngu síðan. Gerði allt of mikið af því hér í denn.

Ég öfunda ykkur af staðnum ykkar í sveitinni. Það er svo skrýtið hvað maður hvílist vel utanbæjar.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Anna: Mér finnst það ógó flott að kunna ættfræði fólksins í Íslendingasögunum. Það var strákur sem að sagði við mig í skólanum um daginn að ég væri nörd af því að ég er að lesa smá í koptísku.....en það væri flott að vera nörd þegar maður er orðinn fullorðinn.....þannig að ég varð bara sátt við að vera flott fullorðið nörd hahahahah.....þannig að það er kúl og flott að kunna hluti sem enginn annar kann

Ég er glöð að heyra af fleirum sem að hugsa um axarmorðingja.....sé stundum afar undarlega atburðarás þegar ég er svona utan bæjar...í myrkri og svona...!

Jóna: Takk fyrir þessa góðu tillögu....gaffallinn getur sannarlega komið sér vel! Ég vona að ég komist líka yfir þetta axarmorðingja dæmi allt saman eins og þú, ég er nú víst orðin fullorðin !

Það er ótrúlega gott að komast svona út úr bænum. Foreldrar mínir eiga húsið og við fáum sem betur fer stundum að kíkja. Komum endurnærð til baka!

Takk báðar tvær.... 

Sunna Dóra Möller, 7.10.2007 kl. 20:35

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, þú ert bara asskoti vígaleg með gaffalinn, mín kæra, svona "don´t mess with me unless I want to be messed" fílingur á þér. 

Þú ert forréttindakona Sunna Dóra, að geta farið í þennan fallega bústað og ég vorkenni þér ekki neitt þó einhver axarmorðingi sé á sveimi.  Hann kæmi hvort sem er bara einu sinni.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 21:20

5 Smámynd: Kolgrima

Flottar myndir. Hvar er þetta landslag?

Blessuð vertu, það er löngu búið að dæma axarmorðingjann (hann er aðeins einn) til dauðs, hluta hann í sundur og grafa hist og her til þess að hann megi aldrei ganga aftur. Þér er óhætt

Kolgrima, 8.10.2007 kl. 00:52

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er ótrúlega gott að geta farið í svona fallegt umhverfi.......en það er rétt, morðinginn kæmi víst bara einu sinni !

Kolgríma: Þetta er Skorradalur í Borgarfirði ! Svo eru það samt allir rugludallarnir sem fara í koppíkatt leik...........Þá er nú ekki gott að vera einn í myrkri.....

Sunna Dóra Möller, 8.10.2007 kl. 08:20

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Myndin er voðalega fín af þér...og alls ekki þannig að þú myndir hræða neinn sem mætti þér í myrkri í afdölum..haha. Hafðu bara gaffalinn hangandi í beltinu ef það gerir þig öruggari. Svo getur þú bara líka beðið til Guðs um vernd..ertu ekki að læra vera trúuð?? Um að gera að æfa sig Sunna mín..

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 09:47

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ætli það sé ekki best að reyna að lifa bara í ljósinu, en ekki í einhverjum axarmorðingja hugsunum.........ætla samt að hafa gaffalinn við höndina djöst inn keis....

Sunna Dóra Möller, 8.10.2007 kl. 11:36

9 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þú ert bara falleg eins og engill á myndinni og ekkert lík axarmorðingja

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.10.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband