31.10.2007 | 11:15
Langar ekki til að blogga...
Ég viðurkenni það að það er einhvern veginn ekki efst í huganum þessa stundina að blogga (geriþaðnúsamt). Ég er með eitthvað svo blendnar tilfinningar til þessa bloggs eitthvað þessa dagana, að ég bara upplifi stóra og feita gremju í garð bloggsins.
Það eru svo margir sjálfskipaðir siðapostular á ferðinni og vita allt um allt og dylgja og koma með sleggjudóma, sumir vita jafnvel meira um mann heldur en maður sjálfur þessa dagana. Mér finnst alveg merkilegt hvað margir eru með góða innsýn í líf annarra, jafnvel persónulegar tilfinningar. Ég er ekki svona gáfuð að vita svona mikið um fólk út frá bloggi, kýs að mynda mér skoðanir á fólki út frá persónulegum samskiptum og samtölum.
Hvað veldur því að fólk telji sig eiga heimtingu á að vita allt um einstakling sem að bloggar, hvað veldur því að ef að einstaklingur vill eiga sumt fyrir sig að þá fer fólk af stað og getur í eyðurnar og bara giskar og um leið dylgjar og setur fram eitthvað sem að ekki er fótur fyrir.
Ég bara verð stundum svo yfirgengin að ég verð fráhverf blogginu, nenni ekki að standa í þessu, verja það hver ég er gegn tilbúnum skoðunum annarra á mér. Það er eins og að standa móti beljandi stormi og kalla stöðugt en móttakan er engin vegna þess að fólk er bara búið að gera sér upp skoðanir og þær skulu bara standa, sama hvað tautar og raular.
Einu sinni sagði ég við samstarfsmann minn í Neskirkju þegar hann fór í gremjukast, að það væri allt í lagi og hann hefði 24 tíma til að vera í gremjunni, eftir það yrði hann að fara að lifa í lausninni!
Nú sem sagt áskil ég mér 24 klst gremjutímabil, þannig á að morgun um þetta leyti verð ég farin að hugsa í lausnum!
Gremjukveðja, Sunna
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar. Alveg ljómandi gott ráð hjá Páli, en alveg er ég viss um að hann var ekki með vetur á Íslandi í huga, þar sem við gætum verið að tala um 4 klukkustundir af meintri dagsbirtu.
krossgata, 31.10.2007 kl. 11:24
Já það er rétt....er ekki 24 tíma gremjukast miðað við sumartíma !
Sunna Dóra Möller, 31.10.2007 kl. 11:29
Vertu bara í gremjunni SD og njóttu hennar á meðan hún varirog sendu siðapostulunum og besserwisserunum kaldar kveðjur á meðan. Svo hressist Eyjólfur og þú líka. Hugsa til þín og trúðu mér ég er viss um að þeir sem hafa svekkt þig eru ekki nógu merkilegir til að þú farir að láta þá skemma fyrir þér bloggánægjuna með okkur skemmtilega fólkinu. Smjúts
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 11:32
Já, hugsaðu þér bara hvað Ísland hefur verið fjarri Páli, þar sem sólin sest ekki svo dögum skiptir yfir sumarið. Maður getur verið í margra daga gremjukasti þá.
krossgata, 31.10.2007 kl. 12:09
knús
Ólafur fannberg, 31.10.2007 kl. 12:09
Hehe.. ég er í gremjukastinu með þér, "all the way".. ... minnir að það heiti ,,emphathy"= samlíðan ..samkvæmt sálgæslufræðunum ? Mar á ekki að láta bögga sig svona en við erum víst ekki stálkallar og -kellingar heldur sköpuð af holdi og blóði og með fullt fullt af tilfinningum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.10.2007 kl. 12:23
ég hef upplifað þetta líka, úff, gremjan maður. Én ég hugsa til þín svona á meðan þetta gengur yfir (og þú manst, við erum á leiðinni til Portland )
halkatla, 31.10.2007 kl. 12:28
Jenný: Ég elska skemmtilega fólkið á blogginu og það eru flestir bloggarar hér og bloggvínir mínir eru sannir eðalbloggarar ! Ég held áfram ótrauð, það er bara svo merkilegt hvað ein - tvær neikvæðar raddir hafa oft sterkari áhrif en 50 góðar....spurning um að vinna í sjálfsmyndinni hahahaha.....!
Krossgata: Það væri væntanlega 2 mán. gremjukast ...þá er spurning um að fara bara út að hlaupa ! Ég get ekki verið í fýlu svo lengi, hef of gaman af lífinu til þess !´
ólafur:
Jóhanna: Takk fyrir þín innlegg á viðkomandi síðu, það er ómetanlegt, frábært að fá svona stuðning ! En veistu að það er svo merkilegt að því meira sem að þetta er rætt þar, þeim mun ákveðnari verð ég í að virða þetta ekki viðlits! Ef að fólk hefði ekki raðað sér spent upp í röð til að bíða eftir svörunum mínum, þá kannski hefði ég verið til í að velta þessu fyrir mér, en svona hrægammar fruss og svei !
Anna Karen: Hlakka til að fara til Portland !
Sunna Dóra Möller, 31.10.2007 kl. 13:15
péess......takk öll og lifi ljósið...! Shalom!!!
Sunna Dóra Möller, 31.10.2007 kl. 13:16
Þú ert yndi og gaman að lesa skrifin þín. Góðan gremjudag. Alltílagi með einn stundum, passaðu samt að þeir fjölgi sér ekki um of. Það er ekki gott.
Helga Dóra, 31.10.2007 kl. 13:37
Svona er þetta bara. Ég hef fundið fyrir þessu undanfarið en á meðan ég er í þessum fjöryrkjamálum ætla ég að halda uppi blogginu mínu. Ég þoli ekki þegar fólk segir MÉR hvernig ég er eða hvað ég hugsa. fokk hef reyndar ekki lent mikið í því á mínu bloggi en mér finnst fólk ótrúlega dómhart á mörgum bloggum sem ég les.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 15:00
Knús á þig Sunna Dóra mín. Mundu bara að það er fullt af fólki sem vill hafa þig hér, og les sér til mikillar ánægju sem þú lætur frá þér, ég þar á meðal. Taktu bara þína dramatíma elskuleg Knús á þig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 18:15
Helga: þeinkjú...gremjan er að renna af mér í stríðum straumum og stefnir í að allt verði búið á tilsettum tíma klukkan 11 á morgun !
Ásdís: Þín barátta á svo sannarlega heima og blogginu og ég fylgist reglulega með þér! Fólk á það til að vera dómhart og ég viðurkenni að ég er þar ekki undanskilin....hef stundum lent í því að garga yfir sumum skoðunum....reyni þó að halda því sem mest fyrir mig !
Ásthildur: Takk fyrir þín orð....þau minntu mig á að ég á systur sem að er yngri en ég, hún hefur oft sagt að hún sé jarðbundna konan í fjölskyldunni og ég dramadrottningin....held að hún hafi rétt fyrir sér hehehe....en það er gott að eiga dramatíma öðru hvoru...!
Annars er ég bara nokkuð góð, búin að liggja yfir koptískri málfræði í dag og allt útlit fyrir að það hafi bara hresst mig svo um munar! Arrrívedrtsjí!
Sunna Dóra Möller, 31.10.2007 kl. 18:41
Sunna mín, ég bið þig í einlægni að hætta ekki að blogga. Vissulega koma þær stundir að maður fallast hendur yfir skoðunnum sumra. En gleymum því ekki að Guð skapaði ekki alla eins, hver sál er einstök og hefur því einstaka sýn á hlutina.
Ég hef séð fólk hér draga trú þína í efa, mér finnst það ósmekklegt svo vægt sé til orða tekið að ráðast að þér og draga trú þína fram á opinberan vettvang og gera lítið úr henni. Ég hef kosið að halda mig utan við það af virðingu við þig, en nú get ég ekki þagað lengur. Það er skömm af skrifum þessara manna, og ekki taka mark á þeim! Þeir taki það til sín sem eiga það skilið!
Ég og þú erum alls ekki eins, oft höfum við deilt um kenningar og annað, en þó hefur það alltaf verið í góðu. Við verðum seint sammála í sumu, en erum samt sammála í mörgu.
Eins hefur þú oft og mörgum sinnum veitt mér ómetanlegann stuðning og komið mér til varnar og það venjulega á hvítum hesti. Þú átt inni hjá mér fyrir það, og finndist mér það hrein blóðtaka ef þú hættir að blogga, því það er þannig að ég les alltaf bloggið þitt, þótt ég kommenti ekki.
Guð blessi þig Sunna mín, og vona ég að þú haldir ótrauð áfram!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.11.2007 kl. 16:47
Takk Guðsteinn, þetta voru sannarlega góð orð og þessi stuðningur dýrmætur !
Sunna Dóra Möller, 1.11.2007 kl. 20:39
(Dæs) veistu þetta er svo erfit, ráðist á trú mans úr öllum áttum stundum og oft úr hörðustu átt, það erfiðasta sem við gerum eru að fyrirgefa (láttu mig kannast við það) en, þegar maður gerir það að heilum hug þá er það svo miklu auðveldara en að halda gremju. Ég líkt og Haukur er ekki alltaf sammála þínum skoðunum en þær eru engu að síður réttmæddar og eiga að fá standa á sínu, ég þoli ekki að það sé gert lítið úr trú annarra eða upplifun á Guði og því sem gott er og þykir mér miður og slíkt hafi verið gert þér. Haltu bara ótrauð áfram, svo tuðar maður vegna þess að maður skilur ekki alveg, en hvað um það, trú þín er þitt mál og ég efast ekki um að hún sé einlæg. Með Guðs blessun til þín og þinna.
Linda, 2.11.2007 kl. 01:14
Takk Linda
Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.