Svona er staðan...

 gleði

Ég er búin að vera heima í dag, fékk í magann Sick og fór að vorkenna mér. Horfði fram á allt sem að ég á eftir að gera og varð ennþá pirraðri og svo ætlaði ég að fara út í búð  en þá var ruslabíllinn búin að leggja fyrir bílinn minn og ég komst ekki neitt Crying. Pirringurinn bar mig nánast ofurliði....W00t!

Þá allt í einu sá ég smá týru og mér datt í hug að byrja á einhverju af því sem að ég á eftir að gera og viti menn ég sökkti mér niður í ritgerðina mína, og nú er ég komin á kaf í feðraveldi, stofnanagerða illsku og kristinn feminisma! Nú hef ég skrifað tvær síður í viðbót við hitt og er bara komin aftur á skrið.

já, ég hef fullt að gera, það er margt sem að truflar mig, margt sem að ég skil ekki, á fjölskyldu sem að sest ekki á hakann á meðan ég vinn og sinni öðrum málum. Þetta er oft drulluerfitt að samræma allt saman og ég verð stundum alveg úrvinda og uppgefin og langar mest upp í rúm og vera þar fram á vor.

En þegar maður nær að snúa vörn í sókn, snúa sér að málum sem að vekja hjá manni ástríðu og áhuga. Knúsa börnin InLove sín og eiga gott samfélag við sinn ástkæra eiginmann InLove. Þá er lífið ágætt InLove. Þetta  er alltaf spurning um rétta forgangsröðun og það sem að skiptir mestu máli í lífinu!!

Ég breyti ekki fólki með því að blogga og skrifa athugasemdir við skrif sem að mér líkar ekki. Svo mikill er nú ekki minn máttur, en maður getur reynt að hafa áhrif, ef að það virkar ekki ....þá bara só bí it Whistling!

Ég veit hvar ég stend, hverju ég trúi og hvað ég vil að verði. Það ætti að nægja mér í bili.

Þannig að ég er nokkuð bara róleg og yfirveguð og geri tilraun til að leggja gremjuna mína á hilluna í bili Halo.

Bakk tú bissness .... nú horfa á mig þrjú hungruð börn og vilja mat! Þá er bara að hverfa í forgangsröðina og leggja til atlögu við eldhúsið!

Bless í bili.....

Kveðjur frá húsmóður, nema, og útivinnandi konu á fullri ferð!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þú bara vera í góðum málum skottið mitt. Með hlutina á hreinu og forgangsraðar vel. Hafðu það sem best.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 18:02

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert flott kona mín kæra og með hjartað á réttum stað.  Takk fyrir mig, og allt það

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 18:28

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk jú gæs! Knús á línuna

Sunna Dóra Möller, 24.10.2007 kl. 19:55

4 Smámynd: halkatla

hvað getur maður sagt? ég er bara sammála þeim sem hafa tjáð sig á undan mér, þú virðist hafa jafn mikið gaman af megapælingum og ég - sem er vitaskuld langskemmtilegast

annars var ég að tjá mig hjá Guðrúnu Sæm, það eru til flottir kristnir femínistar og þú ert einn slíkur!

halkatla, 24.10.2007 kl. 22:26

5 identicon

Þú ert flott

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 23:04

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk báðar tvær ....lífið er bara ansi gott á þessum morgni, þó að ég segi sjálf frá hahaha.....það er líka ansi gott að vakna við svona pepp !

Megapælingar eru langskemmtilegastar...........þegar maður dettur niður í stórt plott og týnist, þá er skemmtilegt að vera til!

Sunna Dóra Möller, 25.10.2007 kl. 09:03

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bara á morgunrúnti að fylgjast með "mínum mönnum"

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 10:21

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

..ég byrjaði morguninn á rúnti og nú er ég dottin inn í svo stóra megapælningu að ég er nánast stend ekki upp til að fara á klósettið...hahaha....ætla aldeilis að deila henni hér þegar að ég er búin að þræla mér í gegnum hana sjálf !

Sunna Dóra Möller, 25.10.2007 kl. 10:39

9 Smámynd: krossgata

Úff ég man um árið þegar ég var í námi, vinnu og með heimili.    Þegar skólanum lauk að vori og ég var bara útivinnandi og húsmóðir, þá svaf ég næstum í hálfan mánuð, þ.e. á næturnar og þegar barnið var á leikskóla.  (Ég vann á kvöldin og um helgar).  Þetta kostar skipulag.  Gott að andinn kom yfir þig - það er gott fyrir sálina að finna að einhver árangur verði þrátt fyrir allt. 

krossgata, 25.10.2007 kl. 12:10

10 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þú ert bara dugnaðarforkur Sunna Dóra og það er líka allt í lagi að komast ekki yfir allt og vera þreytt stundum. Um að gera að hafa bara letisófastundir með fjölskyldunni á milli þótt að ryksugan sé eitthvað að banka í mann

En það er mjög gaman að fylgjast með pælingunum þínum og hvað þú ert mikill mannvinur og með ríka réttlætiskennd.

Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.10.2007 kl. 13:23

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Krossgata og Margrét ! Mér þykir svo vænt um þessi orð ykkar og þau hvetja mig áfram svo sannarlega! Takk fyrir mig

Sunna Dóra Möller, 25.10.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband