18.10.2007 | 18:21
Hugsað upphátt!
Mér var hugsað til þess núna rétt í þessu eftir að hafa lesið bloggið hjá Jennýu Önnu (jenfo.blog.is) þar sem að hún er að tala um femínisma, að á þriðjudaginn kom drengur til mín í æskulýðsstarfi sem heyrði spjall mitt um femínisma við annan á staðnum. Hann kom til mín og spurði hvort að ég væri feministi! Ég sagði já og í ákveðnum tilfellum skilgreindi ég mig sem róttækan feminista.
Hann spurði þá hvort að það væri rétt að allir feministar hati karlmenn??
Það kom á mig og ég varð hálf hvumsa......hann sagði mér þá að allir sem að hann talaði við segðu sér að feministar hati karlmenn.
Ég reyndi að útskýra fyrir drengnum að svo væri ekki og þvert móti. Heldur ætti feminismi sér miklu dýpri rætur sem að snýst að menningarlegum, sögulegum og trúarlegum forsendum. Á sumum stöðum í heiminum væru konur sem að berjast fyrir réttindum annarra kvenna og sú barátta væri oftar en ekki upp á líf og dauða!
Mér var hálf um eftir þetta og fór að velta fyrir mér hversu neikvæða skírskotum hugtakið feminismi hefur almennt.
Fyrir mér er þetta ekki neikvætt hugtak og eitthvað sem er í mínum huga sterk afstaða, sem felur í sér að taka sér stöðu með konum og öðrum sem að vinna að jafnrétti almennt. Það er til dæmis ekki langt síðan kvennarýnin tók sér stöðu innan guðfræðinnar og nú er kynjafræðin að koma þar sterk inn líka sem sín tæki og tól. Þetta eru svo spennandi fræði og ég segi það heils hugar að kvennaguðfræðin sem slík er eitthvað það áhugaverðasta sem að ég hef komist yfir.
Það að þetta hugtak sé búið að fá svona neikvæða skírskotun, finnst mér í raun dapurlegt og í raun finnst mér að þau sem tala gegn femínisma á þeim nótum að í honum felist karlahatur, tala af vanþekkingu og fávisku.
Ég er á móti öfgum almennt, sama hvar að þær öfgar eru. Ég er á móti ofsatrú, ofsa karlrembu og ofsakvenrembu einnig ...bara almennt öllum ofsa.
Ég er ekki á móti róttækum feminisma enda geri ég mun á ofsa og róttækni.
Ég vona innilega að hægt sé að komast hjá því að ræða um feminsima á þessum nótum, að hann feli eingöngu í sér karlahatur. Drengurinn sem að ég talaði við sagði nú við mig að hann hefði ekki þessa skoðun en hann heyrði þetta alls staðar í kringum sig.
Skoðum málin betur áður en að settar eru fram svona fullyrðingar sem að eiga sér ekki forsendur.
Ég er feministi, ofurfeministi, róttækjur feministi.... en ekki ofsafeministi!
Ég elska þessi fræði, þau gefa mér heilmikið á hverjum degi. Ég hef mótað mér ákveðna afstöðu út frá þeim og þau hjálpa mér að skilja og skynja aðstæður kvenna út um allan heim.
Kona verður fyrir ofbeldi í heiminum í dag eingöngu vegna þeirrar forsendu að hún er kona.
Það er talið að þriðja hver kona í heiminum verði fyrir kynferðislegu áreitni einhver tímann á ævinni.
Kona á meiri hættu á að makinn beiti hana ofbeldi þegar hún er ófrísk, en þegar hún er það ekki.
Mjög margar konur er myrtar þegar þær fara fram á skilnað frá maka sínum sem að hefur beitt þær ofbeldi árum saman.
Ein stærsta kristna kirkjudeildin í dag, neitar að vígja konur sem presta eingöngu þeirri forsendu að þær eru konur. Það er kynið sem að skapar aðgreininguna hér.
Þetta ásamt mörgu öðru, er ástæðan fyrir því að ég er feministi!
Þar hafiði það!
tjussss......
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tjuss til baka, góður pistill. Vont ef ungum mönnum er talin trú um að feministar hati karlmenn.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 18:42
því miður þá er skilningur á femínisma næstum enginn hjá stórum hópi fólks og hugtakið hefur nýlega fengið mjög neikvæða skírskotun. Ég kenni um m.a algerum skorti á því að þessi mál séu kennd í barna- og menntaskóla. Saga kvennabaráttunnar hefur hreinlega verið falin, jafnvel þótt þetta sé eitthvað það merkilegasta sem hefur gerst síðan mannkynið varð til! En svo er líka staðreynd að það sem er augljósast við femínismann í dag eru hreinar og klárar öfgar, það er ekki gott fyrir okkur "venjulegu" femínistana - en vonandi breytist þetta til batnaðar, ekki einu sinni femínistar vilja öfgafemínisma
p.s það versta sem ég heyrði um jafnréttisbaráttuna sem barn var þegar einstaka karlmenn, þrælfullorðnir, sögðu eitthvað álíka einsog: "konur eiga eftir að taka yfir heiminn og þær hætta ekki fyrren þær fá öll völd" þetta skeði mjög sjaldan en ég man hvað mér fannst þetta hallærislegt jafnvel þó að ég væri bara 8 ára og vissi varla hvað kvennabarátta væri!
halkatla, 18.10.2007 kl. 18:53
Takk Ásdís. Það er bara skelfilegt ef að þetta er myndin sem að ungt fólk fær ! Ég vona að svo verði ekki.
Anna Karen: Það er alveg rétt hjá þér að það er bara ekki mikið talað um kvennabaráttuna í dag, margir telja að fullkomið jafnrétti sé komið á, en við sjáum það skýrt hér í þessu samfélagi á launamun kynjanna og svo dómaframkvæmd þegar kemur að kynferðistbrotum, kvennabaráttunni er ekki lokið, því fer fjarri!!
Svo er einmitt svo merkilegt þegar karlmenn halda að konur séu að berjast við þá um valdastóla....að við viljum bara skipta út! Skil það ekki, það er langt í að konur komist í þannig aðstöðu.....Ég tel að baráttan snúist meira um að jafna hlutinn en ekki koma á mæðraveldi !
Sunna Dóra Möller, 18.10.2007 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.