Ok ég viðurkenni...

.verlsa....að ég er úthverfaneysluhúsmóðir og plebbi!!

Jams, það er erfitt að horfast í augun við það, en stundum er lífið grimmt og óréttlátt.

Til dæmis þá var opnuð ný risadótabúð á fimmtudaginn við Smáratorg. Ég sór og sárt við lagði að fara ekki þangað fyrr en að um hægðist.

En nei, ég fór þangað áðan, stóð samt ekki í röð eins og fólkið sem að ég sá í hádeginu (alltaf gott að finna einhvern sem er verri en maður sjálfur). En inn stormaði fjölskyldan ásamt 1000 öðrum og fólk stóð með fjarrænt blík í augum að versla sér dót, með grátandi börn sér við hlið sem að störðu tómum augum á stóru litríku kassana!

Út fórum við með tvo Barbie kassa handa stelpunum og héldum áfram sem leið lá niður í Perlu.

Þar var búið að opna enn einn neyslumarkaðinn mér til höfuðs og ég dróst þangað eins og segull og inn stormaði fjölskyldan á ný! Þar ráfuðum við um í leit að einhverju til að kaupa en fórum tómhent út  vegna þess að raðirnar voru ógnarlangar og ég nennti ekki að standa í röð fyrir DVD mynd með Clint Eastwood í aðal hlutverki!

Við fengum okkur í stað þess að borða og héldum svo heim með viðkomu í Skalla og leigðum okkur mynd. Þar var engin röð....engin grátandi, örvætningarfull börn og frústreðaðir foreldrar með fullar körfur af dóti.

Þar kostaði líka myndin miklu minna en í Perlunni og ég þarf ekki að finna pláss fyrir hana í hillunum hjá mér.

Get skilað henni á morgun og bara lifað sátt!

Ég tók samt þátt í þessu æði.....næst fer ég með hauspoka og reyni að láta lítið fyrir mér fara Ninja....svo aðrir sjái ekki að ég er neyslubarn og plebbi!!

Þeinkjú end gúdbæ! Síjúsún!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heppin er ég að búa í sveitinni, ég er ekki með neitt búðaræði. Fyrir svona 12-15 árum hefði ég örugglega verið í þessum röðum, þetta er einn af kostunum við að eldast.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 20:12

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

...stundum bara hreinlega missir maður sig...hahahah....ég ætti kannski bara að íhuga búferlaflutninga

Sunna Dóra Möller, 20.10.2007 kl. 21:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hefði aldrei trúað að það ætti eftir að henda Vestur- og Miðbæinginn mig að enda sem úthverfa HÚSMÓÐIR, en engin veit sína ævina...

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 22:03

4 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 21.10.2007 kl. 10:24

5 identicon

Fer kannski í þessa búð fyrir jólin Ég þarf eð endurnýja dótalagerinn í ömmubæ.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 21:30

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Það eina sem ég hugsaði þegar ég sá sýnt frá þessari búð í sjónvarpinu var: "Búa svona mörg börn á Íslandi?" Ég sé þetta einfaldlega ekki ganga upp. Þetta er of mikið!

Kv. Miðbæjarhúsmóðir

Laufey Ólafsdóttir, 22.10.2007 kl. 14:17

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er alveg sammála þér Laufey, svo er verið að opna annan eins geim bráðum......ég hef einhvern veginn svo litla trú á að þetta gangi upp á svona litlu landi......samt var ótrúlega mikið af fólki þarna og ég líka

Takk öll

Sunna Dóra Möller, 22.10.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband