Dæmigert kvöld á heimili vísitölufjölskyldunnar!

kertiSvona er dæmigert kvöld á þessu heimili:

Dæturnar eru sofnaðar og fara yfirleitt snemma í bólið! Þá færist yfir himneskur friður enda ekkert í heiminum fallegra en sofandi börn InLove!

Fermingarbarnið er á leið heim úr fermingarferð í Vatnaskóg (það er þó ekki hluti af rútínunni LoL). Hann er væntanlegur innan stundar!

Eiginmaðurinn situr við skriftir og talar á milli þess í símann við hinn og þenna, aðallega þennan Halo.

Ég sit við tölvuna og les blogg, er á leið í Skalla að taka mér mynd og ætla að fleygja mér með teppi og kodda og gleyma mér í smá stund Sideways!

Ég elska kvöldin, þau er alltaf næstum eins......en það er það sem er svo gott vitiði það! Lífið bara gengur, tikkar áfram rólega og allt er bara í lagi! Þá er ég hamingjusömust og þá líður mér best Heart!

Góða nótt í alla nótt Sleeping!

péess: Klukkan 21.35, frúin komin heim af videoleigunni með splatter hryllingsmynd! Það er einnig hluti af rútínunni....við erum með óbilandi áhuga hjónin á hryllingsmyndum, þeim mun meira krípí þeim mun skemmtilegra!! Er ekki lífið dásamlegt Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Amen og úje

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 23:08

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

kveðja til þín og takka fyrir allt sem þú hefu skrifað hjá mér

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.11.2007 kl. 01:25

3 Smámynd: SM

en gott, en hryllingsmyndir?? get ómögulega horft á slíkt...

SM, 16.11.2007 kl. 03:07

4 Smámynd: halkatla

hryllingsmyndir eru mjög dásamlegar, það er sko satt

halkatla, 16.11.2007 kl. 08:35

5 Smámynd: Helga Dóra

Ég elska hryllingsmyndir. Kærastinn ekki svo hrifin, hann verður svo hræddur þessi elska    Það er svo gott þegar lífið er í rútínu og allir eru bara tjillaðir óg sáttir með sitt. Takk fyrir kommentin, mér hlýnar að lesa þau. Skilaðu kærri kveðju til Sérans

Helga Dóra, 16.11.2007 kl. 09:58

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

jú lífið er yndislegt, sérstaklega á þessari stundu sem þú talar um

Hryllingsmyndir ég er of mikil gunga

Huld S. Ringsted, 16.11.2007 kl. 10:38

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hljómar voða kósý Sunna Dóra mín.  En hryllingsmyndir eru of mikið fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 12:40

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Kósý kvöld já, splatter og scary nei!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.11.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 66423

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband