Karpað í Korintu V. hluti!

imagesÞað er búið að vera svo mikið að gera í samfélagslífinu hjá minni að ég bara hef ekki haft tíma til að sinna þessu bloggi sem skildi Pinch!

Ég var á útgáfuhófi í gær vegna útkomu predikunarsafns tengdaföður mín sr. Bolla Gústavssonar (sjá fyrri færslu) og síðan var haldið á grillið á Hótel Sögu og þar voru öll systkini mannsins míns, Bolla Péturs ásamt móður hans og mökum. Við borðuðum mat sem að var listaverk og höfðum það afskaplega gott!

Í morgun var svo brunch í tilefni afmælis tengdaföður míns en hann er 72 ára í dag og voru þar allir saman komnir og mikið borðað, hlegið og spjallað.

Í kvöld er svo sextugs afmæli móðursystur minnar og verður það án efa mikið fjör ef ég þekki móður fjölskyldu mína rétt Wizard!

En ég skil ekki við ykkur án þess að kíkja aðeins áfram inn í Korintu. Við skulum sjá hvað verið er að bralla þar!

Viska, andlegar gjafir og andlegt fólk. 

Sá ágreiningur sem að tekist er á við í 1. Kor. 1.10-4.21 er beint tengdur því að sumir Korintubúanna tengdust beint ákveðnum postulum, sérstaklega Appóllosi og Páli sjálfum. Þessi mál voru einnig nátengd hrifningu um dulspekilega visku (sophia), ef að dæmt er frá harðri árás Páls í 1. Kor. 1.17-25. Byggt á þessari visku þá sögðust sumir Korintubúanna að þeir hefðu ekki aðeins mælskusnilld heldur einnig upphafna stöðu sem “vitrir” og “valdamiklir”, “konungbornir”, “ríkir”, “heiðraðir”, “sterkir” og “konunglegir” (1.26; 4.8.-10.) 

Sem áframhaldandi óvirtir leysingjar í hinu ytra samfélagi, þá hefur þetta fólk mjög líklega verið langeygt eftir virðingarstöðu innan síns félagslega ramma. Hver sem staða þeirra var fyrir utan samfélagið, þá höfðu þau núna háa andlega stöðu gegnum viskuna sem að kennd var í samfélaginu.  

 Þessi korintíska upphafna andlega staða var einnig tengd reynslu þeirra af andanum. Krafa Páls um að hina sönnu visku sé að finna í krossi Krists (1.Kor. 1.24-25) virðist vera tilraun til að svara því hve Korintubúarnir voru uppteknir af að “túlka” andlega hluti til þeirra sem eru “andlegir” (1. Kor. 2.13.). 

 Í því trúboði sem að var leitt af Páli og öðrum, þá var andinn alltaf skilinn sem andlegur kraftur sem var móttekinn hjá einstaklingum sem að létu skírast en það var innvígsluathöfn inn í samfélagið. Hinir andlegu Korintubúar virðast hafa upplifað skírnina meira sem persónulega gáfu með valdi og visku, ef við dæmum út frá skyndilegri vörn Páls yfir að hafa skírt einhverja af Korintubúunum (1. Kor. 12.4.13).  

Svo virðist sem að spámennska og tungutal hafi verið þær tvær gjafir sem að voru eftirsóttastar í Korintu. Sú hin vinsælasta virðist hafa verið að tala tungum en það var óskiljanlegt ræða. Það að tala tungum má hafa verið lík opinberunar spádómum í hellenistískum trúarbrögðum og jafnvel líkt því sem að Philon lýsir sem ekstatískum spádómum.  

Í þeim texta sem að valin er til þýðingar í flestum útgáfum Nt, þá lýsir Páll því yfir afdráttarlaust að konur eigi að þegja á safnaðarsamkomum, það er, þær eiga ekki yfir höfuð að spá (1. Kor. 14.34-5). Það er  skekkja í grískum handritum á þessu versi og frekari efasemdir um að Páll hafi í raun skrifað þessi vers og frekari efasemdir um að Páll hafi líka skrifað versin í 1. Kor. 11.3-16, sem að fjalla um konur sem spá. Ef að Páll skrifaði þessi orð í raun og veru, þá gefa þau til kynna að konur voru sérstaklega virkar meðal Korintubúanna sem voru hrifnir af hinum andlegu gjöfum spámennsku og tungutals.  Þetta á vel við texta frá hinum forna miðjarðarhafsheimi almennt sem að sýnir konur oftar en karlmenn, frá sér numdar (ecstatics). 

Fyrir konur í ekklesíunni, jafnt sem þræla og aðra sem höfðu jaðar félagslega stöðu, þá hafði sú viska og það vald sem kom með því að vera fyllt andanum þau áhrif að það leyfði þeim að umbreyta hefðbundnum kynferðislegum og trúarlegum gildum sem voru tæki stjórnunar í hinum heimsvaldlega samfélagi.  Í gegnum andlega handanveru sem kom í gegnum skírnina, upplifði fólkið umbreytingu frá stöðu vanvirðingar og niðurlægingar yfir í upphafna andlega stöðu.  

Hafið það gott í kvöld og ekki skemmta ykkur betur en ég, þá fer ég í fýlu fram að jólum Tounge.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Djammaðu þar til dagur rennur og takk fyrir Korintufjörið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2007 kl. 17:01

2 identicon

Til hamingju með tengdapabba og restina af familíunni þar með talið þig  Jefnréttissinninn í mér fór á flug þegar ég las um bannið á konurnar. Vona að Palli hafi ekki samið þetta

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 17:34

3 Smámynd: halkatla

ég og Kassí viljum bara segja hæ og knús á sunnudegi

halkatla, 18.11.2007 kl. 10:53

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Halló til þín og þinna og til hamingju með helgina og allt sem var svona gleðilegt. Eigðu góða viku.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 20:49

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hæ allar, ég er vöknuð tl lífisins heftir helgi dauðans  og er tekin til við að vinna upp glataðan blogglestur !

Anna: Það eru efasemdir uppi um að Páll hafi samið þetta vegna ósamræmis á milli handrita sem að hafa varðveist!

Sunna Dóra Möller, 19.11.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband