23.10.2007 | 16:23
Bloggandleysisleti!
Ég hef alveg afskaplega lítið að segja þessa dagana, viðurkenni að ég hef mest megnis verið að lesa önnur blogg og fylgjast með umræðunni.
Einhvern veginn hef ég lítið við að bæta þessa dagana og læt þetta tímabil bara líða og svo eflaust dettur mér eitthvað í hug fljótlega.
Mig dreymdi nú í nótt að ég væri að skrifa blogg um söfnuðinn í Korintu vegna greinar sem að ég er að skoða, sem er saga fólksins. Þetta er sem sagt ekki saga að ofan, heldur er þetta svona peoples history, þar sem reynt er að rýna inn í fólkið sjálft og viðbrögð þeirra en vitað er að miklar deilur voru innan þessa safnaðar. Sagan vill oft gera þetta svo slétt og fellt. Kannski er það ekkert skrýtið að enn er deilt, fyrst að kenningarnar mættu hugsanlegri andstöðu strax í upphafi??
En ég er eitthvað að pirrast, búin að lesa of mikið af gremjulegum trúarbloggum og þá verð ég andlaus og þreytt og nenni ekki að taka þátt í þessari vitleysu. Þannig að ég vendi mínu kvæði í kross og safna kröftum og kem aftur með krassandi, andhefðarlegan pistil um Korintu og hamaganginn þar í kringum 50 e.kr.
Bíðið bara spennt þangað til, sem ég efast ekki um að þið gerið.....þar sem að allir vildu um Korintu lesið hafa !
Verið hress, ekkert stress og bless !
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:26 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, hvíldu þig þá bara dúllan mín, ég kíki á þig daglega og bíð róleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 18:35
Sumir verða svo reiðir ef allir eru ekki sammála þeim. Það er bara gaman að sjá mörg sjónarmið, þá lærir maður og fræðist. Hvíldu þig. Kíki á þig og bíð eftir þér.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 21:00
Góða afslöppun ljúfan mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2007 kl. 23:02
Takk allar! Ég verð einhvern aldrei reið ef einhver er ekki sammála mér, mér finnst það bara gott mál og get ekki gert þær kröfur að allir séu á minni skoðun, það væri nú meiri frekjan í mér ef ég væri þannig !
En ég á það til að blanda mér í umræður þar sem að ég veit að ég hef ekki sigur og þá verð ég svolítið þreytt og tek það inn á mig og svona og þarf að hætta að fylgjast með ákveðnum umræðum. En sumt sest á sálina og það er bara þannig. Ég á svo erfitt að horfa upp á fólk meiða annað fólk með Guði......það er bara mitt að eiga við, ég mér finnst það erfitt og þá þarf ég bara að horfa annað í smá stund, hlaða mín batterí og koma aftur með krafti og blogga um eitthvað skemmtilegt !
En takk aftur og síjúsún
Sunna Dóra Möller, 23.10.2007 kl. 23:21
Hæ elsku dúllan mín, missti af þessari færlsu hjá þér í gærkvöldi. Hefði sent þér mikla baráttu- og kærleiksorku þá en geri það bara núna í staðinn. Ég er svo sammála þér með að það er hægt að meiða fólk með Guði og manni líður ekki vel í þeirri umræðu.
Þú ert frábærust elsku Sunna Dóraog knús inn í daginn þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 08:34
Takk Jenný, mikið er gott að fá svona smá pepp inn í daginn!
Knús og klemm
Sunna Dóra Möller, 24.10.2007 kl. 10:07
Bíð spennt eftir "Hvar ert þú, við erum í Korintu" og "Þvagleggjarar í Korintu" og "REIðir í Korintu". Gangi þér vel með verkefnið.
krossgata, 24.10.2007 kl. 11:17
...þið eruð svo miklið snillingar mínar kæru bloggvinkonur, ég held að "REIðir í Korintu verði metsöluverk og fólk mun bítast um að gefa það út fyrir jólin.....
Sunna Dóra Möller, 24.10.2007 kl. 11:31
Og hvernig gengur svo nammibindindið ? .. hehe.. ... Æi, ég er líka orðin orkulaus á þessari trúmálaumræðu, mikið obbosslega er ekki hægt að rökræða um trú, trúarbrögð o.s.frv.. - það er eins og að rökræða um ástina eiginlega - engin skynsemi í ástinni...er það ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.10.2007 kl. 13:28
Nammibindindið er í gangi og ekkert svindl þar...alveg satt ! Það er alveg rétt að það er ofsalega erfitt að taka þátt í trúmálaumræðu vegna þess að trú er svo sterk og skiptir marga svo miklu máli, þess vegna verður umræðan oft svo persónuleg!!
Sunna Dóra Möller, 24.10.2007 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.