Ókei....smá blogg...:-)

Þetta blogg verður í símskeytastíl enda um fréttir af mér og mínum að ræða, og hver vill ekki fá fréttir af mér Wizard!

  • Ég var glöð á leiðinni heim í dag úr Neskirkju, vegna þess að umferðin gekk vel og ég var fljót í búðinni. Venjulega stoppa ég við Reykjavíkurflugvöll og fer fetið fram að Kringlu. Það góða við þetta er að ég get hlustað á Reykjavík síðdegis og ég hef afar gaman að þeim þætti.
  • Matarbúðarferðir fara venjulega í taugarnar á mér, vegna þess að mér finnast allir aðrir svo lengi að versla. Ég lendi svo oft á eftir fólki í röðinni sem bíður alltaf með að setja í pokann þar til allt er farið í gegn, síðan borgar það og fer svo að setja í pokana. Þá þarf ég að bíða líka, vegna þess að það er ekki pláss fyrir minn mat og þá fer ég alveg yfir um W00t. Ég set alltaf í pokana á meðan verið er að renna í gegn og er búin þegar komið er að því að borga og get þá gengið beint út og nóg pláss fyrir næsta Wizard! Það var einmitt þannig í dag og ég var alveg of kát! ef einhverjum finnst þetta óþarfa pirringur þá má sá og hinna sami hafa það fyrir sig....þetta er stórmál í mínum huga, þegar ég er á leið heim og vil komast þangað á sem stystum tíma og með sem minnstri fyrirhöfn Tounge!
  • Ég er ekkert að skrifa í ritgerðinni minni þessa dagana og er komin svoldið langt frá henni og kem mér ekki aftur inn. Nú er þetta hin mesta ógn í mínu lífi og ég vil helst bara fara til Balí og stofna sértrúarsöfnuð Halo!
  • Ég ætlaði að kaupa fyrsta jóladótið í dag, en það var í formi geisladisks (kaupi alltaf einn fyrir hver jól) en hann var ekki til í búðinni sem að ég fór í, það var sorg því ég hafði hlakkað til. Sömuleiðis var pabbi minn á leið frá London í gærkvöldi og ætlaði að kaupa Georg Jensen óróann fyrir mig og ég var svo spennt, því ég elska jólaóróana frá Georg Jensen...en hann var uppseldur Crying! Spurning um að fresta bara jólunum, þvílík er sorg mín Tounge...ef einhver ætlar að segja þetta dekurslegt raus, þá má sá og hinn sami hafa það fyrir sig, því þetta er grafalvarlegt mál Police.
  • Maðurinn minn ætlar í Rjúpnaferð á morgun í Dalina. Það er næst síðasta ferð vetrarins......enda tímabilið brátt á enda!
  • Ég er enn í nammibindindi og gengur vel, komst í buxur í dag sem að ég ætlaði að grenna mig í, keypti þær of litlar sko og setti mér markmið og í dag hafði það nást og ég er alsæl Wizard! Ég veit, ég er á kafi í efnislegum og útlistlegum hlutum...týnd í neysluhyggjunni og útlistsdýrkuninni....ekki segja það við mig beint þá fer ég bara að gráta CryingWhistling!
  • Ég er að verða jólaviðkvæm og finn að ég get tárast við minnsta tilefni ef að eitthvað hreyfir við mér. Að fenginni reynslu mun þetta ágerast og ná hámarki á aðfangadag InLove!
  • Miðjan mín er að læra á píanó og nú hljómar hér "klukknahljóm" og "Bjart er yfir Betlehem" á fimm mínútna fresti.....ég ber mig vel í þágu listarinnar Whistling!
  • Ég vil óska Bandaríkjamönnum til hamingju með þakkargjörðardaginn og vona að Kalkúnninn smakkist vel LoL!
  • Fyrir akkúrat ári síðan var ég á leið til Boston, en þar eyddi ég þremur dögum við verslun og OMG...það var svo gaman, ég var með mömmu og systur minni og við vorum ógisslega skemmtilegar og við gátum sko aldeilis verslað Wizard!
  • Nú eru einmitt foreldrar mínir á leið til Boston í þessum skrifuðu orðum og ég er oggó pínku abbó Blush...hefði alveg verið til í að kíkja aðeins í Galleríuna...Wink...mig vantar alltíeinu svo mikið af einhverju sem ég veit ekki alveg hvað er Whistling!
  • Ég ætla láta þetta nægja að sinni og vona að allir, ungir sem aldnir, góðir sem baldnir eigi hið besta kvöld!
  • Góða nótt mín kæru flón ToungeSleeping!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert mjðg skemmtileg Sunna Dóra, en neysluhyggjan er að drepa þig, dekurrófan þín, munur en ég

Jóla, jóla, hvaða endemis læti eru þetta?  Það eru enn 32 dagar til jóla, hættu þessum hraða og spennu.  Ekki læt ég svona, stillt, prúð og pen bíð ég með allt jólastúss fram á Þorláksmessu

og gleðileg jól

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2007 kl. 20:23

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Svo segistu ekkert hafa að segja! Andinn hefur komið sem hvirfilvindur yfir þig hehe..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.11.2007 kl. 20:32

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er rétt, ég er fórnarlamd í öllum skilningi þess orð að vera neyslukeddling.............Hvenær ætli nýtt Visa tímabil sé annars ..(ætli sé stuðningshópur til fyrir jólaóða )

Varst þú ekki í rúmfatalagernum í dag, bæ ðe vei að versla jóagardínur...............bíða fram á Þorláksmessu....*fliss*, þú blekkir mig ekki svo glatt !

Gleðileg jólin

Sunna Dóra Möller, 22.11.2007 kl. 20:34

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Andinn kom bara allt í einu og ég sem hafði ekkert að segja i gær og hafði miklar áhyggjur af því....Var ekki stormurinn með stormviðvörun áðan...!

Sunna Dóra Möller, 22.11.2007 kl. 20:37

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sendu mér meil á jenny_anna48@hotmail.com á við þig erindi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2007 kl. 23:39

6 identicon

Frábær pistill að vanda.

kveðja Guðbjörg Gestsfrú

Guðbjörg (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 09:50

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Geturðu smitað mig af andanum sem kom yfir þig? og í leiðinni af jólatilhlökkun

Huld S. Ringsted, 23.11.2007 kl. 12:07

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stofna sértrúrasöfnuð á Balí  Þú ert ótrúleg Sunna Dóra mín. Takk annars fyrir frábæra færslu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2007 kl. 13:59

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekkert meil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 17:56

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gaman að sjá þig lesandi bloggið mitt Guðbjörg...takk fyrir kvittið!

Huld: Sendi þér einn góðan andardrátt fullan af innblæstri og jólaknús í krús fylgir með !

Ásthildur: !

Jenný: búin að senda heila tvo..ég er alveg má, koppíaði netfangið og peistaði hjá mér í póstinum?? Mitt netfang er sunnamo@hi.is kannski gengur betur að senda á mig??

Sunna Dóra Möller, 23.11.2007 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband