Blaðr!

jól Það er alveg brjálað veður fyrir utan gluggann hjá mér (bý á þeim stað í Árbænum sem að skýlir restinni af hverfinu fyrir rokinu W00t)...þegar það er austan- eða sunnanátt þá dúar stofuglugginn lítillega fram og til baka. Ég man hvað mér brá þegar ég fattaðidda en nú er þetta bara kósí InLove!

Það er svo gott að vera inni þegar það er óveður úti. Ég sit hérna við tölvuna, búin að vera á bloggrúnti í smátíma og er að drekka kók light og hef það ansi gott. Ég er laus við gremjuna þó að dylgjurnar hafi hafi haldið aðeins áfram Devil....það þýðir ekki að missa sig yfir litlu hlutunum. Ég er bara í vetrarfríi með krökkunum og við erum bara að hafa það ansi fínt Smile.  Ég á bara ansi fína krakka, skal ég segja ykkur Wink!

Manninn mín ætlar að skegla sér á morgun og fá sér heilsubótargöngu í Tungunum við þriðja mann og kíkja á jarðskjálftavirknina og ef að rjúpa flýgur hjá, þá mun verða reynt að fanga hana Whistling! Ég bara get ekki hugsað mér Rjúpulaus jól....ég bara krullast upp í íhaldseminni þegar kemur að jólunum, þá bara verður allt að vera eins. Það er bara þannig, engin samningar í boði hér Devil!!

Annars fékk ég í magann í vikunni, þegar ég fattaði að ég ætti eftir að kaupa jólaföt á öll börnin þrjú (alltaf verið búin um þetta leyti, kæruleysið að fara með mig),  svo veit ég ekki hvort að allar seríurnar mínar virka...kannski þarf að fjárfesta í nýjum, það skulu sko vera ljós í öllum gluggum, ó já!) og svo fattaði ég að ég hef ekki enn fengið nýja óróann frá Georg Jensen (ég veit að þetta er dekurslegt), ég á alveg síðan ´98 en þá byrjuðum við að búa og ég bara verð alveg miður mín ef það bankar enginn upp á hjá mér fljótlega með óróann og konfekt í skál...Whistling! Já, það er margt að hugsa um þegar jólin nálgast og tíminn líður og þolir enga bið, það er bara þannig. Þannig að nú er bretta upp hendurnar, skipuleggja bakstur, skreytingar, jólafata- og jólagjafakaup og svo að njóta....ég nebblega elska jólin og allt sem þeim fylgir og verð bara kreisí....fæ þó ekki stress og álagseinkenni, hef of gaman af þessu til að verða alveg biluð, bara kreisí...ef það er einhver munur þar á, sem ég vona að sé og aðrir sjái með mér!

Nóg af rausi...hafið það gott, verið stillt og prúð og gleðilegan jólaundirbúning Wizard!

Nætínæt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski tekst ykkur bloggvinkonunum mínum að smita mig af þessari jólaást

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jólin eru bara svo yndislegur tími. Ég elska það allra allra mest, á aðfangadagskvöld, þegar allir eru búnir að borða og opna gjafirnar sínar, að fara í náttföt og fá mér konfekt og les bók í jólanóttinni, það er engin nótt jafn kyrr og falleg eins og jólanóttin, svo ég tala nú ekki um ef að það er hundslappardrífa úti ! Það er bara einhver helgi yfir jólanóttinni sem að mér finnst svo mögnuð !

Sunna Dóra Möller, 1.11.2007 kl. 22:37

3 Smámynd: halkatla

það er kominn svo mikill snjór hérna, í fyrradag komu skaflarnir á einum klukkutíma, allt var marautt og svo púff - skaflar!

ég ætla að upplifa fyrstu pizzujólin núna - það er skerí tilhugsun

halkatla, 1.11.2007 kl. 22:40

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég elska jól sem byrja í byrjun des og enda 6.jan. dugar mér fullkomlega og mest nýt ég næturkyrrðarinnar á jólanótt.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 22:43

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Anna: Snjór er betri en endalaus rigning og rok...ég er að bilast áissu roki...vil jólasnjó sem má fara 6. jan ! En akkurru pizzujól ?? Ég bara verð að spurja, of forvitin til að gera það ekki !

Ásdís: Það er svo gott hvað við erum misjöfn og mörg. Sumum hentar ekki jólaundirbúningur svona snemma, mig fer að klægja í fingurnar í lok okt, byrjun nóv....eftir jólunum ! Næturkyrrðin á jólanótt er engu lík !

Sunna Dóra Möller, 1.11.2007 kl. 22:48

6 Smámynd: Helga Dóra

Sunna þú ert yndi. Ég er sko byrjuð að kvíða jólin eins og alltaf. Þarf alltaf smá róandi og þyrfti að leggjast inn stundum, verð svo stressuð. Kannski er það málið að byrja svona snemma að kaupa jólafötin og eitthvað. Fyrir mér eru jólin því miður erfiður tími sem ég vildi hoppa yfir, samt elska ég jólaskraut.

Helga Dóra, 1.11.2007 kl. 23:01

7 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 1.11.2007 kl. 23:33

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Af hverju pizzujól AK??

Nú komstu mér í tryllt jólaskap SD og mátti ég ekki við því, því ég er trylltur jólasveinn.  Ég get ekki talað um rjúpur því mig langar svo að skjóta þær (eða láta einhvern annan gera það)

Knús inn í nóttina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2007 kl. 00:38

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég er byrjaður að hlusta á jólalög söngsins vegna en ekkert verður það jólaskrautið eða jólatréð þessi jólin því ég verð í bandaríkjunum um jólin en vonandi kemstu yfir allt sem þú þarft að gera vinan en þá líka myndi ég fara að hefjast handa og hætta þessu kæruleysi kæra bloggvinkona.

Magnús Paul Korntop, 2.11.2007 kl. 01:43

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

hérna á Akureyri er orðið svo jólalegt í öllum snjónum að mig dauðlangar að fara að hengja upp jólaseríur

Huld S. Ringsted, 2.11.2007 kl. 10:02

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hó, hó, hó, ...ég er jólasveinninn!  Já loksins hlakka ég til jólanna aftur, - ógesslega leiðinleg jól þegar mar er nýskilinn og misskilinn og langar mest að hlaupa til Kanarí og gleyma jólum því ekkert er eins og það var uhuhuu..... held ég hafi ,,lent" í þessu til að ég skildi tilfinningar þeirra sem EKKI hlakka til jólanna.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.11.2007 kl. 10:10

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk öll...!

Ég veit að það eru ekki allir sem að hlakka til jólanna og við getum öll lent í því að jólin breytist úr góðum tíma, í tíma sorgar og söknuðar. Það er alveg hræðilegi og það er stundum sagt að margir eru aldrei meira einir en einmitt um jólin. Það er gott að þú hlakkar aftur til jólanna Jóhanna..! Og Helga....farðu bara vel með þig mín kæra...jólin koma þó að allt sé ekki fullkomið..!

Huld og Jenný: Jólajólajól.......hér vantar snjóinn samt...ef að hann kemur fljótlega, þá er ég farin út að setja upp seríur !

Korntop: einn, tveir og ég er byrjuð !

Knús í krús á línuna

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 10:20

13 identicon

Krullast upp í íhaldsseminni hehehehehehehehe.Dásamleg setning.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:21

14 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 10:26

15 Smámynd: Þorgeir Arason

Mikið væri ég til í að vera í þessu fallega húsi á myndinni á næstu jólum! Nægur jólasnjór, hlýtt og notalegt inni og örstutt í kirkjuna! Gaman að þessu.

Þorgeir Arason, 2.11.2007 kl. 11:11

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jólin eru fyrir mér fyrst og fremst tími fjölskyldunnar.  Og að vakna til vitundar um að daginn tekur að lengja.  Jólaljós og snjór eru góð tilvera og lýsa upp skammdegið. 

Það er líka gaman að dunda við að gera jólakort og spá í jólagjafirnar.  Það liggur við að tíminn líði alltof hratt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2007 kl. 11:22

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér fannst þessi mynd einmitt vera svona jólamynd drauma minna ! Hugsa sér að labba í miðnæturmessu í svona umhverfi á aðfangadag !

Jólin eru algjörlega tími fjölskyldunnar og ég vil hvergi annars staðar vera á jólunum en hjá fólkinu mínu!

....man ég þá er hátíð var í bæ.....nú er ég alveg að missa mig !

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband