Í dag vil ég gefa þér...

kerti

Þarfnast þú handa minna, Drottinn,

til að geta hjálpað sjúkum, fátækum og nauðstöddum?

Drottinn, í dag vil ég gefa þér hendur mínar.

 

Þarfnast þú fóta minna, Drottinn,

til að geta vitjað þeirra,

sem einmana eru og án vonar?

Drottinn, í dag vil ég gefa þér fætur mína.

 

Þarfnast þú vara minna, Drottinn,

til að geta talað til þeirra,

sem þrá kærleiksrík orð og viðmót?

Drottinn, í dag vil ég gefa þér varir mínar.

 

Þarfnast þú hjarta míns, Drottinn,

til að geta elskað

skilyrðislaust sérhvern mann?

Drottinn, í dag vil ég gefa þér hjarta mitt.

- Móðir Teresa.

Eigði góðan dag og farið varlega í vonda veðrinu Heart!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta er rosalega fallegt!

vonandi fer vonda veðrinu fyrir sunnan að slota

halkatla, 30.10.2007 kl. 14:58

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

þetta er bara hressandi ..ég hef lúmskt gaman að vondu veðri, ef ég er inni og allir sem ég þekki eru líka inni og enginn á leið í flugi til Kef....!

Sunna Dóra Möller, 30.10.2007 kl. 14:59

3 identicon

Takk fyrir  þetta einmitt lesningin sem ég þurfti svo mikið á að halda í dag.Minn er rétt ókominn til landsins og lendir í Kef.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 15:20

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég fæ bæði tár í augun og gæsahúð af þessum mikla kærleiksboðskap, úff..  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.10.2007 kl. 15:28

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Birna: Vonandi lendir þinn maður vel og örugglega í Keflavík, ég er svo flughrædd að það er ekkert að marka mig, það má varla fara í 3 metra á sek, þá þori ég ekki í flug.....svo sagðir góð manneskja við mig einu sinni að þessar blessuðu vélar þurfa loft undir vængina...þannig að það er bara gott að hafa vind !

Jóhanna: Þetta óvenju falleg bæn og ein af mínum uppáhalds

Sunna Dóra Möller, 30.10.2007 kl. 15:39

6 identicon

Móðir Teresa var trúlaus, svona ef þú vissir það ekki :)

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 17:52

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

DocorE þú ert vitlaus, svona ef þú vissir það ekki :) 

(Legg það ekki í vana minn að koma með ómálefnalegar athugasemdir en stundum brýtur nauðsyn lög!!  )

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.10.2007 kl. 18:56

8 Smámynd: halkatla

Sunna, ég skrifaði Clyde Lewis bréf og veistu hvað? Hann vissi hver ég er! Hann vissi um bloggið og hann hefur áður minnst á sinn íslenska aðdáendahóp (sem er ég ) Reyndar er eitt dáldið leiðinlegt, hann er lasinn og þarf að fara á spítala í nokkrar vikur , þannig að vinsamlegast notaðu þinn góða hug til þess að biðja fyrir honum

halkatla, 30.10.2007 kl. 20:24

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Unaðslegar fallegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2007 kl. 23:25

10 Smámynd: Linda

Innlitskvitt Sunna.  Þetta var yndisleg og fallegt færsla, enda var ávalt mikið varið í Móðir Theresu.

Eins spurning, prufaðir þú Aloe Djúsið góða, sem kemur blóðsykri í jafnvægi?  Ég get ekki hugsað mér daginn án þess að blanda mér teskeið af þessu djúsi í góðan safa og súkkulaði þörfin fer huldu höfði eftir það.  Jæja dúlla, bara smá hjáleið fram hjá umræðu efninu. 

kv.

Linda, 31.10.2007 kl. 01:07

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Anna: Þetta er frábært og ég er ekkert smá glöð fyrir þína hönd. Ég skal aldeilis senda nokkrar góðar hugsanir !

Jenný:

Jóhanna:

Linda: Takk fyrir þetta, ég hef ekki komist í djúsinn ennþá, er með skammtímaminni á við gullfisk þessa dagana, þannig takk fyrir að minna mig á þennan djús. Ég ætla að prófa hann ! Ég hef nú ekki smakkað nammi núna í 16 daga....., en ég viðurkenni að þegar það kemur föstudagur eða laugardagur og stundum á kvöldin þá alveg bilast ég mig langar svo í nammi ! Bestu kveðju til þín Linda og hafðu það sem allra best!

Sunna Dóra Möller, 31.10.2007 kl. 08:32

12 identicon

Takk Jóhanna!

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 11:25

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fyrirgefðu mér DoctorE - ég veit ekkert um þig, þú ert örugglega hin vænsta manneskja! Mér fannst þessi athugasemd þín bara mjög óviðeigandi eftir þessa fallegu bloggfærslu og því stóðst ég ekki að láta undan freistingunni að grínast aðeins í þér ..  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.10.2007 kl. 12:30

14 Smámynd: Baldvin Jónsson

Líkurnar á að Móðir Teresa hafi verið trúlaus verða nú að teljast ansi litlar.
Endilega kynnið ykkur sögu hennar, konan var án vafa einn mesti dýrlingur sem gengið hefur á jörðinni.

Hef alltaf haldið afskaplega mikið upp á samtal sem að hún átti við breska blaðakonu sem að fylgdi henni um nokkurn tíma við störf hennar. Blaðakonan sá hvernig MT sinnti t.d. líkþráum með berum höndum og missti út úr sér við hana: "Guð minn góður, ég gæti ekki gert þetta fyrir milljón dollara". MT svaraði þá að bragði: "Ekki ég heldur" 

Baldvin Jónsson, 31.10.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 66423

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband