Þetta er ég núna:

Bolli Gústavsson 72 ára 007Þetta er ég núna þegar ég skrifa athugasemdir. Ég er sem sagt búin að skipta um mynd Wizard! Þessi mynd var tekin í einum af gleðsköpum helgarinnar en frúin er að skríða saman núna í þessu eftir þreytudaginn mikla í gær Sleeping!

En nú horfir allt á betri veg, ég átti alveg ótrúlega skemmtilega helgi sama hvar á hana er horft (ef frá er talinn dagurinn í gær Whistling).

Ég fór í svo skemmtilegt sextugs afmæli hjá móðursystur minni að ég hef ekki skemmt mér svona vel í langan tíma. Ég á alveg hrikalega skemmtilega fjölskyldu, það er alveg ljóst WizardInLove!

Núna er ég heima með Möttuna mína veika, hún er með augnsýkingu og ljótan hósta. Við tókum okkur bara spólu og keyptum kleinuhring og höfum það gott!

Hafið þið það líka gott og njótið dagsins í þokunni Smile!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Flott mynd af þér. Ég á nú einhverstaðar eina góða úr sumarbúðunum í gamla daga sem ég gæti grafið upp. Gott ef það er ekki mikið um permanent á þeirri mynd.  Finnst þú nú ekki hafa elst um gramm síðan ég sá þig síðast.  Hlýtur að nota góð krem.

Helga Dóra, 19.11.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Æi...ekki permanett ! Og...ég hef nú elst og fitnað og og og og og.....nota engin krem nema bara vatn og sápu ! (þettaerégaðkunnaekkiaðtakahrósi )!

bkv.

Sunna Dóra Möller, 19.11.2007 kl. 13:17

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert svo mikil Marilyn ekkað á myndinni.  Eins gott að þú bloggaðir um nýja mynd, er alltaf svo lengi að fatta.  Úllala.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 13:17

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

SKo þá meina ég að þú sé flott, bara svo það sé á hreinu

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 13:18

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk ...ákvað að blogga um þetta, því síðast fattaði enginn neitt sko !

Sunna Dóra Möller, 19.11.2007 kl. 13:22

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Flott mynd af þér! frábært að blogga um myndabreytingu, venjulegast þarf maður að leita upp og niður bloggvinalistann eftir tilteknum bloggvin eftir svona myndbreytingu!

Batakveðjur til Möttunnar þinnar

Huld S. Ringsted, 19.11.2007 kl. 13:25

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sunna sæta  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.11.2007 kl. 13:32

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þegar ég leit á listann minn hugsaði ég, nú er ég komin með nýjan bloggvin? Það er dáldið fyndið en líka gott að skipta svona um mynd af sér og ég er á leiðinni í það! Myndin er góð af þér, en bakgrunnurinn er dáldið svartur á litlu myndinni en ágætt þegar búið er að stækka hana.

Góðan bata á skottuna þína.

Edda Agnarsdóttir, 19.11.2007 kl. 14:38

9 Smámynd: Ólafur fannberg

flott mynd

Ólafur fannberg, 19.11.2007 kl. 14:41

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

takk fyrir ábendinguna. Reyndar var ég með á nótunum alveg óvænt.. venjulega er ég svo lengi að fatta þegar einhver skiptir um mynd. En nafnið þitt er bara svo unik að það fór ekkert á milli mála. flott mynd af þér btw

Góðan bata á þínu heimili.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.11.2007 kl. 18:39

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við Jóna erum álíka fattnar í dag  má segja svona??  þú ert flott skvísa ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 19:46

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk öll! Ég ætla að skipta um mynd á svona tveggja vikna fresti, þá fær egóið smá búst ! Þið eruð frábær

Sunna Dóra Möller, 19.11.2007 kl. 20:11

13 Smámynd: halkatla

ég óska henni Möttu þinni góðs bata, ég er einmitt að skríða saman, svona vonandi, það er alltaf gaman að skipta um mynd!

halkatla, 19.11.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband