Lífið sækir fram!

BollieldriÍ dag kemur út safn predikana Sr. Bolla Gústavsonar fyrrverandi vígslubiskups á Hólum. Bókin er til heiðurs Sr. Bolla sjötugum og er afrakstur samheldinna barna Sr. Bolla og Matthildar Jónsdóttur.

Bók þess geymir safn predikana og ljóða eftir Sr. Bolla Gústavsson. Myndskreytingar eru eftir hann og Gústav Geir Bollason myndlistarmann og son höfundar. Sr. Bolli Pétur Bollason, sonur höfundar einnig, ritstýrir bókinni.

Sr. Bolli Gústavsson var sóknarprestur í Hrísey 1963-1966 og í Laufási við Eyjafjörð frá árinu 1966 til 1991 er hann varð víglsubiskup að Hólum í Hjaltadal.

Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup ritar inngang og Hjörtur Pálsson norrænufræðingur og guðfræðingur ritar grein um manninn og rithöfundinn sr. Bolla Gústavsson.

Ég læt hér fylgja með ljóð sem að sr. Bolli flutti í tilefni heimsóknar Vigdísar Finnbogadóttur til Hóla árið 1991. Þá samdi hann fyrstu hugleiðingu sína sem vígslubiskup á Hólastað, en í henni birtist ljóðið.

Láréttir geislar

yfir alhvítu landi

bræða frerann seint.

 

Þó logar hjartað

er dauðinn þokast nær

þá brennur hjartað

 

Lífið sækir fram

gagnstæð skaut mætast

fljúga neistar í milli

 

Leiftrandi neistaflug kveikir

í þurru tundri hjartans

og það slær.

 

Við staðnæmumst hjá gröfunum

finnum þanþol lífsins

vaxa í dauðanum

líkt og vorhiminn eilífðar

yfir hvítu landi.

Sr. Bolli Gústavsson, 1991.

Það er mér mikil ánægja að skrifa um þessa bók og sjá hana útkomna. Ég hef fengið að gægjast yfir öxlina á þeim sem að unnu að þessari bók og ég get með sanni sagt að hún er út komin í miklum kærleika og alúð við ævistarf þessa mæta manns sem að var dyggur þjónn kirkjunnar, góður faðir og eiginmaður!

Kveðja, Sunna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband