16.11.2007 | 12:23
Karpað í Korintu IV hluti!
Nú er ég búin að hlaupa smá og búin að setja í eins og eina þvottavél og þá er komin tími til að halda aftur til Korintu og sjá hvað fólk er að bralla þar!
Uppruni og stofnanagerving.
Ekklesía er hugtak sem að notað var um staðbundið samfélag á stöðum eins og í Korintu, en einnig um hreyfinguna sem heild. Þýðingin sem að er yfirleitt notuð, kirkja gefur ekki til kynna alla merkingu orðsins. Í fornum grískum borgum þá var ekklesían pólitískt hugtak, átti við ríkjandi samkundu frjálsra borgara í hinni grísku polis eða borg. Í hinu heimsvaldslega samhengi fyrstu aldarinnar eftir Krist þá var þetta hugtak notað af ýmsum hópum sem tilvísun í samkundu þar sem fólk kom saman. Í grískum þýðingum á ritum Ísrael, þá er þetta orð notað yfir samkundurnar í staðbundnum þorpum (kallað einnig synagógur), eða heildar samkundur allra Ísraelítanna. Seinni notkunin hjálpar til við að útskýra hvernig samkundan gat átt við bæði staðbundið samfélag og allrar hreyfingarinnar sem um var að ræða. Korintubúar hafa líklega skilið þetta sem hliðstæðu við og jafnvel sem staðgengil samkundunnar í hinni grísku borg, þar sem að fyrrum vald hennar hafði verið skipt út fyrir hið aristókratíska borgarráð undir rómverskri stjórn. (121)
Þátttaka og einkenni. Þrælar munu líklega hafa laðast að samfélagi þar sem grundvöllur skírnarinnar mun hafa verið afnám aðgreiningar milli þræla og frjálsra, sjá einnig 1. Kor. 7.21. Seinni tíma heimildir benda til þess að samkundur á hinu forna pálínska trúboðssvæði hafi keypt meðlimi úr þrældómi með samfélagsfé sem að var aflað (sjá bréf Ignatíusar til Pólýkarps). Í fornöld, miklu meira en í dag var fólk skilgreint út frá stöðu sinni í hinni félagslegu reglu og út frá þeim félagslega hópi sem það tilheyrði. Flest fólk var mótað af þjóðernislegum og félagslegum arfi sem að það var fætt inn í.
Fólkið sem að gekk inn í hina nýju samkundu heilagra í Korintu hafði nú þegar menningarleg einkenni sem var grundvallandi. Það voru einkenni sem að höfðu verið félagsgerð í uppeldi fólksins. Trúskiptin og þróunin á nýrri félags-trúarlegri hreyfingu mun hafa falið í sér ferli annars stigs félagsgervingar og endur-félagsgervingu. Þessi nýju einkenni voru lögð yfir það félagslega einkenni sem að var til fyrir. Jafnvel þó að hin trúuðu tóku á sig nýja persónu í samfélagi Krists, héldu þau áfram að starfa á hinu opinbera sviði og inni á heimilinu í samræmi við áður ákvarðað félagslegt hlutverk. Það kemur því ekki á óvart að það hafi verið alvarlegur ágreiningur innan hinnar nýju samkundu í Korintu jafnt sem milli sumra meðlima hennar.
Ágreiningur á samkundunni.
Samkundurnar fólu í sér til viðbótar við máltíð Drottins, farið með sálma, kennsla, spádómar, opinberanir og túlkanir, 1. Kor. 14.26. Svo virðist sem að ólíkt samkundunum í Þessalónikku og Filippí að þá hafi samkundan í Korintu ekki upplifað mikil átök við ytri heiminn. Aftur á móti reis upp ágreiningur innan samkundunnar í Korintu og milli einhverra af meðlimunum og Páls. Á einhverjum tímapunkti eftir að Apóllos hafði kennt í Korintu, skrifaði samkundan Páli bréf um ákveðin mál sem höfðu komið upp. Hægt er að lesa á milli línanna, inn í þessi álitamál með því að lesa gagnrýnið milli línanna.
Enn meira síðar, meira í dag enn í gær!
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:24 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er spennandi. En ætli Páll hafi verið með samskiptavandamál svona almennt og yfirleitt?
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2007 kl. 23:31
Sé á þessari færslu (IV) að ég hef nóg að lesa á bloggrúnti helgarinnar. Helli mér í þetta þegar kennslutörnin mín er búin á morgun (það er lota í kennsluréttindanáminu sem ég kenni í HA og þá nánast hverf ég að heiman í nokkra daga) Það litla sem ég náði að lesa er eitthvað fyrir mig að grúska í Takk fyrir fróðleik.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 23:44
Sko...þers mor tú komm....fylgist með....it eint óver tilll its óver...jú nó ! Það var feitur samskiptavandi í gangi!
Sunna Dóra Möller, 17.11.2007 kl. 00:09
Flott hjá þér að hlaupa! ... .. er alltaf á leiðinni að hlaupa.. hehe..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.11.2007 kl. 10:32
Ég velti þessu stundum fyrir mér í sambandi við Ísland og Íslendinga, sérstaklega þá staðreynd hvað Ísland er lítil eyja. Ætli við höfum ekki virkað voðalega sérstök og skrýtin áður en reglulegar samgöngur komust á? Og jafnvel líka einsleitt samfélag? Sorrí - út fyrir efnið - en þetta er áhugaverður lestur svo ekki sé meira sagt
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.