29.10.2007 | 18:10
Af gefnu tilefni..
Ég er guðfræðinemi og vonandi ef að vel gengur þá fæ ég leyfi til að kalla mig Guðfræðing með vorinu. Ég hef alveg ofsalega gaman að guðfræði og les mikið og þegar eitthvað heillar mig þá bara verð ég að skrifa um það! Ég hef gaman að stórum pælingum og get týnt mér í alls konar kenningum og hugmyndum, þetta hreinlega virkar á mig eins og segull.
Ég hef nú ekki bloggað lengi, ég byrjaði hér í apríl og var búin að blogga annars staðar í ca. ár. Ég blogga um guðfræðina af því að ég elska hana, þær fræðigreinar og bækur sem að ég blogga um eru ekki endilega alltaf yfirlýsingar um mína trú. Ég get bloggað um eitthvað sem að ég er gjörsamlega ósammála, oftast þó er ég fræðilega sammála því, annars hefði hugsanleg hugmynd ekki gripið mig .
Þó að ég bloggi, er ekki þar með sagt að ég bloggi um allt. Ég á líf fyrir utan bloggið, sumu deili ég ... öðru ekki. Sumt á heima á þessum vettvangi, sumu held ég fyrir mig. Ég er að eðlisfari frekar lokuð manneskja og kýs því að bjóða ekki allt sem að mér tengist upp til umræðna enda á margt ekki heima á vettvangi eins og moggabloggið er, vegna þess að það er svo opið. En að sama skapi dáist ég að fólki sem að bloggar um erfiða lífsreynslu og veikindi vegna þess að slíkt getur komið mörgum til hjálpar og verið okkur dýrmæt lesning og dýrmætur lærdómur. Þau sem þetta gera eru hetjur í mínum augum og ég ber mikla virðingu fyrir þessum bloggurum . Þó að ég kjósi að gera þetta ekki, að tala mikið á mjög persónulegum nótum, þýðir ekki að mér finnist það rangt. Það bara hentar ekki fyrir mig.
Ég hef fengið á mig alls konar skrif, vegna þess að trúarbragða bloggið er minn bloggvettvangur að mestu. Ég er án efa í margra augum bullandi villutrúarkona og stefni hraðbyri til helvítis . Ég hef ákveðnar skoðanir og kem þeim oft hér á framfæri, það þýðir þó ekki að ég hafi mikið bloggað um mína trú enda hef ég ekki kosið að rita hér mikið af eigin trúarjátningum.
Nú hefur mér verið afhentur míkrafónn á annarri síðu hér inni á þessum bloggvettangi og ég beðin um að svara spurningum um sem eiga væntanlega að skilgreina mína trú. Hér hef ég líka fengið í athugasemd, beiðni um að svara þessum spurningum, til að aðrir geti fylgst með af áhuga, hvað villutrúarkonan kann að segja og hver hennar játning er. Verður að öllum líkindum boðið upp á pallborðsumræður á eftir til að diskútera frekar hvort að ég sé á réttri leið eða rangri.
Menn og konur megar kalla þetta ofurviðkvæmni eða undanfærslu, en í þetta sinn kýs ég að hafa slökkt á míkrófóninum. Mín trú er ekki boðin upp til umræðna hér á þessu bloggi eða annars staðar. Hún er mín og mitt einkamál.
Ég mun þó halda áfram að blogga um guðfræði og einhverjar smásögur af mér og mínum þegar við á .
Ég slekk því á þessu kastljósi sem að beint var að mér og beini því annað. Taki viðeigandi aðilar því eins og þeir vilja.
Kær kveðja, Sunna (semerpínupirruð )
Péess.....ef ég væri kynlífsfræðingur....væri það eðlilegt að spyrja mig út í eigið kynlíf á forsendum þeirra greina sem að ég setti hér inn á þá fræðilegum grunni...
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 66423
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Nú hefur mér verið afhentur míkrafónn á annarri síðu hér inni á þessum bloggvettangi og ég beðin um að svara spurningum um sem eiga væntanlega að skilgreina mína trú. Hér hef ég líka fengið í athugasemd, beiðni um að svara þessum spurningum, til að aðrir geti fylgst með af áhuga, hvað villutrúarkonan kann að segja og hver hennar játning er. Verður að öllum líkindum boðið upp á pallborðsumræður á eftir til að diskútera frekar hvort að ég sé á réttri leið eða rangri. "
vá drama
ef mér leyfist að leggja hér orð í belg sem alvitur kona , þá verð ég að segja að þú ert sko EKKI villutrúarkona og tengist bara ekkert neinni villutrú, hvaðsvosem hún er . Sönn trú getur verið ýmiskonar og hjartað segir okkur hvað er rétt, ekki skurðgoð eða kennisetningar.
EINKATRÚ rúlar!
halkatla, 29.10.2007 kl. 18:27
Sunna, þú ert búin að vera tjá þig um trúmál í langann tíma, þú ert í guðfræði og þú ert meira að segja að predika í kirkjum af og til. Hvernig getur það verið að þín trú er eitthvað sem þú vilt ekki tala um? Aðeins ef þér finnst þú hafa eitthvað að fela myndir þú bregðast svona við að mínu mati.
Mofi, 29.10.2007 kl. 18:30
Vitaskuld hefur þú fullan rétt á því að halda trú þinni fyrir þig sjálfa.
Hitt er svo annað mál ef þú síðan kýst, að námi loknu, að sækja um prestakall innan þjóðkirkjunnar okkar, þá er ekki neitt óeðlilegt að þú upplýsir um hver séu svör þín við spurningum í ætt við þær sem Mofi lagði fram. Raunar er fullkomlega eðlilegt að það sé upplýst fari svo. Ekki er verra að þú hafir opinberað þetta nú þegar hafir þú þegar í hyggju að sækja um slíkt embætti.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2007 kl. 18:54
Það er ekki lítið sem fólk tjáir sig um trú annarra og ákveður hversu mikið eða lítið hver og einn trúir og hverjar skoðanir hann/hún hefur í framhaldi af því. Og hvað sé rétt og rangt í annarra trú. Ótrúlega hallærislegt þykir mér svoleiðis Ég er svo líka sammála Mofa.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 19:57
Takk Anna.......þú mátt leggja sem oftast orð í belg hér hjá mér .... svo er nú alltaf gaman af smá drama....hvað væri lífið án þess
Mofi, ég hef ekkert að fela, ég bara tjái mig ekki þegar mér er stillt svona upp við vegg eins og í þessari færslu, þorrí bara en ég bara geri það ekki. Ég tjái mig um trúmál af því að mér finnst það gaman, mun gera það áfram. Og jú ég predika af og til í kirkjum........ætli ég trúi þá ekki á Jesú....hmmm, það gæti verið....og ég gæti trúað að hann sé að finna í Biblíunni og væntanlega líka í hjarta sérhvers manns. Látum við ekki bara nægja sem hugsanlegt svar við þessu, svo gæti ég líka bara verið að bulla ! Ég veit ekki hvað ég ætti að vera að fela, þú getur kannski upplýst mig um það? Enda eru hér á þessu bloggi sérskipaðir sérfræðingar í trúmálum annarra!
Predikari: Ef og þegar ég sæki um prestakall (ekki á dagskrá í augnablikinu) þá skal ég skrifa sérstaka grein um það hverju ég trú í smáatriðum og birta sem víðast! Ekki skil ég af hverju ég þarf að útlista þetta eitthvað núna, hér og nú! Svo að fólk geti kannski varað við hugsanlegum umsækjanda !
Birna: Fólk hefur ansi miklar skoðanir á trú annarra, jafnvel þó að það viti ekki neitt um þann einstakling sem að verið er að tala um! Ég bara hef ákveðna hluti fyrir mig í bili, tjái mig ekki um þessi mál undir svona stækkunargleri eins og hér um ræðir.
Takk öll og shalom
Sunna Dóra Möller, 29.10.2007 kl. 20:53
Djö.. (xcuse language) frekja er að vera að heimta prívat útskýringar á trú fólks. Þá skiptir engu máli hvort þú ert í guðfræði eða tannlækningum. Áfram svona, kona. Hehe.
Þú ert flottust.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2007 kl. 22:00
Það eru hlutir sem eru hitamál, sem mjög margir geta bara ekki tekist á við að ræða um af hlutleysi, eða skynsemi, þða er til dæmis trúmál og rasismi. Svo er alltaf þessi forsjárhyggja í fólki að vilja stjórna umræðunni, vilja ráða hvað fólk segir eða hvernig það segir það. Ég segi bara, hver og einn á að hafa leyfi til að tjá sig eins og hann vill. Það hefur enginn rétt á því að þvinga umræðum upp á einn eða neinn, eða reyna að toga svör upp úr öðrum. Svo haltu bara þínu striki Sunna Dóra mín. Þú er bara flott eins og þú ert. Og gangi þér vel með námið, lífið og allt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 22:14
Sunna, málið er aðeins að í gegnum tíðina hef ég rökrætt við þig en aldrei áttað mig á því hvað það er sem þú trúir. Það er dáldið erfitt að nálgast umræðu við fólk þegar þeirra grundvallar afstaða er á huldu og þú ert sú eina sem ég veit um sem tekur þessa afstöðu. Allir aðrir hérna eru að taka þátt í umræðu um trúmál og þá er aðal atriðið að koma á framfæri hvað þeir trúa og hvernig þeir sjá alls konar málefni. Ég er ekki að neyða þig til eins eða neins, þú ræður alveg hvað þú lætur uppi en mér finnst bara óheiðarleg framkoma að tjá sig um þessi mál en fela samt sína grundvallar afstöðu.
Ástæðan fyrir þessu var aðeins sú að ég vissi aldrei hvernig ég ætti að nálgast umræðu málefna við þig.
Mofi, 29.10.2007 kl. 22:35
Skemmtileg færsla og umræður. Góða nótt daring!
Heiða Þórðar, 29.10.2007 kl. 23:38
Haltu þínu striki vina mín, trúi á það góða í okkur öllum. Vert sönn og trú sjálfri þér, það skiptir mestu máli
Ásdís Sigurðardóttir, 30.10.2007 kl. 00:19
HEHE frábær samlíkingin með kynlífsfræðina, félagsfræðingur er ekki beðin að útlista sínum skoðunum heldur. Fræði eru allt annað en eigin upplifun. Hefur maður eitthvað að fela ef mann vill ekki svara persónulegum spurningum á moggablogginu???? Ég er ekki hrifin af svona "árásum" eins og ég upplifi að þú sért að verða fyrir hér frá Morfa.
Helga Dóra, 30.10.2007 kl. 10:07
Hvenær varð það að árás að spyrja fólk spurninga? Vægast sagt undarleg viðbrögð hjá sumu fólki hérna.
Mofi, 30.10.2007 kl. 12:10
Kannski undarleg viðbrögð hjá mér. Mér finnst þetta vera svo aggresíft hjá þér, það er bara það sem er að fara fyrir brjóstið á mér. Er ekki kærleikurinn í hávegðum hafður hjá þínu trúfélagi og virðing fyrir skoðunum annarra?? Finnst ég allavegana ekki finna fyrir þvi í þínum skrifum á síðunni hennar Sunnu.
Helga Dóra, 30.10.2007 kl. 13:39
Kannski einhver kærleiksrík orð hefðu átt að fylgja með svo að þetta kæmi ekki út sem einhvers konar nornaveiðar eða rannsóknarréttur. Kærleikurinn er mjög misskilið hugtak að mínu mati og menn fleygja því hingað og þangað án þess að gefa því einhverja alvöru meiningu. Tala mikið um kærleika og síðan ausa hatri yfir þá sem eru þeim ósammála. Að biðja einhvern síðan um skoðun sína eða yfirlýsingu um hvað hann trúir getur varla talist til þess að bera ekki virðingu fyrir honum eða skoðunum hans. Maður verður síðan að geta verið ósammála fólki og hreinlega ekki borið virðingu fyrir þeim skoðunum sem maður telur rangar þótt maður beri virðingu fyrir manneskjunni sjálfri. Til að útskýra hvað ég á við þá tel ég engann veginn réttlætanlegt að bera virðingu fyrir skoðunum rasista.
Mofi, 30.10.2007 kl. 13:53
Góðan óveðursdag!
Takk öll sem hafið lagt orð í belg ! Jenný, Ásthildur, Heiða, Ásdís og Helga ... þeinkjúteinkju...mér þykir vænt um hvert orð!
Mofi: Til að ljúka þessu, þá tek ég ekki þátt í að mér sé stillt upp við vegg og það er fólk sem að bíður virkilega spennt eftir niðurstöðu þessara spurninga þinna, sé það hér á minni síðu og á þinni. Þetta er hálf eineltislegt og ég hef ekki áhuga á að vera umræðuefni á annarri vefsíðu hér inni. Ég hef að mig minnir sjaldan í umræðum velt fyrir nákvæmlega trúarafstöðu fólks eða farið fram á útlistun hennar í smáatriðum. það kemur mér ekki við. Ef að ég sé fræðilegan grundvöll á umræðum, blanda ég mér oft í málið, aldrei þó til lengdar þar sem að ég hef ekki þolinmæði í þrotlausar þrætur.
Þú segir að ég sé óheiðarleg, samt veistu að ég er í þjóðkirkjunni það hef ég sagt, ég vinn í þjóðkirkjunni í barna og unglingastarfi, það hef ég líka sagt og látið hér í ljós. Ég hef predikað, það hefur komið hér fram..þannig að hver og einn sem að hefur smá hey í hausnum ætti sð geta sagt sér að ég er kristin. Ég þarf ekki að koma með neitt frekari smáatriði inn í umræður hér og það er frekja að fara fram á slíkt. Ef að þér finnst betra að ganga út frá því að ég sé frjálslyndur lúterskur feministi þá geturu gengið út frá því héðan í frá.
Þessi umræða þín hér, ber ekki keim af virðingu fyrir mér og mínum skoðunum og ber vott að yfirgangi og þú gerir kröfu í minn garð sem að mér ber ekki að svara, ekki undir þeim kringustæðum sem að mér eru boðnar. Ég ræði mína trú við fólk á persónulegum grundvelli fjarri þessu bloggsamfélagi, þar er mín kirkja minn vettvangur til að ræða og iðka mína trú. Ekki hér!
kveðja!
Sunna Dóra Möller, 30.10.2007 kl. 13:59
Ég skil hvað þú átt við með að bera ekki virðingu fyrir skoðunum rasista. Ég er ekki að fleygja fram orðinu kærleikur í neinu óðagáti. Ég ætla ekki að rífast við þig. Fannst þú bara vera full agressívur og alls ekki að spyrja í góðu. En það er kannski bara misskilningur eins og vill oft verða þegar fólk getur sett sinn "tón" í það sem er skrifað.
Helga Dóra, 30.10.2007 kl. 14:00
Líkingin þín við kynlífsfræðinginn segir allt sem segja þarf.
krossgata, 30.10.2007 kl. 14:52
Sunna, þar sem þú hefur einmitt sagt hluti sem gefa mjög sterklega til kynna að þú ert kristinn þá ættu svona spurningar að vera hið minnsta mál. En af einhverjum ástæðum eru þær ekki og mér þykir það undarlegt. Þú kallar þig kristna en átt samt erfitt með að segja að þú trúir að Jesú Kristur sé Guð; þú vonandi fyrirgefur að mér finnist það ruglandi. Að þér finnist það yfirgangur að biðja um þína skoðun er í hæðsta máta fáránlegt. Þegar þú spyrð einhvern spurningu, finnst þér þú þá vera með yfirgang?
Trúarjátninga þjóðkirkjunnar, er það eitthvað sem þú skrifar undir eða... varla að ég þori að spyrja svona spurninga, næst verð ég ásakaður um þvílíka grimmd að dirfast að spyrja einhvern spurningu.
Helga Dóra, mín athugasemd varðandi kærleikann er aðeins vegna þess að ég hef mikið verið að velta því atriði fyrir mér. Ekki beint til þín heldur aðeins ég að "hugsa upphátt". Ég skal viðurkenna það að ég einfaldlega efast um að Sunna Dóra sé kristin. Hérna skilgreini ég kristna manneskju sem manneskju sem trúir að Jesús sé Guð og að Biblían sé innblásin af Guði. Ég bara get ekki flokkað einhvern sem kristinn einstakling ef hann trúir að Jesús sé lygari og að Biblían sé uppfull af vitleysu. Viðkomandi ætti ekki að þurfa að vera í neinum feluleik með þá afstöðu sína.
Mofi, 30.10.2007 kl. 17:32
Mofi hættu þessu nú alveg! ... ertu ekkert að fatta þrátt fyrir prýðisgóð Sunnu heldur þú áfram að ,,bögga" hana og vilt ráðast inn á persónufrelsi hennar með þessari ýtni. Hversu kristilegt er það ? Eins og ég skrifaði á síðuna þína þá finnst mér svona yfirheyrsla ekki boðleg á bloggsíðum. Með þessu framferði skipar þú þig í dómarasæti í einhvers konar nútíma rannsóknarrétt.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.10.2007 kl. 18:47
Það datt út eitt orð: ... prýðisgóð svör Sunnu...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.10.2007 kl. 18:52
Takk Jóhanna fyrir þín orð !
" Ég skal viðurkenna það að ég einfaldlega efast um að Sunna Dóra sé kristin. Hérna skilgreini ég kristna manneskju sem manneskju sem trúir að Jesús sé Guð og að Biblían sé innblásin af Guði. Ég bara get ekki flokkað einhvern sem kristinn einstakling ef hann trúir að Jesús sé lygari og að Biblían sé uppfull af vitleysu. Viðkomandi ætti ekki að þurfa að vera í neinum feluleik með þá afstöðu sína."
Veistu það Halldór ef að þú ætlar að dylgja á þennan hátt á þessari síðu um mig, að þá vil ég biðja þig um að halda þig fjarri þessari síðu. Mér líkar ekki svona dylgjur og þessi orð styrkja mig frekar í þeirri afstöðu minni að svara ekki þínum spurningum. Það er ótrúlegt hvað hægt er að kasta fram um fólk án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. Ég sé á þinni síðu að fólk leyfir sér að geta í hluti og nú síðast er ég ekki búin að gera upp hug minn varðandi Jesú. Ég hef aldrei dylgjað um þig Halldór og sagt að þú sért ekki kristinn, þó að haf og himinn séu á milli trúarafstöðu aðventista og þjóðkirkjunnar, nær er að líta bara á hugmyndir um hvíldardaginn. Það bara kemur mér ekki við og þú getur átt þína afstöðu í friði. Ég gæti eflaust gengið hart fram og gagnrýnt allt sem að þú stendur fyrir en ég geri það ekki vegna þess að jú, maður ber virðingu fyrir fólki þó að maður sé ekki sammála því! Annað er hræsni að vera alltaf að geta inni í líf og skoðanir fólks, gasprandi um það án þess að nokkur fótur sé fyrir einu eða neinu sem að sagt er. Því miður er þetta að vera ansi hvimleitt á þessu moggabloggu, besservisserarnir blaðrandi um annað fólk, dylgjur og upphrópanir og sleggjudómar.
Ég hef ekki í huga að ræða þetta frekar, tel mig hafa sagt það sem segja þarf!
Sunna Dóra Möller, 31.10.2007 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.