5.11.2007 | 10:00
Neyðarkallinn!
Ég og þessi flís hér á myndinni fórum í Kringluna í gær. Þar á röltinu keypti ég Neyðarkallinn, best að vera við öllu búin þegar húsbandið á heimilinu stundar veiðar af kappi þennan mánuðinn til að redda jólamatnum ! Við Matta vorum sammála um að það væri ný aldeilis gott framtak að styrkja þetta góða málefni.
Hún er síðan búin að vera mikið að spá í þessum kalli og alltaf að skoða lyklana mína og þennan neyðarkall.
Síðan í morgun þegar við vorum að hafa okkur af stað, spyr hún mömmu sína: Mamma, hver er þetta?
Ég svara að bragði: Þetta er neyðarkallinn!
Hún setur þá upp svip og segir: Mamma, af hverju ekki neyðarkonan??
Ég verð hálf hvumsa og segi: Ha...jújú, auðvitað getur þetta verið neyðarkonan, að sjálfsögðu (yfir mig hissa yfir þessum hugsunum barnsins).
Hún tekur gleði sína á ný og svarar að bragði: Já mamma, þetta er neyðarkonan.
Ég get ekki sagt annað en að ég sé að sjálfsögðu yfir mig hrifin af þessum jafnréttishugsunarhætti barnsins, hvort sem að hann sé meðvitaður eða ekki ! Hér er án efa lítill feministi í fæðingu og uppeldið að skila sér !
Eigiði góðan dag !
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skoðaðu "kallinn" betur honní, "hann" er "kelling" í ár. Þannig að sú stutta hafði rétt fyrir sér. Híhí. Njóttu dagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 10:30
Hehe,.. veistu hvað! Neyðar,,kallinn" er kona! sjáðu hér.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.11.2007 kl. 10:32
Við Jenný vorum að skrifa á sömu sekúndunum..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.11.2007 kl. 10:35
OMG...það er rétt.....og ég þráttaði við barnið! Af hverju er þá neyðarkonan seld sem neyðarkall ...
Ég er með skerta athyglisgáfu það er algjörlega ljóst ...læt samt pistilinn standa til að sýna að ég á flotta stelpu með allt á hreinu !
Sunna Dóra Möller, 5.11.2007 kl. 10:47
Reyndar er "Neyðarkallið" hvorki kall né kella því þetta er orðaleikur með hvorugkynsorðið neyðarkall (þússt senda út neyðarkall - hjálparbeiðni). Sannkallað mál beggja kynja - kirkjan bara farin að smita út frá sér! ;-)
Ólöf I. Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 11:48
Daða mínum finnst stundum gaman að ögra femínistanum konu sinni og sagði í gær þegar hann kom heim "að hann hefði keypt sér kellingu". Vona bara að hún leiti þá að honum ef hann týnist einhvers staðar upp til sveita í felubúningnum með Bolla, því ekki geri ég það. Kær kv.
Ninna Sif (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 12:09
Ég virðist svo gjörsamlega hafa miskilið þetta að það er að verða ansi pínlegt ..hmmm..spurning um að vera betur meðvituð næst þegar ég tek upp lyklaborðið og rita vefritlu...!
Annars mér til varnar, þá voru allir í Kringlunni í gær að selja "kalla"...mér voru bara boðnir neyðarkallar...engar keddlingar...það er nú þannig, er vona að kona ruglist
Þessar kellingar fara og leita að köllunum okkar þegar veður gerast vond og illt ratað er til baka
Sunna Dóra Möller, 5.11.2007 kl. 12:21
góð
SM, 5.11.2007 kl. 14:17
HAHA krúttlegt. Ég keypti ekki í fyrra og er reyndar ekki búin að kaupa núna heldur, en maður gæti átt svona neyðarpar.
Helga Dóra, 5.11.2007 kl. 14:22
Ég sé ekki betur en að dóttir þín hafi erft það besta frá móður sinni, að minnsta að kosti útlitslega séð. Fagrar eru þið mæðgur, báðar tvær. En takk fyrir að benda á þetta, og mun kaupa neyðarKONUNA um leið og tækifæri gefst.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.11.2007 kl. 16:49
Takk öll fyrir athugasemdirnar ...ég er enn að jafna mig á þessum feita miskilningi hahahaha.....ég er alveg snar, stundum ætti ekki að hleypa mér út á daginn, ég er svo utan við mig !
Sunna Dóra Möller, 5.11.2007 kl. 17:22
Hahahaha jamm þetta er nefnilega kelling Sunna Dóra mín. Barnið hafði auðvitað rétt fyrir sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2007 kl. 21:31
Ég veit það og hún er alveg frábær þessa litla prinsessa, algjör mömmuflís
Sunna Dóra Möller, 5.11.2007 kl. 21:37
Neyðarkarl - neyðarkerling...bíttar ekki bömmer. Þessar elskur okkar hafa gjarnan rétt fyrir sér sko...góða nótt mín kæra.
Heiða Þórðar, 5.11.2007 kl. 22:48
Ég hitti krakka sem voru að selja neyðarKONUNA og sagði við þau þegar þau buðu mér að kaupa. Ég er búinn að kaupa neyðarkellinguna.Stúlka svona 12 ára horfði alvarleg á mig og sagði þú meinar neyðarKONUNA. Með áherslu á konuna. hehehehehehe. Gott á mig hehehehehehehehe
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 11:53
stórkostlegt ´hjá dóttur þinni - flottu björgunarsveitarkonurnar hefðu síðan ábyggilega aldrei setið undir því að hafa ekki jafnrétti
halkatla, 6.11.2007 kl. 12:31
...rétt skal vera rétt! kannski ég reyni bara að hafa í huga hvorukynið...neyðarkallið...það er svona pólitískt rétt
Sunna Dóra Möller, 6.11.2007 kl. 12:36
Sennilega besta leiðin fyrir þig til að halda andlitinu úr þessu.
Ólöf I. Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 15:19
Nákvæmlega Ólöf
Sunna Dóra Möller, 6.11.2007 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.