Hux

 Biblían

Ég hef verið hugsi og legið svolítið á meltunni eftir að hafa fylgst með viðbrögðum hér í bloggheimi við nýju Biblíu þýðingunni. Mörg þeirra eru góð og jákvæð og gleðileg til aflestrar!

Það má ýmislegt gott um hana segja, eins og t.d. notkun á orðinu systkin yfir útilokandi hugtakið bræður! Þannig að hér er tilraun til að innifela bæði kynin í boðun Biblíunnar og tala líka á þann hátt til kvenna, takk fyrir það kæru biblíuþýðendur Wizard.

Eitthvað hefur borið á því að menn fari nú hörðum orðum um þessa þýðingu og kalli hana fals.

Notast menn þar aðallega við nýja þýðingu á þeim versum þar sem þeir telja að Guð okkar almáttugur fordæmi samkynhneigð og sakna nú uppáhalds orðsins síns: Kynvillingar!

Þessi menn ætla sko ekki að notast við þessa fals þýðingu og býst ég við að menn taki nú óðar upp aftur þýðinguna frá 1912 eða jafnvel fari enn aftar og grafi upp Guðbrand heitinn enda allt best sem er frá fornu fari í bland við dass af fordómum.

Þannig burðast menn með þunga hefðina á bakinu og geta varla úr sér rétt af ótta við að okinu gæti létt og menn séð í gegnum þokuna að fólk er nú kannski bara jafnt frammi fyrir Guði og að hugsanlega eru flóknari rök að baki hinum gríska texta en séð var fyrir í upphafi.

Þannig slá menn sig til riddara og þykjast nú aldeilis vita betur en vel menntaðir Nt-fræðingar sem að hafa lagt ár að baki í rannsóknum á hinum forna texta og hafa jafnvel eins og eitt Dr. fyrir framan nafn sitt.

Nei, nú óttast menn að fordómar þeirra missi stuðning sinn frá hinni helgu bók, nú geti þeir ekki vísað lengur í orð Páls sér til stuðnings þegar berja á fólk með Biblíunni fyrir að vera ekki með "rétta kynhneigð".

Nú standa fordómarnir einir og óstuddir, alls naktir frammi fyrir þjóðinni og hvað er hægt að gera annað en að fara fram í nauðvörn!

Eigið góðan og gleðilega sunnudag í öllum regnbogans litum Halo!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ biblían er ævintýri sem ekki er hægt að stóla á.  Það er mitt álit.  Ég læt hana því fram hjá mér fara, en ég hlustaði á viðtal við einhvern trúarmanninn sem fann þessu einmitt allt til foráttu.  Ég er að spá í að skrifa um kirkjuna og hræsnina sem þar er, nenni því bara ekki alveg strax.   Best verður þegar hver og einn finnur það hjá sjálfum sér að leita sannleikans og kærleikans.  Einungis þannig leit skilar árangri.  Það er ekki hægt að skikka fólk eða plata það til að trúa.  Það er einfaldlega rangt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála þér Sunna Dóra en var að pæla í því þegar ég heyrði breytingu á texta í gærkvöldi, í sjónvarpinu, að líklegast er búið að forbreyta biblíunni í gegnum aldirnar (eins og t.d. gert er núna) og hæpið að stóla á hana yfirhöfuð (enda geri ég það ekki hehe).  Ég er dedd á því að bibba er skrifuð af körlum, fyrir karla og allt sem viðkemur aðkomu kvenna að Jesú og Nýja-Testamentinu hefur verið strikað út, hafi það þá einhvertímann fengið að standa.

Sá viðtal við Gunnar í Krossinum, í Silfrinu í dag og hann er "særður og reiður" yfir breytingunum og þar sprettur upp ljóslifandi sönnun þess sem þú nefndir, að fordómarnir missi nú stuðning sinn frá hinni helgu bók.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 17:26

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Ásthildur! Það er alveg rétt hjá þér að farsælasta trúarleitin á sér stað með manni sjáflum....sumir finna frið þannig og Guð, aðrir finna hann í samfélagi. Skikkun til trúar er ekki góð og ber sjaldan langtíma árangur!

Jenný: Það er búið að endurskoða oft og þýða aftur sama textann nokkrum sinnum. Víð þýðinguna vinna okkar fremsta fólk á sviði hinna fornu tungumála. Hér er farið í merkingarfræði og samanburðarrannsóknir og fleira og fleira. Þannig að þegar menn eins og Gunnar koma fram með særðar tilfinningar þá bara hlæ ég og spyr mig hvaða forsendur hefur Gunnar Þorsteinsson til þess að meta svona þýðingu þar sem hann hefur ekki þann grunn sem til þarf nema sýna eigin fordóma. Hann gagnrýnir meira segja að það sé notað systkin í stað bræður. Ég bara fussa á svona.

Bókin er skrifuð af mestu leyti af körlum og fyrir karla jú....einhverjar konur hafa slæðst með. Við eigum til fjöldann allan af frumkristnum ritum sem að komust ekki í kanóninn sem að gera konum mun hærra undir höfði sem segir  -okkur líka að þær voru þarna og höfðu hlutverk. Það er alveg æpandi stundum hve auglóst er að þær voru skrifaðar út! En þær eru þarna í þögninni, þar þarf bara að grafa þær upp og skrifa um þær og sýna þessum körlum að þeir hafi haft rangt fyrir sér í 2000 ár!!

Takk báðar tvær fyrir skrifin

Sunna Dóra Möller, 21.10.2007 kl. 20:01

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú svo hvorugkyns að ég hef aldrei fundið fyrir mismunun karla og kvenna á því sem ég þekki biblíuna, enda hef ég aldrei lesið hana nema bút og bút. Fannst ég bara læra helling í biflíusögunum og það hefur dugað mér ásamt minni innri trú á hið góða í manninum. Annars fór ég í fyrsta sinn í Landakotskirkju, var á leið til mömmu og langaði að kíkja inn. Ég fékk mjög góða tilfinningu þarna inni og ef ég hefði haft meiri tíma hefði ég viljað setjast og hugleiða með sjálfri mér. Ég fer mjög sjaldan í kirkju, finn ekki þar það sem ég leita að, nema ég fer stundum ein og sit þar eina og hugsa og þá líður mér best.   Takk fyrir pistilinn Sunna mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.10.2007 kl. 20:48

5 identicon

Það má ekki breyta því sem stendur í biblíunni. Það stendur í bókinni sjálfri. Ég er ekki sátt með nýju útgáfuna. Aldrei mundi fólk fara fram á að önnur trúfélög,t.d.Íslam breyttu kóraninum. Það á jafnt yfir öll trúfélög að ganga. Þó að ég sé ekki sátt við nýju útgáfuna nenni ég ekki að þrasa yfir því eða rökræða það. Ég þarf ekki að vara á sömu skoðun og aðrir eða allir á minni skoðun.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 21:35

6 Smámynd: Kolgrima

Ein spurning óforbetranlegs bókaorms - voru þá eldri þýðingarnar rangar?

Kolgrima, 22.10.2007 kl. 02:20

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er ekki verið að breyta neinu, það er verið að þýða frumtextann, það er stuðst við hann öllum stundum. Fólk er ekki að koma með sínar hugmyndir inn í textann og breyta. Heldur er stuðst við frumheimildina! Það er ekki flóknara en það. En auðvitað geta ekki allir verið sömu skoðunar og ég geri ekki kröfu til þess, þegar ég set þetta fram að allir séu sammála mér !

Þú spyrð Kolgríma: eru eldri þýðingar rangar....Ég held að það sé erfitt að segja til um það. Við höfum ákveðnar upplýsingar á hverjum tíma, rannsóknir á gríska textanum, samanburðarannsóknir við önnur rit, merkingarfræði ofl. Ég hugsa að þeir sem þýði, telji sig vera að þýða rétt hverju sinni. Síðan koma fram nýjar rannsóknir sem að kalla fram endurskoðun. Biblían 1981 til dæmis var ekki ný heildarþýðing, heldur voru aðeins guðspjöllin þýdd á ný ásamt postulasögunni að mig minnir. Restin var bara endurútgáfa frá 1912. Þannig að það hefur ekki komið út heildarþýðing síðan 1912. Það eru 100 ár. Á meðan hafa komið fram ný verkfæri samfara nýjum tíma og aukinni þekkingu, þannig að ég leyfi mér að segja að hér er komin fram ágæt ný þýðing, hvort hún er réttari verður svo tíminn að leiða í ljós.

En það sem að mér finnst athyglisverðast í þessum umræðum að aðeins er ráðist að þeim versum sem að minnst er á samkynhneigð og því sem hefur verið breytt til að innifela bæði kynin, bræður=systkin. Gagnrýnin hefur beinst að litlu öðru sem að segir að manni að hér séu að baki fordómar gagnvart samkynhneigð og svo gagnvart því að fela konur inni í textanum líka. Menn sem tala svona hafa litla þekkingu á gríska textanum, þar sem að orðið sem að notað er yfir bræður: adelphos, á sér merkingarfræðilega miklu víðari skírskotun en eingöngu að það nái yfir bróður í merkingunni blóðtengdur bróðir. Það getur náð yfir ættingja, kunningja ofl. þannig að það má ekki gaspra svona út í loftið og berja sér á brjóst. Einnig eru stór þýðingarvandamál varðandi orð Páls um samkynja mök og ef að skoðaðar eru Biblíuþýðingar til dæmis erlendar og innlendar þá koma fram margar tillögur og svo er gríski textinn erfiður hér. Ég á erfitt með að skilja að fólk geti ekki fallist á að ef að nýjar þýðingar komast að því að hér sé ekki verið að fordæma samkynhneigð eða konur eða hvaða minnihluta hóp sem er, heldur vilji áfram halda í fordómana.... þá finnst mér það opinbera sjálft sig í leiðinni.......

En eigiði góðan dag !

Sunna Dóra Möller, 22.10.2007 kl. 09:11

8 Smámynd: krossgata

Ég er beggja blands og spyr eins og Kolgríma voru eldri þýðingarnar rangar?  En svarið við því er ekki ljóst og merkingarfræði flókin.  Leiða má að því líkum að viðhorf sérfræðinga í dag liti rannsóknir þeirra.  En ef ég hefði verið Páll og skrifað bréf og í því sagt:  Þú ert óskrifandi Pési minn.  Þá hefði ég verið fúl(l) ef einhver nokkrum árum síðar segir að ég hafi sagt:  Pétur minn þú átt við skriftblindu að stríða, því það var ekki það sem ég sagði.  Ég vissi ekki að til væri skriftblinda og Pési skrifaði hræðilega og ég sagði honum það.    Þýðandinn veit hins vegar að það er til skriftblinda, en hann hefur ekki hugmynd um hvort hún hrjáði Pésa, því hann þekkti Pésa ekkert.  Hann gæti hafa þekkt verk Pésa og séð að hann skrifaði illa, en veit ekki hvort það er vegna skriftblindu, lesblindu eða leti.

Í sumum tilfellum skiptir þetta líklega litlu máli.  En á að vera breyta sögunni?  Ef frumtexti hljóðaði uppá A á þá að segja að hann sé Á?  Satt best að segja er ég ekki dómbær, hef ekki lesið nýju þýðinguna, er bara að pæla varðandi miðlun okkar á sögulegum minjum almennt.  Hvað varðar að það megi ekki breyta neinu í Biblíunni því það standi í henni.  Þá minnir mig að það standi í lok Opinberunarbókarinnar og satt best að segja held ég að Jóhannes hafi ekki vitað hvaða rit færu í Biblíuna eða að það yrði til Biblía.  Ég tel því að hann hafi átt við Opinberunarbókina.

krossgata, 22.10.2007 kl. 13:27

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég fagna þessum breytingum og finnst mjög áhugavert að verið er að vinna þetta á fræðilegum grundvelli. Þegar ég sá fréttina í fyrstu hélt ég að hér væri um einhverja pólitíska rétthugsun að ræða (sem ég reyndar styð upp að vissu marki en ekki til að breyta heimildum) en sé nú að þetta er bara gott mál. Við vitum flest að Biblían hefur verið notuð sem stjórntæki og endurrituð ítrekað í þeim tilgangi og tími til komin að þetta sé gert upp á nýtt. Frábært ef það breytir sýn kirkjunnar í leiðinni.

Laufey Ólafsdóttir, 22.10.2007 kl. 14:10

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Biblían sjálf eins og við höfum hana á endanlegu formi varð ekki til fyrr en seint á 4. öld. Þangað til var verið að skrifa inn í handritin, skrifa þau aftur upp, það var fellt úr þeim og skrifað yfir. Þannig að mörg handrit eru til, með blæbrigðum...hvað er þá rétt.....??

Þetta er ekki eins og að við tækjum bók eftir Sjekspír og þýddum hana upp á nýtt. Hér liggja svo flóknir hlutir að baki að það verður að leyfa þeim sem að, að þessu verki hafa unnið síðastliðin 20 ár að njóta vafans. Ég hef séð ásakanir um að hér komi túlkun þýðanda í gegn, kom þá ekki túlkun þýðanda líka í gegn síðast og þar síðast og þar síðast,,,,miðað við gefnar menningarlegar hugmyndir þess tíma. Bíblían og handritin hafa verið þýdd ótal sinnum og ótal mörg tungumál....ekkert er endilega alveg eins.

En ég geri mér vel grein fyrir að verið er að fara með rit sem er flóknara í meðförum vegna þess að um trúarrit er að ræða. En ef að við finnum merkingarfræðilega þýðingu sem að er trú frumtextanum en ber ekki á fólki, þá eigum við að notast við hana vegna þess að kirkjan rúmar alla jafnt vegna þess að við erum öll sköpuð í hans mynd!! Það er ekki eðli kirkjunnar að berja á fólki með sínu helgasta riti!

Takk Laufey, það er rétt að það er frábært ef að sýnin breytist þannig að við innifelum allar manneskjur jafnt. Þess vegna er þessi nýja þýðing líka jafnréttismál fyrir okkur konur, vegna þess að núna erum við ávarpaðar líka!

Takk báðar tvær, Laufey og Krossgata fyrir skrifin og ykkar innlegg! Það er gott að fá ólík innlegg í þessa umræðu

Sunna Dóra Möller, 22.10.2007 kl. 17:54

11 Smámynd: halkatla

ég held að mjög margir séu ekki alveg að skilja útá hvað þýðingar ganga

auðvitað breytist bók ekkert merkingarlega þó að hún sé þýdd, en hver þýðandi hefur kannski sérstakt orðalag osfrv... þannig að Biblían á ekkert að þurfa að gengisfellast þó að merkingu textans sé komið á framfæri með ólíkum hætti frá öld til aldar... amk væri það hræðilegt ef merkingin færi burt því boðskapur Biblíutextans er sá eini sanni og besti osfrv allra tíma og ef fólk vill ekki meðtaka það þá er það bara sorglegt! Hvað er t.d að því að fylgja boðskapnum í Orðskviðunum? Dæmi:

27 Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er á þínu valdi að gjöra það. 28 Seg þú ekki við náunga þinn: "Far og kom aftur! á morgun skal ég gefa þér" - ef þú þó átt það til. 29 Brugga eigi illt gegn náunga þínum, þegar hann býr öruggur hjá þér. 30 Deil ekki við neinn að ástæðulausu, ef hann hefir ekki gjört þér neitt mein. 31 Öfunda ekki ofbeldismanninn og haf engar mætur á neinum gjörðum hans. (orðskviðir 3)

 ég skil ekki þessa tregðu við að viðurkenna að þetta sé góður texti og betri en allir aðrir textar sem hafa verið skrifaðir, en hérna það var nú ekki það sem ég vildi kommenta um

ég vildi bara nefna að ég hló þegar Gunnar í Krossinum var næstum því farinn að gráta í fréttunum (og víðar) og talaði um hvað hann væri nú tilfinningalega særður yfir nýju þýðingunni, ég veit það er ljótt að hlæja svona en ég meina vá! Það eru til margar íslenskar biblíuþýðingar, hver annarri betri, nú er bara komin ný í þessa flóru og það á ekkert að særa fólk tilfinningalega - sorrí, mér fannst þetta bara svo krúttlega fyndið, og eitthvað svo mikil sóun á tilfinningum. Hann getur bara haldið sig við sína uppáhaldsþýðingu, hvort sem hún er frá 1981, 1912 eða whenever! Þessi annars ágæti maður.

en annars sendi ég þér bara knús og sakn (ég virðist bara dottin úr öllu bloggstuði, hef einhvernvegin ekkert að segja)

halkatla, 23.10.2007 kl. 16:19

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Anna ...ji ég var að blogga um hvað ég er í litlu stuði líka, ég hef ekkert að segja heldur!!

Ég er alveg sammála þér að þetta er bara ein ný þýðing í alla flóruna og svo geta menn bara valið....!

Annars fer meira í taugarnar á mér allar villurnar sem að eru i umfjölluninni um hvert rit fyrir sig, það er sko efni í heila bloggfærslu sem og bréf til HIB...við tækifæri. Ég varð alveg snar þegar að ég las þessa formála !

Hlakka til að sjá þig aftur í bloggstuði sem fyrst...þangað til eigðu gott frí

Sunna Dóra Möller, 23.10.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband