Ofurþreyta í gangi!

hómerÞetta er búið að vera vika dauðans! Ég var að skila í dag 2. hlutanum í embættisritgerðinni minni og náði að skrifa nánast allan kaflann á 5 dögum, með því að sitja við sveitt og skrifa og lesa til skiptis. Ég á þó smá hluta eftir en fékk fín viðbrögð og er bara sátt og sæl Wizard!

Vikan fólst í því að ég skrifaði á morgnana og var í kirkjunni á daginn og kom heim á kvöldin og skrifaði. Síðan hélt ég í millitíðinni tvö matarboð, þannig að þetta er búið að vera ansi kreisí Whistling!

Núna er ég gjörsamlega búin á því, ég man ekkert hvort ég er að koma eða að fara. Ég átti að fara á pósthús á leiðinni heim, gleymdi því. Ég þarf að baka fyrir morgundaginn vegna þess að bróðir minn er að láta skíra litla prinsinn sinn en ég eyðilagði botnana í kökuna áðan Pinch! Ég hef ekki eyðilagt köku í mörg ár, en núna varð þetta að einni drullu.

Ég er samt ánægð með þessa viku en mikið er ég fegin að hún er búin. Ég ætla að fara að sofa snemma og baka í fyrramálið, trúi að nýr dagur verði mér betri í þeim efnum en þetta kvöld.

Eigiði góða helgi! Lengi lifi lýðveldið og kristinn siður LoL!

Með "ofsa"-trúarlegri kveðju Tounge,

Sunnatunna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með allt þetta Sunna Dóra mín.  Það er alltaf léttir þegar maður hefur unnið mikið í einhverju og svo er það allt í einu búið.  Og ekki er verra ef manni hefur tekist vel upp.  Njóttu þess mín kæra að slaka aðeins á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með áfangasigurinn.  Iss hvað eru botnar á milli vina?  Það gengur betur næst.  Sofðu "ofsa" lega fallega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 22:13

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk báðar tvær....ég ætlaði að vera löngu sofnuð...en er á bloggflippi...svo langt síðan ég gat einbeitt mér að blogginu almennilega

Sunna Dóra Möller, 30.11.2007 kl. 22:31

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ofsa trúarleg kveðja til þín mín kæra.  Takk fyrir ljúfar kveðjur, mamma neitar enn að gefast upp, hjartað slær og slær..

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 00:20

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góða helgi og góða hvíld

Heiða Þórðar, 1.12.2007 kl. 00:21

6 identicon

Til hamingju með þetta. Líður þér ekki vel að vera búin með þennan hluta það er yndi að klára hluta í ritgerðinni. Yndislegast er þó að fara með hana til prentunar og láta binda inn. Sannkölluð sælu tilfinning. Þetta gengur flott hjá þér og ég hlakka til þegar hún verður tilbúin og ég get farði að suða um að fá að lesa hana. Góða helgi -bið að heilsa og allt það.

Kveðja frá Kolfreyjustað

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 10:21

7 identicon

Þú ert alveg hreint voðalega dugleg. Gangi þér vel í öllu þessu amstri. Farðu svo vel með þig mín kæra bloggvinkona

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 20:10

8 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Gangi þér vel að ná sönsum aftur fyrir jólin. Kannast við svona tarnir og dauð vorkenni þér.  Við verðum samt að gæta heilsunnar. Ef hún fer að bila, er oft ekki aftur snúið.

Til hamingju samt með að vera búin. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 4.12.2007 kl. 12:42

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Er ekki við hæfi að ég skili 'ofsatrúar' kveðju til þín líka? Til hamingju samt með að ljúka þessu, og ertu nú búinn að fá hjónakveðju þar sem ég sé konu mína beint fyrir ofan mig.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 21:10

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk öll fyrir kveðjurnar og mér finnst afar gaman að fá hjónakveðju

Sunna Dóra Möller, 5.12.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband