Helgin framundan!

nammiNamminamminamm (mig langar í nammi núna)

Stundum dett ég í niður í það hér á blogginu, bara að lesa og lesa skrif annarra og nenni einhvern veginn ekkert að skrifa sjálf Smile! Það er bara svo merkilegt hvað það er hægt að festast í skrifum annarra og sökkva niður í færslur um allt milli himins og jarðar Cool.

En stundum lít ég nú upp og horfi á heiminn í kringum mig, fer í búð, stend pirruð í röð á meðan fólk dundar sér í rólegheitum að setja í poka og er ekkert að flýta sér og ég bara bíð tilbúin að grípa poka til að setja mitt í. En þetta bráir nú fljótt af mér enda er ég að vissu leyti smá óþolinmóð og vill helst ganga hratt í hlutina og klára málið. Mér reyndar leiðast matvörubúðir alveg svakalega og ég fæ alltaf búðarblokkát þegar ég kem inn í búð, man aldrei hvað ég ætlaði að kaupa og kaupi stundum tóma steypu og oftast gleymi ég einhverju...en ég skrifa samt aldrei miða, vegna þess að ég hef ofurtrú á eigin minni...Whistling!

Helgin lítur bara nokkuð vel út, á morgun er ættarmót hjá móðurfamilíunni. Það er nú bara hressandi að fara á ættarmót....spurning hvort að ég megi fá mér köku (er kaka nammi Wizard)?

Eftir það kemur systurdóttir mín í gistingu til mín og þá verður bara fjör W00t.

Ég segi bara eigiði góða helgi og farið varlega og munið að ganga hægt um gleðinnar dyr.

blessíbili Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Ég myndi nú frekar spyrja hvort kakan væri góð Góða skemmtun og hafðu það gott um helgina,

Kolgrima, 2.11.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er að hemja sig í nammilönguninni.  Kaka er örgla ekki manni, kökur eru vondar og þess vegna er alltílæ að borða þær.  Smjúts inn í helgi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2007 kl. 20:39

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Kökurnar verða örgla góðar og marengskökur og marsipan eru mínir veikleikar !

Góða helgi

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 21:11

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég borðaði smá lakkrís í kvöld .. (I am a sinner)...   ..  annars gott að bjarga sér á poppi og harðfisk.. kökur eru svolítið nammi sko!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.11.2007 kl. 21:37

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Popp....ég ætla sko aldeilis að fá mér solleis

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband