9.10.2007 | 15:28
Samtal við 7 ára dóttur mína!!
Þessar samræður áttu sér stað áðan á leið í búð:
Sú 7 ára: Mamma þegar ég verð stór ætla ég í ræktina!!
Mamman: Jæja elskan!
Sú 7 ára: Mamma, hvort viltu að ég búi í sveit eða fari í ræktina??
Mamman: Þú getur nú bæði búið í sveit og farið í ræktina.....
Sú 7 ára: jaaaaá....en sniðugt!
Greinilegt borgarbarn að tala...móðirin ekki alveg með þetta hver er alltaf að tala um ræktina, því hún sjálf hefur ekki sést í 100 metra nálægð við slíka staði síðan seint á síðustu öld....
En samtalið hélt áfram stuttu síðar:
Sú 7 ára: Mamma, viltu að ég verði konungborin..??
Mamman: það er nú frekar erfitt vina mín, því hvorki ég né pabbi þinn erum konungur eða drottning!!
Sú 7 ára: Okei...þá get ég orðið forsetafrú!
Mamman: Já, en þú getur líka orðið forseti!
Sú 7 ára: Nei, það er bara fyrir stráka!
Mamman (skelfingu lostin): Nei..nei....þú getur vel orðið forseti, það geta konur. Það var kona forseti fyrir nokkrum árum sem heitir Vigdís Finnbogadóttir. Ótrúlega flott kona og fyrsti kvenforsetinn (voða ánægð með mig núna....)
Sú 7 ára: Nei ... núna er strákur forseti og forsetafrú (ætlar ekki að gefast upp).
Mamman: Já en hann bauð sig fram sko...það geta allir boðið sig fram til forseta. Bæði karlar og konur!
Sú 7 ára: Jaaaaaá.....sniðugt og þá get ég það líka!!
Mamman: Alveg rétt !!
Svona geta samræður verið merkilegar í bílnum á leiðinni heim ....ég er staðráðin í að ala upp góðan og gegnan femínista og mun ekki gefast upp fyrir svona hugmyndum sem að barnið er með að konur geti ekki orðið hitt og þetta og sá sem er að segja henni þetta má passa sig.....!
Eníhú...áfram veginn!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar mín var 5 ára var ég í skóla og vinnu með. Eitthvað fannst henni fjarstæðukennd tími þar til mamman myndi ljúka skólanum og margt hægt að gera á þeim tíma og sagði: Mamma þegar ég er orðin 6 ára og þú ert búin með skólann þá ætla ég að verða búðarkona og læknir.
krossgata, 9.10.2007 kl. 16:17
vá en æðislegt! þegar ég var 7 ára "barði" ég stráka (og aðra) sem voru með eitthvað múður um að stelpur gætu ekki hitt eða þetta! en þá var líka Vigdís forseti og kvennabaráttan í algleymingi - rosalega lýst mér vel á þetta hjá ykkur mæðgum, þið eruð svo mikil krútt
halkatla, 9.10.2007 kl. 16:24
Skemmtileg samtöl við þá stuttu Sunna Dóra mín. Mér finnst alltaf gaman af stubbasögum. Þau eru svo einlæg og ákveðin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2007 kl. 18:17
Takk allar ! Hún er ansi ákveðin kona hún dóttir mín, en hún hefur verið að bögglast eitthvað með forsetann því þetta er í annað sinn sem að hún tekur þessa umræðu...síðast hélt hún því fram einnig að hún gæti bara orðið forsetafrú og ekki inn í myndinni að hún gæti orðið forseti! Ég reyndi þá að útskýra þetta eins og nú....ég vona að þetta hafi ný aðeins skýrst fyrir henni í þetta sinnið ! En börn eru sannarlega frábær og það eru forréttindi að vera í félagskap þeirra
Sunna Dóra Möller, 9.10.2007 kl. 23:06
vonandi verdur hun bara forseti sem fer i raektina.
SM, 10.10.2007 kl. 21:25
hahahah.....já Sylvía.....ælti það fari ekki bara vel saman
Sunna Dóra Möller, 10.10.2007 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.