13.11.2007 | 14:56
Karpað í Korintu!
Nú er komið að yfirliti yfir afa fróðlega grein að eigin mati að sjálfsögðu (geri alltaf ráð fyrir að öllum finnist það sama skemmtilegt og mér ). Þessi grein fjallar um sögu fólksins í Korintu og átök sem að áttu sér stað milli ákveðinna safnaðarmeðlima í hinum frumkristna söfnuði í Korintu og Páls.
Þessi grein er eftir mann að nafni Ray Pickett og birtist hún í bókinni "A Peoples History Of Christianity. Vol. 1. Christian Origins".
Hér á eftir fylgir útdráttur úr þessari grein, en ég birti hana í pörtum af því að ég trúi því að fólk hafi ekki þolinmæði í langan texta. Þannig að þetta kemur inn á næstu dögum skref fyrir skref. Svona framhaldssaga vikunnar !
Þess má geta að titill færslunnar er tekin að láni frá bloggvinkonu minni krossgátu en hún kom með afar góðar tillögur að titlum á þessari væntanlegu færslu minni um Korintu og mér fannst þær svo góðar margar að ég notast við þær hér , takk krossgáta !
Annað sem að ég vil taka fram er að umræða um þessa færslu mun einskorðast við fólk með útstæð eyru, of stuttan hægrifót, stutta putta og feita litlu tá! Vegna viðkvæmni umræðunnar er ekki í boði fyrir aðra að taka þátt !
Njótið nú vel, enda of skemmtilegt efni um að ræða !
Málefnin í hinum elstu samfélögum Krists-trúaðra í Korintu voru augljóslega flóknari og átakameiri en hin fegraða mynd af frumkristnum samfélögum í Jerúsalem. En sú mynd var gefin af þeim, að fólk var sýnt brjótandi brauð saman með glöðu og örlátu hjarta (Post. 2.43-46).113. Á þeim tveimur áratugum sem að liðu frá því að Jesús boðaði í Galíleu og krossfestingunni fram að uppreisninni gegn rómverska keisaraveldinu, spruttu upp samfélög fylgismanna hans umhverfis Miðjarðarhafið. Við miðju þess var samkundan í Jerúsalem sem var stýrt af lærisveininum Pétri og síðar Jakobi bróður Jesú. Samfélög og hreyfingar festu rætur í þorpum og bæjum í Palestínu og Sýrlandi, til dæmis Damascus.(113).
Postulinn Páll og samverkamenn hans settu á stofn samfélög Krists-trúaðra í sveitum Galatíu, í hinum makedónsku borgum Filippí og Þessalónikku og í hinum grísku borgum, Korintu og Efesus. Þó að það séu bréf Páls og arfleifð sem að lifa og sem að fengu kennivaldið í mótun kristindómsins, þá voru aðrir postular og túlkanir á guðspjallinu sem að kepptu um athyglina og hollustu hinna allra fyrstu trúuðu.(113). Sú eina af þessum samkomum sem að við getum rakið frá elstu söguna, er sú í Korintu. Það er vegna þess að mikil átök þróuðust innan samfélagsins og milli meðlima þess og Páls.(114).
Bréfið segir söguna af erfiðum tilraunum Páls til að móta viðhorf og athafnir hinna trúuðu sem ekki aðeins brugðu út af og voru á móti kenningum hans, heldur settu einnig spurningamerki við trúverðugleik Páls vegna þess, eins og þeir orðuðu það sjálfir: Sjálfur er hann lítill fyrir mann að sjá og enginn tekur mark á ræðu hans (II. Kor. 10.10). Skynjun þeirra var fjarlægt hróp frá hinum fegraða Páli seinni kynslóða sem varð fyrirmyndar guðfræðingur hjálpræði trúarinnar.(114).
Hin kanóníska staða bréfa Páls lét í það skína síðar að meðlimir þeirra kirkna sem að hann stofnaði hefðu um leið samþykkt allt sem að hann skrifaði, sem grundvöll trúar þeirra, heimsmyndar og samfélags lífsins. Það er því gert ráð fyrir að bréfin hans leggi til glugga beint inn í það sem að einhvern veginn stökk inn í tilveruna sem pálínskur kristindómur. (114).
Aftur á móti með því að lesa gagnrýnið bréfaskriftirnar í Korintu, þá koma þær upp um samfélag sem að fæddist í baráttu og átökum þar sem að meðlimir samkomunnar sóttust eftir ólíkum sjónarhornum og athöfnum. (114).
Þessi saga fólksins sem voru hluti af samkomum Krists í Korintu snýr sjónarhorninu frá Páli að átrúnaði og iðju Korintubúa. Við erum því ekki lengur með áhugann á Páli beint og enn minna á guðfræði hans. Frekar höfum við áhuga á fólkinu sem að hann átti samskipti við í sérstökum borgum, hverju þau trúðu, hvernig þau tengdust og brugðust við trúboði Páls og samverkamanna hans og hvernig þau erfiðuðu við að móta styðjandi samfélög oftar en ekki í fjandsamlegum pólitískum aðstæðum. Sögulega hafa bréf Páls verið notuð fyrst og fremst sem grunnur til að endurmóta guðfræði hans, sem að hefur leitt af sér túlkun á mælskufræðinni á grundvelli guðfræðilegra hugtaka sem eru lesin frá samtímanum aftur að tíma Páls.(115).
En bréf Páls hafa haft svo gríðarleg áhrif á sögu kristindómsins að það er erfitt að gefa rödd hans og sjónarhorni ekki forréttindi þegar þau eru lesin.(115).
Bless í bilinu, framhald á morgun !
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:34 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er mikill Palla aðdáandi, það hlýtur að vera eitthvað við nafnið (og bara svo það sé á hreinu, þá hefði ég ekki vogað mér að taka til máls nema vegna þess að ég er með stutta putta, þú gleymdir þeim í upptalningunni yfir þá sem máttu ræða þessi mál - er það ekki annars? )
halkatla, 13.11.2007 kl. 15:10
Jú einmitt...stuttir puttar líka , bæti því við ASAP!
Sunna Dóra Möller, 13.11.2007 kl. 15:13
Gott að heyra að fleiri hafa upplifað Pál eins og ég. Ég þoli ekki manninn (hehe). Takk ég bíð spennt eftir framhaldi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.11.2007 kl. 16:36
...þetta er sko alls ekki búið enn, ó nei !
Sunna Dóra Möller, 13.11.2007 kl. 16:41
Heppin er ég! Er með útstæð eyru - hehe..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.11.2007 kl. 21:21
Ég er með feita stórutá (tvær frekar en eina) og óbilandi áhuga á Korintu. Annars gekk minnir mig Páli karlgreyinu ekki allt í haginn framan af og kemur fram í Postulasögunni.
krossgata, 13.11.2007 kl. 22:55
hvað með að lesa Jóhannesarguðspjall...gagnrýnið...eða bókstafstr´ruar?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.11.2007 kl. 22:07
Í augnablikinu er ég að lesa það gagnrýnið vegna lokaritgerðar!
Sunna Dóra Möller, 15.11.2007 kl. 23:15
Jæja, loksins komst í ég að byrja að lesa. Nú er ég búin með fyrsta hluta og vind mér í frmahaldið. Ég er að vísu enn að leita að útstæða eyranum, hægri fætinum, feitu litlu-tánni og fleiru fínu. Þar sem ég er multitask kona geri ég það bara um leið og ég les
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.