Drottinveldi í stað karlveldis!

Eftir orrahríð gærdagsins hef ég ákveðið að venda mínu kvæði í kross og gefa ykkur innsýn í greiningarkerfi sem að ég hef verið að skoða til að greina biblíutexta í ritgerðinni minni þá með tilliti til minnihlutahópa, í mínu tilviki kvenna.

Hér er um að ræða greiningarkerfi Fiorenzu sem að ég hef áður getið um hér. Hún vill ekki lengur greina textann eingöngu á grundvelli skilgreininga á karlveldi og segir að það gangi ekki upp, vegna þess að kúgunin og yfirráðin séu flóknari og margslungnari en að eingöngu sé um  að ræða, yfirráð karla yfir konum. Hér er þá til grundvallar kynjatvíhyggjan. Hún vill útvíkka karlveldishugmyndina og tala um drottinveldi (kyriarchiu).

Mér finnst þetta alveg ofsalega spennandi og flott greining og læt hér smá umfjöllun fylgja með öðrum til ánægju og yndisauka inn í helgina Cool!

Karlveldið er þriðja atriðið í þessum tvíhyggju flokkum og Fiorenza segir að það merki bókstaflega vald föður yfir börnum sínum eða öðrum meðlimum ættbálks hans eða heimilis.[1] Ef að hugmyndin um feðraveldi er skilgreind á grundvelli karlkyn/kvenkyns kynjatvíhyggju þá verður gjörnýting og fórnalambsgerving á grundvelli kynferðis og kyns, frumkúgunin.[2] Fiorenza segir að skilningurinn á kerfisbundinni kúgun í feðraveldinu sé vandamálabundin af eftirfarandi ástæðum:  
  • Konur eru skildar sem hjálparlaus fórnarlömb og algerir vald karla yfir konum. Hér er litið framhjá því að karlmenn hafa ójafnar stöður sjálfir þegar að yfirráðum kemur.[3]
  • Aftur á móti eru konur ekki alltaf algjörlega hjálparlausar og valdalausar heldur taka sjálfar þátt í því að hafa “vald yfir”. [4]
  • Tveggja póla greining á feðraveldi gerir ráð fyrir algjörum kynjayfirráðum og kynjamismun, jafnvel þó að kyn/kynferði standi aðeins fyrir eina vídd á flóknu kerfi yfirráða. Kynjagreining sem er ekki um leið einnig, kynþátta, stéttar og heimsvaldstefnu greining nægir ekki. Flókin greining á því hvernig formgerðir yfirráðanna skarast er nauðsynleg.[5]
  • Tvípóla tvíhyggju greining á feðraveldinu vanrækir einnig völd kvenna yfir öðrum konum.[6]
Að þessu sögðu skoðar Fiorensa þá flokka í greiningunni sem að hún setur undir flókna kerfisbundna greiningu. Hún segir að það sé til að skýra og gera sýnilega hina flóknu innri formgerð yfirráða ólíkra kvenna hópa sem að eiga í átökum. Hún hefur fært rök fyrir því að það verði að endurskilgreina feðraveldi sem drottinveldi (e.kyriarchy) sem er nýyrði komið úr grísku og samsett úr orðinu, kyrios (drottinn, meistari) og sögninni archein (að ríkja).[7] Fiorenza ræðir fyrst um drottinveldið og segir að það hafi í klassískri fornöld verið yfirráð herrans, þrælahaldarans, eiginmannsins, þeirra sem voru fæddir frjálsir inni í yfirstéttina og menntaðra herramanna sem að aðrir karlmenn og konur voru sett undir. Í fornöld þá var drottinveldi stofnanagert sem konungsveldi eða lýðræðislegt, stjórnmálalegt form yfirráða. Drottinveldi er best fræðilega séð útskýrt sem flókið pýramída kerfi margra félagslegra formgerða þeirra sem að ríkja og þeirra sem að eru sett undir og þetta tvinnast allt saman. Drottinvaldsleg tengsl yfirráðanna eru byggð á yfirstéttar karlkyns eignarrétti og á sama tíma á gjörnýtingu, yfirráðasvæðum, vanmætti og hlýðni kvenna.[8] Þar af leiðandi skilgreinum við drottinveldi sem félags-menningar og trúarlegt kerfi yfirráða er samansett af mörgum formgerðum kúgunar sem að skarast.[9]             Fiorenza segir að nútíma stjórnmálaleg hugsun skýri nánar tvær hliðar á hinu drottnandi valdi. Ein hliðin er sú að leitast er við að tryggja æxlun tegundarinnar og hin snýst um kynferðislega ánægju. Fyrri hliðin viðheldur hinni drottinlegu reglu með því að fara með vald yfir eiginkonum, börnin, þjónum og auði. Sú síðari tengist drottinlegu valdi eða karlkyns-reður valdi sem að fer með vald yfir þeim sem að óskað er eftir. Í nútíma kapítalískum samfélögum þá virkar föðurrétturinn á stofnanalegu formgerðar sviði, en karlkyns eða reður valdið vinnur fyrst og fremst, en ekki útilokandi á málvísindalegu og hugmyndafræðilegu sviði. Stjórnmál yfirráðanna móta hugmyndafræðilegar huglægar stöður sem mynda svo grunninn sem að hugmyndir um yfirráð eru byggðar á.[10] Fiorenza setur síðan fram eftirfarandi formgerðarlegar hliða á drottinveldinu:
  • Drottinveldi er ekki eingöngu yfirráð karla yfir konum. Frekar er það flókið pýramída kerfi yfirráða sem að vinnur í gegnum ofbeldi efnahagslegrar gjörnýtingar og lifaða undirgefni. Hinn drottinvaldslegi pýramídi með stigsbundin yfirráð, getur ekki verið álitinn kyrrstæður heldur síbreytilegt net yfirráða tengsla.[11]
  • Við getum ekki litið á drottinveldi sem ósögulegt eða ósveigjanlegt heldur verðum við að líta á það sem raungert á mismunandi hátt í ólíku sögulegu samhengi. Lýðræðislegt drottinveldi eða drottinvaldslegt lýðræði tengdist á ólíkan hátt í fornöld og í nútímanum.[12]
  • Það er ekki aðeins kynjakerfið heldur einnig hið lagskipta kerfi kynþáttar, stéttar, nýlendustefnu og gagnkynhneigðarhyggju sem ákvarðar hið drottinvaldslega kerfi. Konur lifa ekki aðeins í fjölmenningarsamfélögum og innan ólíkra trúarbragða, heldur eru þær einnig aðskildar í félagslega hópa með ójafna stöðu, ójafnt vald og ójafnan aðgang að yfirráðunum. Kynþáttamismunun, gagnkynhneigðarhyggja, stéttamismunun og nýlendustefna eru ekki hliðstæð heldur margföld. Hinn mikli kraftur drottinlega valdsins kemur fram í lífi kvenna sem er lifa á botni drottinvaldslega pýramídans.[13]
  • Drottinvaldsleg samfélög og menning þurfa til að virka, þjónandi stétt, þjónandi kynþátt og þjónandi kyn og þjónandi trúarbrögð fólksins. Tilvist þjónandi stéttar er viðhaldið í gegnum lög, menntun, félagsgervingu og grimmilegt ofbeldi. Þessu er viðhaldið með þeirri trú að meðlimir hinnar þjónandi stéttar eru af eðli og með guðlegri tilskipun óæðri þeim sem að þeim er ákvarðað að þjóna.[14]
  • Bæði í vestrænum nútíma og grísk-rómverskri fornöld þá hefur drottinveldið verið í spennu við lýðræðislega siðfræði og kerfi jafnréttis og frelsis. Í róttæki lýðræðislegu kerfi, þá er vald ekki notað í gegnu “vald yfir” eða gegnum ofbeldi og undirgefni, heldur gegnum mannlega möguleika á virðingu, ábyrgð, sjálfs-ákvörðun og sjálfsvirðingu. Þessi róttæka lýðræðislega siðfræði hefur aftur og aftur hrint af stað frelsandi hreyfingum sem að krefjast jafns frelsis, virðingu og jafnra réttinda fyrir alla.[15]
Hér kemur inn hjá Fiorenzu annar þáttur sem er mikilvægur í samhengi Drottinveldisins en það er það sem hún kallar drottinmiðlægni (e. kyriocentrism). Í þessu orði felst félags-stjórnmála- og  drottinvaldslegar athafnir hafa framkallað drottinmiðlæga rökfærslu um einkenni, sem þá staðhæfingu um náttúrulegan mismun milli yfirstéttar karlmanna og kvenna, frjálsra og þræla, eignarmanna, bænda og iðnaðarmanna, þeirra sem fæddir voru í Aþenu og annarra íbúa, Grikkja og barbara, hins menntaða heims og hins ómenntaða. Svipað ferli hugmyndafræðilegrar drottinmiðlægni er skrifað inn í kristna ritningu í og í gegnum hin svo kölluðu heimilislög undirgefninnar.[16] Fiorenza segir að sem hugmyndafræði eða huglæg staða, þá líkt og karlmiðlægnin virki drottinmiðlægnin á 4 stigum.[17]
    1. Á hinu málfræðilega og málvísindalegu stigi: Tungumálið er ekki bara karlmiðlægt, heldur setur það yfirstéttar karlmenn í miðjuna, en yfirstéttar konur og aðrir karlmenn fara út á jaðarinn. Kvenkyns þrælar og fátækar konur verða ósýnilegar.[18]
    2. Á hinu táknræna og menningarlega stigi: Drottinmiðlægni formgerir og gerir eðlileg kynja, kynþátta, stétta og nýlendutengsl sem nauðsynlega ólík.[19]
    3. Á hinu hugmyndafræðilega og menningarlega stigi: Drottinmiðlægni lætur kynja, kynþáttar, stétta og nýlendu fordóma líta út sem eðlilega og hylur þá staðreynd að slíkur munur séu samfélagslega mótaðir. Það formgerir mismuninn sem tengsl yfirráða.[20]
    4. Á félagslegu og stofnanalegu stigi: Drottinmiðlægnin viðheldur annars flokks ríkisborgararétti allra annarra en hvítra yfirstéttar karlmanna. Það gerist gegnum efnahagslega og laga-stjórnmálalegra hjálpargagna og sérstaklega í gegnum félagsgervingu, menntun og innrætingu.[21]
Fiorenza vill kalla hina alþjóðlega visku hreyfingu, kirkju kvenna (e. ekklesia of women). En þetta módel hennar leitast við að brjóta niður hið nútímalega gap milli hinna svo kölluðu veraldlegu og trúarlegu kvennahreyfinga með því að einkenna kristin samfélög og  biblíutúlkun sem mikilvægar hliðar á kvennafræðilegri stjórnmála- og vitsmunalegri baráttu til að umbreyta drottinvaldslegum tengslum yfirráða.[22] Fyrir slíkt ferli glöggvunar, getum við notað innsæi komið frá hinni sérstæðu sögulegu-, stjórnmálalegu- og trúarlegu baráttu kvenna gegn kerfum kúgunar sem verkar á sviði stétta, þynþáttar, kynja, þjóernis og kynferðislegs forgangsréttar og svo framvegis.[23]Fiorenza segir í lok þessa hluta að það að verða á gagnrýninn hátt meðvitaður um gangverk kúgunar og firringarinnar breytir okkur ekki í fórnarlömb heldur gerir okkur kleift að halda áfram baráttu viskunnar um allan heim fyrir jafnrétti og velferð allra.[24]

[1] Sama, bls. 115.[2] Sama, bls. 115.[3] Sama, bls. 116.[4] Sama, bls. 116.[5] Sama, bls. 117.[6] Sama, bls. 117.[7] Sama, bls. 118.[8] Sama, bls. 118.[9] Sama, bls. 118.[10] Sama, bls. 121. [11] Sama, bls. 121.[12] Sama, bls. 122.[13] Sama, bls. 122.[14] Sama, bls. 122.[15] Sama, bls. 122.[16] Sama, bls. 123.[17] Sama, bls. 124.[18] Sama, bls. 124.[19] Sama, bls. 124.[20] Sama, bls. 124.[21] Sama, bls. 124.[22] Sama, bls. 130.[23] Sama, bls. 130.

[24] Sama, bls. 130.

Eftirfarandi hefur verið tekið úr bókinni: Wisdom Ways. Introducing Feminist Biblical Interpretation.

Eigði góða helgi Heart

péesssss: Þau sem lásu fá tvö prik og broskall í kladdann....Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er mjög oft hissa á að konur trúi á karlrembusvínið hann guð ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Já...það er margt skrýtið....svo kannski er Guð ekkert svo mikið karlrembusvín....heldur þeir sem hafa gert hann að karlrembusvíni !

Sunna Dóra Möller, 26.10.2007 kl. 12:13

3 Smámynd: Mofi

Ég skil þig ekki alveg Sunna. Trúir þú að Biblían sé komin frá Guði eða er hún aðeins samin af karlrembusvínum?

Mofi, 26.10.2007 kl. 12:19

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mofi, þetta greiningartæki fjallar ekki um hvort að Biblían sé frá Guði eða ekki. Ef að þú lest pistilinn sérðu það ekki satt! kveðja, Sunna.

Sunna Dóra Möller, 26.10.2007 kl. 12:28

5 Smámynd: krossgata

Mér verður hugsað til samskipta hundraðshöfðingjans og Jesú:

Því að sjálfur er ég maður, sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum, og ég segi við einn: ,Far þú,` og hann fer, og við annan: ,Kom þú,` og hann kemur, og við þjón minn: ,Gjör þetta,` og hann gjörir það.

Alls staðar er skipulag, alls staðar er stjórn og skipting valds, skipting ábyrgðar.  Kvennahreyfingin myndi umbreyta drottinvaldslegu skipulagi hvernig?  Með því að taka sér stöðu Jesú, hundraðshöfðingjans?  Það er eftir sem áður sama form valds.  Kannski að forgangsröðun og gildismat breytist.

Annars væri kannski áhugavert að velta fyrir sér ýmsu formi valds og Íslendingum.  Þar sem þeir vilja allir vald, en ekki ábyrgðina sem fylgir því.  Þeir vilja allir vald enginn gefa sig undir það og þá er ég hreint ekkert að meina drottinvald frekar en mannlegt.  Merkilegur jarðvegur ýmissa rannsókna finnst mér.  

krossgata, 26.10.2007 kl. 12:41

6 Smámynd: Mofi

Sunna, ég var ekki að spyrja um greiningartæknina heldur þína trú.

Mofi, 26.10.2007 kl. 12:50

7 Smámynd: Helga Dóra

Sjitt, Frú athyglisbrestur ég komst ekki niður alla greinina, tek hana í hollum, hehe.

Helga Dóra, 26.10.2007 kl. 14:31

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

GUÐ er ekki hægt að skilgreina sem karlrembusvín eða neitt annað. GUÐ okkar er mismunandi eftir því hvernig samband við höfum við hann gegnum hug okkar og sál. Eigðu góða helgi dúllan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 16:26

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég komst í gegnum pistilinn og fannst hann áhugaverður (þe þau skipti sem ég missti mig ekki í pælingar) og höfuðið á mér hristist í allar áttir og ég þarf að fara á læknavaktina.  Takk fyrir mig, kópíeraði kvikindið og setti í fæl, þetta les ég ekki af neinu viti svona en-tu-tre.

Smjúts og takk

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2007 kl. 20:13

10 Smámynd: halkatla

ég þarf líka að taka þetta í file einsog Jenný, en er viss um að þetta er afar áhugavert!

halkatla, 26.10.2007 kl. 20:22

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góðan dag öll. Ég skil vel að það hafi ekki allir komist í gegnum þennan pistil, enda ég búin að taka nokkrar vikur sjálf til að liggja yfir þessu ! Annars var ég að koma heim eftir að hafa heimsótt Suðurnesin og Rekjanesbæ, já það er bara gaman fara út á landsbyggðinga .... !

Takk Krossgata, góð ábending með Jesú og hundraðshöfðingjann .. ætla aðeins að skoða það betur...! Kvennahreyfingnin breytir hvernig, þessi fræðikona setur fram módel sem hún kalla Ekklesia of Women. ég ætla að fjalla um það við tækifæri, þegar ég er búin að garfa betur í því. En það gengur út á róttækt lýðræði en erfitt að skýra í stuttu máli....þarf að pæla betur í því !

Ég er sammála að Guð er ekki karlrembusvín Ásdís, algjörlega.....en hann hefur verið skirlgreindur þannig í gegnum söguna og beitt gegn konum á margan hátt. Það þarf að breyta því !

Takk Jenný og Anna. Vonandi þurftiru ekki að bíða lengi í röð á læknavaktinni Jenný, stundum svo ógó mikið að gera !

Mofi: Þessi pistill fjallar ekki um mína trú, né settur fram í því augnamiði að hún sé boðin fram til umræðna! Málefnið er annað!

Helga: Ekkert mál...þetta verður hér

Takk öll

Sunna Dóra Möller, 27.10.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband