7.11.2007 | 09:25
Bók, kaffi og eplasafi!
Þetta þrennt er hjá mér á borðinu núna. Ég er búin með tvo kaffibolla en samt geispa ég enn alveg nánast golunni í hvert sinn. Ég er eitthvað í óstuði og langar mest að skrýða undir sæng og sofa fram að hádegi.
Það er þó ekki í boðinu og ég þarf að halda áfram. Það er svo merkilegt að þegar ég finna að tíminn minnkar, þá gef ég ekki í, heldur bind fyrir augun á mér og þykist ekki sjá bókastaflann á borðinu hjá mér og læt sem að ég hafi allan tímann í heiminum. Síðan þegar snaran er nógu hert um hálsinn tek ég frá augunum og vinn eins og ég eigi lífið að leysa!
Svona er þetta nú bara, ég er á þeim stað núna með ritgerðina mína að mér finnst ég ekkert komast áfram og er stopp og búin að vera í smá tíma. En ég þarf bara að halda áfram, smá á hverjum degi og þá kemur þetta. Verst hvað mig langar frekar samt til að kúra og lesa skáldsögur, fara í bæinn og skoða jólaskraut og svo langar mig í NAMMI!
Svona er þetta nú bara, ég sný mér aftur að bókunum, kaffinu og eplasafanum og læt sem að allt sé í himnalagi !
Hér í lokin er smá innsýn í greinina sem ég er að skoða um Korintu út frá sögunni að neðan...eða sögu fólksins. Greinin er eftir Ray Pickett.
Enjoy !
"Aðgreining milli frjálsra og þræla, mun hafa verið mikilvæg á félagslega sviðinu í Korintu, bæði beint og óbeint. Rómverska keisaraveldið var þrælasamfélag. Þrælar voru svo ódýrir að þrælaeign fór langt niður samfélagsskalann. Það er áætlað að í heimsveldissamfélaginu hafi þrælar verið um það bil 1/3 af íbúafjöldanum og annar þriðjungur var fólk sem að hafði hlotið frelsi. Þrælar voru lifandi verkfæri, ekki persónur, með engin lagaleg réttindi og að eilífu merktir sem óvirðulegir. Á meðan sumir þrælar höfðu það betra en aðrir, þá voru allir þrælar á jaðrinum og höfðu upplifað það sem að Orlando Patterson kallar félagslegur dauði í tengslum við fjölskyldu, samfélagið og menningarleg einkenni uppruna þeirra. Til viðbótar við það að vera samfélagslega óvirtir, þá voru þrælar reglulega settir undir líkamlegar og kynferðislegar meiðingar."
Bless í bilinu!
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 66423
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
“félagslegur dauði” í tengslum við fjölskyldu, samfélagið og menningarleg einkenni uppruna þeirra.
Hljómar ákaflega illa í mín eyru og svo það sem á eftir kemur. Andlitslaus lýður, án móðurmáls og "sérvisku" síns samfélags/umhverfis. Kannski er þetta rót útlendingahræðslu Íslendinga - undir niðri erum við kannski logandi hrædd við að missa tengsl við það sem íslenskt er og týna íslenskri menningu. Logandi hrædd við að verða andlitslausir þrælar í landamæralausum nútíma seld undir vald alþjóðlegra staðla. Kannski?
krossgata, 7.11.2007 kl. 10:45
Baráttukveðjur! Lykilorðið í þessum aðstæðum er skipulagning. Vinna 1 klst, og 5 mín pása, vinna 2 klst. og 20 mín pása og sollis. Búta daginn svona niður, þá verður þetta viðráðanlegra.
Ninna Sif (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 11:37
Mikið rosalega kannast ég við svona ferli í sambandi við ritgerðarvinnuna - eða réttara sagt tilhneyginguna til að bara láta sem maður sjái ekki bækurnar fyrr en á síðasta snúning
Gangi þér vel
Dísa Dóra, 7.11.2007 kl. 11:49
Baráttukveðjur í lesturinn, pældu í því að vera eigin herra (geðveikisleg áminning í ljósi skrifana neðanmáls hjá þér, ég veit það), og geta um frjálst höfuð strokið (þessir þrælafrasar eru óvart ég sver það). Mundu að taka pásu eins og Ninna segir. Annars stoppar heilamekkanisminn. Svo þegar þetta er að baki þá arkar þú í skreytingaskoðanir.
Love u
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 13:25
..gangi þér vel!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.11.2007 kl. 14:30
Gangi þér vel með ritgerðarskrifin. Gaman að fá smá innsýn í Korintu. Finnst alltaf orðin um kærleikann í því seinna alltaf gullfalleg.
Helga Dóra, 7.11.2007 kl. 16:20
Takk allar...gott að fá svona "gangivelpepp" og ráð! Ég tek þetta bara einn dag einu....dag í senn eitt andartak í einu og allt það...ó já!
Ég tek mér pásur, það er ekki vandamál hjá mér....vandinn minn er of margar pásur hahahaha....
síjúgæslofjúgæs
Sunna Dóra Möller, 7.11.2007 kl. 17:15
ji er komið jólaskraut í búðirnar?
gangi þér vel að díla við kórintubúana
halkatla, 7.11.2007 kl. 17:21
Merkilegur útdráttur frá Ray Pickett - bein tenging við umræður undanfarinna daga um kynþátthyggjuna og aðskilnaðarstefnuna sem tengdist seinni tíma þrælahaldi.
Hafðu það gott áfram með með ávöxtum og kaffi!
Edda Agnarsdóttir, 7.11.2007 kl. 17:38
Anna: Það er komið fullt af skrauti ! Þeinks...annars er færsla á leiðinni um frekari Korintumál!
Edda: Ávextir og Kaffi eru alveg ágæt bara held ég ! Annars er gaman hvernig þú og krossgata ná að tengja þetta við daginn í dag, kannski erum við ekki komin ýkja langt frá þessu samfélagi eftir allt saman. Bara ný nöfn á sama málefni??
Sunna Dóra Möller, 7.11.2007 kl. 19:34
Gangi þér vel ljúfust
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:41
'Eg kannast við svona ferli í sambandi við ritgerðarvinnuna og lesa ,læra , hlusta fyrirlestra og skólinn sjálfs angan allt það .Gangi þér rosa Vel
Jóhann Helgason, 7.11.2007 kl. 23:48
Takk bæði tvö
Sunna Dóra Möller, 8.11.2007 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.