Hálfnað verk þá hafið er....

Nú er ég nýkomin heim eftir langan dag. Ég mætti klukkan 9 í morgun á lesstofuna til að vinna að fyrsta kaflanum í kandídatsritgerðinni minni. Klukkan hálf þrjú stóð ég upp, komin með 12 síður og fór og skilaði drögunum.

Nú er ég komin heim og er alveg tóm í hausnum. En ég er svo glöð að vera byrjuð og komin af stað með þetta verkefni og nú veit ég hvað ég þarf að gera næst, hvað ég þarf að laga og hverju ég þarf að bæta við Smile!

Þetta er bara tóm gleði og það að vera komin yfir þann hjalla að geta ekki byrjað að skrifa er svo mikill léttir vegna þess að ég hef átt svo erfitt með að komast á þetta stig að nú er andinn mikið léttari!

Læt þetta nægja í bili......eigiði gott föstudagskvöld Heart....ég ætla upp í sófa, í náttbuxum með DVD og nammi (nammibindindið byrjar ekki fyrr en á mánudag Cool)!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju elsku SD með að vera komin af stað.  Ég er búin að kveikja á kertum og ætla að skrúfa mér upp í vöndul fyrir framan sjónvarpið með mínum ástkæra sem er í fríi þessa helgi.  Unaðslegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2007 kl. 19:13

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert nú aldeilis dugleg stelpa.  Njóttu kvöldsins í botn. Kær helgarkveðja til þín,    

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 19:20

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Jenný ....það er svo gott að eiga svona kósý kvöld ! Njóttu kvöldsins!

Sunna Dóra Möller, 12.10.2007 kl. 19:21

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Ásdís, sömuleiðis

Sunna Dóra Möller, 12.10.2007 kl. 19:21

5 identicon

Gaman að lesa þetta og gott að þú ert komin á fullt skrið þá fer það að ganga bara ekki taka of langa pásu þegar þú þarft hvíl það getur verði starta bílnum ef hann hefur náð að kólna belíf mí æ nó. 

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:41

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gaman að lesa, Takk.

Heiða Þórðar, 13.10.2007 kl. 11:42

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott hjá þér og til lukku með námið og allt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2007 kl. 12:10

8 identicon

Til hamingju með að þetta skuli ganga svona vel.  Ég á smáráð handa þér af fenginni reynslu. Ekki láta líða marga daga á milli þess sem þú skrifar, helst að skrifa eitthvað pínulítið á hverjum degi. Það er oft ótrúlega erfitt að koma sér aftur í gang ef maður tekur sér frí frá skriftum þó ekki sé nema nokkra daga. Gangi þér vel kæra bloggvinkona

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 16:15

9 Smámynd: halkatla

ó hvað þú ert dugleg, til hamingju og gangi þér bara rosalega vel

halkatla, 13.10.2007 kl. 16:27

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk allar ! Takk fyrir góð ráð...ég held að einmitt að það sé svo hættulegt að fá þá tilfinningu að maður hafi staðið sig svo vel að maður eigi skilið frí og svo gerist ekkert í viku vegna dugnaðarins og þá er ekki hægt að komast aftur af stað. Ég er alla vega svona hahahaha....alltaf að verðlauna mig fyrir gífurlegan dugnað !

Takk aftur....það er svo gott að fá svona góð komment frá ykkur ! Ég tvíeflist alveg!!

Sunna Dóra Möller, 13.10.2007 kl. 20:35

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

snilli ertu

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband