Nammibindindi: Dagur 1!

Nú er sem sagt hafið nýtt tímabil í mínu lífi, en það er einn dagur í einu án sælgætis!

Í dag mun ég segja súkkulaði, lakkrís, hlaupi, ís og kökum stríð á hendur. Þetta allt hefur haft þau áhrif að öll fötin í fataskápnum  mínum hafa minnkað síðustu mánuði og ég á þessa dagana ekkert til að vera í og sé fram á að þurfa að fara í stórinnkaup á fatnaði, ef að ekkert verður að gert Undecided.

Núna sem sagt er fyrsta verkefni að fara í gegnum skápa og hreinsa út sælgætisbirgðirnar og henda í ruslið Crying.

Ég hef nú þegar hlaupið þrjá kólímetra í morgun og búin að fá mér einungis litla dós af melónu skyr.is Wizard.

Ég hef sett mér mánaðarmarkmið, það er að borða ekki nammi til 15. nóvember! Þetta þarf þó að gerast einn dag í einu fram að þeim tíma......Shocking!

Ég er sælgætisgrís og ég get ekki haft nammidaga vegna þess að ég framlengi alltaf nammidaginn minn um ca. þrjá daga...það er borða nammi á föstudögum, laugardögum og sunnudögum!

Þannig, nú er að duga eða henda öllu úr fataskápnum Cool!

En ég er pínu kvíðin fyrir föstudeginum......þá fyrst fer að reyna á sko....WhistlingHalo

tjussss....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

vá ertu ekki að grínast? Ég var líka að ákveða að það að byrja aðeins að hemja átið, ég ákvað það í gær þannig að núna eru bara heví föstur og læti gott að vita að ég er ekki sú eina sem kvelst! Gangi þér bara vel, það er mjög erfitt að segja skilið við nammið, ég efast um að ég geti það til fulls (og glætan að ég nenni að hlaupa, ég dáist að þér fyrir það)

halkatla, 15.10.2007 kl. 10:49

2 Smámynd: Ólafur fannberg

má bjóða þér uppá lakkrís

Ólafur fannberg, 15.10.2007 kl. 10:49

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Anna: Gott að vita af fleirum .....ég er sko ofæta á sæglæti þegar ég byrja....borða þangað til að mér verður flökurt ....ég veit að þetta verður kvöl...ég ætla að láta að það reyna.....gangi þér ótrúlega vel líka !

Ólafur:

Sunna Dóra Möller, 15.10.2007 kl. 10:51

4 Smámynd: Ólafur fannberg

hihihihihi meiri lakkris meira súkkulaði namminamm

Ólafur fannberg, 15.10.2007 kl. 10:55

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Muhahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 11:00

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

..............nei annars ég er ekki vælukjói! Ég bara þykist ekki sjá þetta

Sunna Dóra Möller, 15.10.2007 kl. 11:05

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel í nammibindindinu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2007 kl. 11:10

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

He,he,he ... ég er búin að byrja tvöþúsundsinnum á ,,nýjum degi" í lífi mínum, en enda yfirleitt eins og Garfieild og segi ,,Diet starts tomorrow" .. Nei, nei, þetta hefur lukkast stundum. Samdi í fyrra kúr sem ég kallaði í gríni  ,,Síberíukúrinn" og hann virkar. Mér hefur ekki tekist að fara á hann aftur og það er auðvitað allt kallinum að kenna sem úðar í sig góðgæti án þess að bæta á sig grammi ! .. og ég fell fyrir freistingunum. ... Kannski tek ég þig bara til fyrirmyndar Sunna Dóra mín ????.. eigum við að koma í kapp um að komast í kjólinn fyrir jólin ? hehe 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.10.2007 kl. 11:15

9 Smámynd: krossgata

Ég er ekkert voðalega mikill nammigrís, en hefur samt tekist að bólstra minn kropp þannig að ég gæti örugglega skemmt mér með ísbjörnum í norður-íshafi.  Kannski það sé smjörið á harðfiskinn?  En það er eitthvert besta snakk sem ég veit um og get alls ekki hamið mig í. 

krossgata, 15.10.2007 kl. 13:05

10 identicon

Mér heyrist þú vera að búa til útgönguleið til mistaka. Þú ert búin að ákveða að þetta sé ofraun og kvöl og að þú fallir á föstudaginn. Mæli ekki með því að þú farir í megrun um leið. Ein, lítil skyrdós hjálpar þér ekki.

Fáðu þér frekar staðgóðan morgunverð með fullt af trefjum, hádegismat með prótíni og seinmeltu rótargrænmet grænmeti í salati, gróft brauð með áleggi síðdegis og ávöxt og svo skynsamlegan kvöldmat. Það er gott trix að huga vel að eftirmiðdagsbitanum svo maður liggi ekki í skápunum fram að kvöldmat. Ekkert eftir kvöldmat nema vatn og ef þú ert glorhungruð þá hálfan banana.

Tala hér af reynslu: hættu að pæla í namminu sem slíku og hugsaðu frekar um að taka úr unninn sykur úr fæðinu því annars platarðu sjálfa þig viljandi með því að borða kökur, krem, kex og sósur í staðinn fyrir nammi og verður ekkert ágengt. Sykurát er vonlaus leið til að slá á stress og kvíða. Það tekur þig þrjár vikur að endurþjálfa bragðskynið ef þú tekur unninn sykur út. Eftir það verður allt náttúrulega dísætt.

Gangi þér vel!

Ólöf I. Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 16:29

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Líst vel á þig Ólöf ! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.10.2007 kl. 17:17

12 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gangi þér vel í nammibindindinu Það er gott að fá sér steinefni ef maður er mjög fíkn í sykur

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.10.2007 kl. 19:36

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jóhanna: Einn, tveir og byrja.....

Takk Ásthildur

Sammála krossgata...harðfiskur og smjör er nammi...

Ólöf: Takk fyrir þetta.....ég vissi ekki að ég væri að undirbúa sælgætisbindindisfall hahaha ....kannski kemur það í gegn....hef þó fullan hug á að standa mig...hef gert þetta áður með góðum árangri! Nú er komið að þessu aftur ... alla vega mánuð og þá fer fram endurmat á stöðunni! Takk fyrir góð ráð

Takk Margrét, hvað er best að borða ef mig vantar steinefni.....ég er svo slæm í næringarfræðinni ! Takk fyrir ráðið....allt hjálpar til

Sunna Dóra Möller, 15.10.2007 kl. 19:53

14 identicon

Gangi þér val. Mín föt hafa líka skroppið saman eftir sumarið og þegar ég hætti að reykja. Það er eins og fötin mín hafi öll farið í þurrkara. hehehehehe. En ég er á réttri leið. Er aftur komin með matardagbók og farin að borða á 2-3 tíma fresti. 1 dag í einu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:02

15 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þegar ég hætti að reykja þá fitnaði ég hraðar og mér gengur ver að grennast.......samt ætla ég ekki að byrja aftur hahaha....mig langar ekki það mikið til að grennast..!

Nákvæmlega Birna....þetta gengur alltaf bara einn dag í einu....það er best að hugsa þetta þannig

Sunna Dóra Möller, 15.10.2007 kl. 20:38

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú svo heppin að vera lítið fyrir nammi svo ég á ekkert til að henda eða hætta við að borða. Kallinn minn þakkar kærlega fyrir afmæliskveðjuna. Já, og gangi þér vel í nammibindindi.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.10.2007 kl. 23:05

17 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þú getur tekið inn steinefni í formi taflna Síðan eru steinefni í mörgu, eins og hýði af korni og því er gott að borða allt gróft. Heilkorn, hýðisgrjón og fl.  og ef þú notar einhvern sykur að nota þá hrásykur.

Á mínu heimili er enginn hvítur sykur, hvítt hveiti eða hvítt pasta.  Bara venja sig á þetta og þá finnst manni fæðan miklu betri þegar upp er staðið þar sem að hún kemur heil úr náttúrunni og er því miklu hollari.

Ég get þó alveg dottið í nammidýið Það er líka gott að borða epli en þau slá á sykurlöngun og þá best að borða þau með hýðinu en þá verða þau að vera lífræn. 

Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.10.2007 kl. 14:23

18 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Margrét, frábært að fá svona upplýsingar

Sunna Dóra Möller, 16.10.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband