Ég fæ hroll...

...við tilhugsunina um þetta fólk! Hvað gerist í hausnum á manneskjum sem að ákveða að mótmæla við útför? Að vaða inn á fólk í sorg með mótmælaspjöld og tala svo um tjáningarfrelsi!

Stundum fæ ég það á tilfinninguna að fólk sé fífl W00tWhistling!


mbl.is Kirkja dæmd til skaðabótagreiðslna fyrir að mótmæla við jarðarför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ein birtingarmynd trúar Sunna

DoctorE (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Æ nó....end a verí bad wonn ! Þetta lið er náttlega komið yfir eðlileg mörk í mannlegu samfélagi...það gerir enginn svona með fullu viti

Sunna Dóra Möller, 1.11.2007 kl. 10:43

3 identicon

Ég sé vísir að þessu í hvert skipti sem ég fletti yfir omega á sjónvarpinu mínu, Jesus Camp og annað í þeim dúr mun van-þroskast út frá þeirri stöð og mörgum sem henni tengjast

DoctorE (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 11:23

4 Smámynd: krossgata

Það er mikið til af vittómu fólki í heiminum. 

krossgata, 1.11.2007 kl. 11:26

5 Smámynd: halkatla

en, hugsið ykku, af 14 börnum sem Phelps gamli patríarki ól upp með harðri hendi í þessu sick költi sínu (hann er sko lögfræðingur að mennt, og hefur gert ýmislegt gott þar reyndar) þá eru bara 5 þeirra ennþá innanborðs, öll hin hafa frekar slitið tengslin, segir það okkur ekki ýmislegt?

honum langar að vera vinur Múdda Íransforseta, mér finnst það svo sætt. Báðum langar þeim að sjá okkur öll stikna og brenna í hryllilegum eldi

þau hafa ábyggilega ekki efni á þessu, núna er ekki gott að eiga enga vini (ætli Guð grípi inní? þau segja að hann hlusti bara á sig...)

halkatla, 1.11.2007 kl. 11:47

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Vont fólk finnst alls staðar, trúlaust sem trúað...sumir trúa bara því miður bara í blindni og taka ekki ábyrgð á því sem þeir eru að gera. Í félagsfræðinni kallast það ,,frávarp" = að kenna öðrum um eigin hegðun. Þetta er hættan við Biblíuna og aðrar trúarbókmenntir að fólkið áttar sig ekki á því hvað í henni er fiskur og hvað eru bein og étur bara bein, verður illt þegar beinin stinga og þegar fólki líður illa þarf það að berja á öðrum! ...  ... Vonandi skilja allir hvað ég meina.... annars bloggaði ég um Biblíuna sem hættulega bók í röngum höndum fyrir stuttu - hamar er eins og biblían, líka hættulegur í röngum höndum ef fólk notar hann til að rota einhvern... en hann er verkfæri til að byggja með - en ekki meiða..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.11.2007 kl. 12:00

7 identicon

Það er léttvægt að bera biblíuna saman við hamar Jóhanna, bókin sú arna hefur fleiri mannslíf á sinni samvisku heldur en flest annað og guðin sem hún lofsamar er einn mesti fjöldamorðingi sögunnar ef menn trúa bókinni.
Menn horfa á syndaflóðið með kærleiksbros á vör og hugsa, já þetta fólk allt, konur og börn eiga skilið að deyja vegna synda einhverra.. hallelúja
Menn geta afsakað sig eins og svo oft áður með að þetta sé myndlíking en í það minnsta er þetta hótun um alheimsmorð.
Gangi ykkur vel og eigið það við samvisku ykkar að tilbiðja fjöldamorðingja sem myndi aldrei ganga laus hér á jarðríki vegna púra madness og illsku

DoctorE (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 12:25

8 Smámynd: ViceRoy

Ég er ekki alveg klár á því, en þetta gæti verið hópurinn sem kallaður er "Americas most hated family", eða fengið það viðurnefni öllu heldur. 

http://youtube.com/watch?v=O228AQRvcqQ Þetta er úr þætti með manni nokkrum Louis Theroux, snilldarþættir frá BBC, hægt að skoða hvað þetta er klikkuð fjölskylda þarna t.d. fyrir þá sem vilja. Snarbilað lið. 

ViceRoy, 1.11.2007 kl. 13:06

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

DoctorE, guðsmynd þín er alveg hræðileg  .....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.11.2007 kl. 13:09

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó það má ekki skrifa staf þar sem kemur fyrir, trú, prestur, kirkja, jarðarför osfrv. þá verður allt vitlaust

Sunna Dóra, stundum finnst mér líka fólk vera fíbbl, en stundum finnst mér ég vera það.  Hvort er verra?  Lalalala farin að reykja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 13:19

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

To Be or Not to Be A Fool - That is The Question   

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.11.2007 kl. 13:29

12 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er bara fegin að einhver kærði þessa fjölskyldu fyrir svona ógeðslegt athæfi. Þau sýna engum virðingu. Ótrúlegur heilaþvottur þarna á ferðinni og saklaus börn dregin inn í þetta af "fjölskyldunni".  Vonandi koma fleiri í kjölfarið og kæra, og þá verður kannski þessi trúarhreyfing upprætt.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.11.2007 kl. 14:19

13 identicon

Jóhanna lestu bókina, lestu um morðin... þetta er ekki guðsmynd mín, ég á enga guði og mun aldrei eiga slíkt því þetta er ekkert nema skáldskapur og ímyndun

DoctorE (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 14:35

14 Smámynd: Sævar Einarsson

Það vantar alveg svona söfnuð hingað.

Sævar Einarsson, 1.11.2007 kl. 15:32

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég minni á að hvar annarsstaðar myndi slík vitleysa gerast en í bandaríkjunum. Þetta dæmi er sorglegt vegna þeirra öfga sem er greinilega viðloðandi í þessu landi sem ég ólst uppí. Úfff ...

Í öðrum orðum heitir þetta fyrirbænarefni kæra Sunna, og ekkert annað. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.11.2007 kl. 16:54

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var nú aðeins að skrifa um trú og fordóma á mínu bloggi og það bara missti sig eiginlega enginn. Ég er því viss um að mínar skoðanir falli fólki bara vel í geð.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 18:34

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sorglegt hvað fólk getur lagst lágt í fordómum sínum og hræsni og kallað það kærleika umburðarlyndi og trú. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 20:35

18 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk öll! Góð umræða hér og mér finnst nú enginn hafa misst sig, hér eru bara trúarumræður í venjulegum farvegi...allir glaðir, allir kátir ! Ég hef nú séð það svartara þegar kemur að trúarumræðum !

Mér finnst þetta samt mjög merkilegt hvað mörg af börnum þessa manns hafa yfirgefið kirkjuna eins og Anna segir, þá kannsk eru ekki margir að kaupa svona vitleysu....alla vega má vona!

Ég held að ég bæti þessu bara við í bænina mína á kvöldin....!

Ha´det!

Sunna Dóra Möller, 1.11.2007 kl. 20:38

19 Smámynd: Linda

Mér varð óglatt við þessa frétt, svona sjóveikistilfining, æla og svimi, ég veit, ég bara þoli ekki svona hatur og tek undir með einum sem skrifaði hér á undan, ég held að þetta tengist þessari fjölskildu sem er svo hötuð.. VIÐBJÓÐUR.

Linda, 2.11.2007 kl. 01:04

20 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er sammála þér Linda, maður á ekki að þola svona hatur! Bara alls ekki, þetta er svo ljótt!

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 10:30

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þetta er nú afar eðlileg hegðun í ljósi þess sem fólkið trúir:

Þeir sem trúa ekki á Jesú enda í helvíti þar sem þeir munu kveljast að eilífu.

Ef einhver trúir þessu virkilega, þá skil ég vel að honum finnist ekkert athugavert við það að trufla jarðarför til þess að reyna að bjarga fólki frá þeim örlögum að kveljast að eilífu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.11.2007 kl. 21:19

22 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það kemur mér nú ekkert sérstaklega á óvart Hjalti að þú hafi þá skoðun! Gott að þú sýnir þessu svona mikinn skilning!

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 21:49

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þetta er einfaldlega spurning um að vega og meta hvort er mikilvægara:

1. Bjarga fólki frá eilífum kvölum
2. Passa sig á að trufla ekki jarðarför

Ef það væri mögulegt að lenda í eilífum kvölum (sem þú ert örugglega ósammála og þar með ertu útilokuð úr samfélagi mótmælenda ef eitthvað er að marka játningar kirkjunnar þinnar) þá hlýturðu að sjá að það er mikilvægara að bjarga fólki frá eilífum kvölum heldur en trufla jarðarför.

Þetta er svipað og að kvarta undan því að slökkviliðsmaður fari inn í hús á skítugum skónum til þess að bjarga fólki úr brennandi húsi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.11.2007 kl. 22:31

24 Smámynd: Sunna Dóra Möller

En þetta fólk er kannski ekki að hugsa um það .... þetta fólk er náttlega ansi spes dæmi! Hefurður skoðað þau og séð heimasíðuna og þættina sem hægt er að sjá inni á ypu tube..til dæmis...

En varðandi spurninguna: Þá myndi ég nú halda aftur af mér við útförina....þó að ég væri á einhverju missjóni að bjarga fólki frá eilífum kvölum....hmm....spurning um að virða friðhelgi fólks sem að allir eiga stjórnarskrár varða..er það ekki! Alla vega hér á landi. Þó að það sé tjáningarfrelsi...þýðir það ekki að maður má segja og gera hvað sem er gagnvart öðrum...þess vegna eigum við líka lög um ærumeiðingar og persónurétt ekki satt!  

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 22:36

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Einmitt það já, ef maður tryði því virkilega að fólk ætti eftir að kveljast að eilífu, þá væri náttúrulega miklu mikilvægara að "virða friðhelgi fólks" frekar en að reyna að bjarga því frá eilífum kvölum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.11.2007 kl. 22:45

26 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Já nákvæmlega, það sem ég sagði!

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 22:47

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Írónía eða háð (einnig nefnt háðhvörf eða launhæðni) er stílbragð sem felst í að átt er við annað en það sem sagt er, gjarnan hið gagnstæða."

Úr hinni íslensku Wikipediu.

Ef þú trúir því virkilega að fólk eigi eftir að kveljast að eilífu, þá er auðvitað mikilvægara að bjarga því frá því heldur en að "virða friðhelgi fólks". Hvernig í ósköpunum getur hitt verið mikilvægara?

En hvernig læt ég, þegar fólkið er búið að þjást í 100 milljarða ára, þá á það örugglega eftir að hugsa með sér: "Gott að kristnu trúboðarnir virtu friðhelgi mitt og voru ekki að troða trúnni sinni upp á mig."

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.11.2007 kl. 23:00

28 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta snýst annars vegar um friðhelgi fólks til einkalífs annars vegar og dónaskapar hins vegar! Við erum með þessi lög af ástæðu.....ekki satt!!

Þetta snýst ekki um það að hvort að ég trúi að allir fari til helvítis.....heldur að það eru til mörk sem að ekki er eðlilegt að sé farið yfir í ákveðnum tilfellum. Þegar fólk er að kveðja látin ástvin, þá er ekki eðlilegt að mæta með mótmælaspjöld eins og gert var í þessu tilfelli...enda komst rétturinn að því sama. Tjáningarfrelsinu eru sem betur fer sett mörk!

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 23:04

29 Smámynd: Fríða Eyland

Fólk er fífl

Fríða Eyland, 3.11.2007 kl. 03:54

30 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, Sunna Dóra, fólkið í þessari kirkju er dónalegt og virðir ekki friðhelgi fólks til einkalífs. En það telur að það sé mikilvægara að bjarga fólkinu frá eilífum kvölum í helvíti frekar en að vera kurteist og virða ekki friðhelgi fólks til einkalífs. Afar skiljanlegt. Þetta er bara eðlileg breytni fyrir fólk sem trúir því sama og Þjóðkirkjan þín.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.11.2007 kl. 04:29

31 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Meint björgunarhlutverk þessa fólks er ekki friðhelginni yfirsterkari!

Sunna Dóra Möller, 3.11.2007 kl. 13:09

32 Smámynd: Kolgrima

Þetta er svo mikil bilun - og þátturinn um Jesúbúðirnar fengi mitt atkvæði sem besta hryllingsmynd vorra tíma. Exorcist hvað! 

Kolgrima, 4.11.2007 kl. 02:35

33 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Nákvæmlega...þetta líktist frekar hryllingsmynd heldur en heimildarmynd

Sunna Dóra Möller, 4.11.2007 kl. 12:42

34 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þetta fólk metur (réttilega) að það að bjarga fólki hugsanlega frá eilífum kvölum er mikilvægara en friðhelgi einkalífsins. Eða hvort myndir þú frekar vilja enda í helvíti, laus við öll brot á fiðghelgi einkalífsins á jarðvistardögunum, eða í himnaríki þökk sé þeim sem brutu á friðhelgi þínu?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.11.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 66423

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband