Helgarfréttir!

sveitinÉg og stelpurnar mínar erum komnar heim úr sveitinni eftir afar góða helgi í afslöppun og leti Wizard! Það jafnast ekkert á við góða umhverfisbreytingu og við erum endurnærðar mæðgur!

Eiginmaðurinn og fermingarbarnið eru enn fyrir norðan í góðu yfirlæti á Svalbarðseyrinni og búið er að redda jólamatnum þetta árið og ég er hreinasta bara of kát með það W00t! Þeir koma heim á morgun en framundan er plönuð DVD stund þar sem að við mæðgur ætlum að horfa á nýjustu Harry Potter myndina og borða jarðaber (hef enn ekki svindlað á namminu).

Ég er búin að redda jólafötum þetta árið á dætur mínar, gerði það fyrir helgi þar sem keyptir voru silfur kjólar með svörtu tjullpilsi undir, peysur yfir, silfurskór og glimmer sokkabuxur. Þannig að þetta er frá fyrir jólin. Frúin fór líka í Oasis í Kringlunni og verslaði sér jólaföt því að það væri nú andstyggilegt ef að hún færi í jólaköttin, hver ætti þá að elda jólamatinn t.d. Whistling...annars voru þetta svona "égáþaðsvoskiliðkaup" af því að ég er búin að vera svo dugleg að borða ekki neitt nammi í 4 vikur á morgun Wizard!

En ný vika er framundan og hún vona ég að verði bara góð.....mig dauðlangar að fara að jólast í kirkjustarfinu ... en samt er spurning hvort að ég haldi aftur af mér viku í viðbót..sé til Halo!

Eigði gott kvöld framundan og farsæla vinnuviku!

sunnatunna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vissi að norðurferð myndi gera útslagið með jólamatinn. Mér sýnist þú líka vera forsjál að klára jólafatamálin í tíma. En hvernig gengur með ritgerðina? (eða geri ég þér óleik að spyrja? )

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 17:36

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta var aldeilis góð ferð og ég var að enda við að tala við alsælan veiðimann !

Nei nei enginn óleikur með því, alls ekki. Hún hefur ekki gengið neitt allt of vel í smá tíma, en ég ákvað að skipta aðeins um sjónarhorn og fara í næsta kafla og geyma aðeins þann fyrsta. Búin að vera svo lengi í þeim fyrsta að ég er alveg orðin svona ! Þá hætti ég að nenna þessu, þannig að nú er ég alveg komin á flug á ný fyrir næstu viku og ætla að herða mig upp í að vera dugleg!

Takk fyrir að spyrja

Sunna Dóra Möller, 11.11.2007 kl. 17:42

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Oh .. það er svo gaman að kaupa sæta stelpukjóla! ..  nú eru það bara herradressin í ár, eitt á þriggja ára og eitt á fimm!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2007 kl. 17:56

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég verð að viðurkenna að það er alveg ofsalega gaman að klæða stelpurnar upp, við keyptum meira segja líka silfuspangir í hárið í stíl við allt ! Ég á svo einmitt eftir að kaupa eitt herradress á fermingarbarnið og það er höfuðverkur, miklu auðveldara að kaupa föt á þriggja og fimm ! Gangi þér vel, það eru allar búðir fullar af fallegum fötum......æ nó...been ðer...OMG...það er svo erfitt að fara í búðir rétt fyrir jól...allt í gulli, glimmeri, pallíettum og fíneríi...mínir veikleikar spretta allir fram með tölu...og hverfa ekki fyrr en í janúar !

Sunna Dóra Möller, 11.11.2007 kl. 18:15

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi ég er ekki nógu góð manneskja Sunna Dóra, ég er að drepast af öfund út í rjúpnafenginn ykkar  Annars er ég orðin jólatryllt af þessum lestri, enda ekki á það bætandi.  Smjúts á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2007 kl. 22:36

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

æi það er svo gott að fá svona helgar öðru hverju.

þú sniðug að ganga frá jólafatakaupunum svona snemma. Annars hafa aldrei verið til neitt sem heitir jólaföt á þessu heimili. Sá einhverfi skoppar um á stuttbuxum á aðfangadagskvöld sem og önnur kvöld og við hin klæðum okkur bara upp á í eitthvað huggulegt sem við eigum í fataskápunum. knús til þín og þinna

Jóna Á. Gísladóttir, 11.11.2007 kl. 23:09

7 Smámynd: krossgata

Velkomin heim úr sveitasælunni. 

Börnin mín eru orðin svo gömul að þetta er hætt að vera jólafatamál.  Gelgjan mín - erfðaprinsinn - vill hvort sem er bara gallabuxur og þessi ljúflingur sem er rólegri og ljúfari en nokkuð annað, æfir bara þrjósku ef eitthvað annað er nefnt.  Dóttirin löngu flutt að heiman.

En þetta með sælgætið.  Minn ekta er þvílíkur nammigrís og raðar í sig góðgætinu og er bara temmilegur.  Ég er ekki nammigrís og borða 85x minna nammi en hann en er mjög mjúk á flestum stöðum.   Þeim er misskipt gæðunum í þessum heimi.

krossgata, 11.11.2007 kl. 23:17

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fáum við mynd af þínum prinsessukjólum? Það kom mér nefnilega dáldið á óvart hvað það var gaman að skóða kjólin á Jennsluna hjá Jenný ömmu!

Edda Agnarsdóttir, 12.11.2007 kl. 00:26

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jenný: Þú ert bara alveg frábær manneskja !

Jóna: Það er sannarlega siður á hverju heimili, þessi lýsing þín hljómar svo notaleg og stresslaus eitthvað , ég viðurkenni að ég er stundum pínu erfið þegar kemur að þessu öllu saman og er oftar en ekki uppgefin klukkan 11 á aðfangadag vegna þess að allt á að vera eins og alltaf og allt á sínum stað, í föstum skorðum !

krossgata: Ég held að fermingarbarnið mitt vilji líka bara gallabuxur, þröngar sem að sitja á miðjum rassi !

Edda: Jú, ég þarf að taka mynd af þeim og setja inn !

Takk allar og eigði góðan dag

Sunna Dóra Möller, 12.11.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband