3.12.2007 | 21:51
Jæja...hvað segiði gott :-)
Það er eitthvað svo lítið að gerast hjá mér að ég finn ekkert til að blogga um!! Mér finnast fréttirnar annað hvort of leiðinlegar eða of alvarlegar til að hægt sé að tjá sig um þær af viti! Síðan er einhvern veginn lífið bara eitthvað svo venjulegt ! Já, stundum er lífið bara ****** venjulegt og ekkert markvert sem að drífur á dagana.
- Ég er búin að segja frá jólaseríunum og uppsetningunni á þeim.
- Ég er búin að segja gleðilega aðventu við ykkur og algjörlega vita gagnslaust að segja það aftur og aftur....jú nó! Endurtekningar virka ekki hér, bara í Teletubbies !
- Ég er búin að sýna ykkur myndir af jólaljósunum, ekki hægt að vera alltaf að sýna myndir af sömu ljósunum.
- Ekki get ég endalaust fleygt inn myndum að börnunum mínum, þó þau séu bestust, flottust, skemmtilegust, sætust, gáfuðust og allt ! Ekki vil ég að aðrir verði öfundsjúkir....alla vega ekki í desember !Þetta er skrifað af dæmalausri hlutdrægni, því hverjum finnst sinn fugl fagur og engin börn eru fallegri en manns eigin. Ég set þetta inn svo að enginn fái það á tilfinninguna að ég sé að segja að annarra börn séu ekki falleg ! (Þau eru bara ekki eins falleg og mín )
- Ekki get ég endalaust sagt frá ritgerðarskrifunum....það er of boring og mér verður hent út af moggablogginu .
- Ég er búin að segja frá því þegar ég var ofurþreytt og gleymdi öllu!
- Ég er orðin yfir mig þreytt á þessum endalausa kítingi milli hinna trúlausu og hinna trúuðu. Hvernig væri að komast bara að niðurstöðu í þessum málum sem að steytir á. Það þurfa örugglega allir að gefa eitthvað eftir, en það er kominn tími á lendingu milli þessara hópa. Hvernig væri að slíðra sverðin, alla vega yfir jólin og tala um eitthvað annað. Við getum þess vegna skipst á kalkúna uppskriftum, rætt um steikingartíma á rjúpu eða hvort það sé betra að borða heitan eða kaldan hrísgrjónagraut !
Ég á eftir að segja frá:
- Að ég fékk loksins Georg Jensen óróann, takk mamma og tvær stórar Lindt rjómasúkkulaði plötur að auki....
- Ég mun taka á móti 500 börnum í kirkjuna á næstu tveimur vikum, þeim verður gefið kakó og síðan verður jólahelgistund!
- Ég föndraði jólaskraut með 40 sex ára börnum í dag, það var gaman og mikið fjör !
- Ég ætla að halda áfram að föndra út þessa viku.
- Þann 18. des er ég komin í jólafrí!
- Ég svindla alltaf á möndlugjöfinni og stjórna hver fær hana á þessu heimili.
- Börnin mín eru búin að fatta það, ætli ég fái hana ekki bara í ár !
Jams, svona hef ég lítið að segja og læt þessi fátæklegu orð nægja að sinni. Verið hress, ekkert stress og bless.
Góða nótt
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehe, miðað við að þú hefur ekkert að segja, þá hefur þú heilmikið að segja. You get my drift?
Love u
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2007 kl. 22:02
Já...verstu stundirnar í mínu lífi er þegar ég verð svona orðlaus !
Sunna Dóra Möller, 3.12.2007 kl. 22:07
Gaman að það er nóg að gera í kirkjunni, það verður mikið fjör hjá ykkur þegar börnin mæta í kakóið og piparkökurnar..ég sakna þess að taka ekki þátt í gleðinni og ykkar allra
knús og kossar
Magga súpukerling
Margrét Hrönn Þrastardóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 22:39
Börn kakó og piparkökur eiga einstaklega vel saman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 10:06
Lindt súkkuðlaði mmmmmmmmmmmm.
krossgata, 4.12.2007 kl. 11:18
Innlitskvitt frá syfjaðri Kínakellingu ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.12.2007 kl. 14:58
ég skil þig bara svo vel, þetta hlýtur að vera eitthvað í andrúmsloftinu, hehe, fyrir nokkrum vikum síðan hefði maður kastað frá sér öllu til þess að blogga um nýjan óróa, svona bara sem dæmi, en núna er maður alltof bleh til þess. Samt sniðugt að setja þetta svona upp, þér tókst þó að segja eitthvað. Og mikið er ég sammála númer 7
halkatla, 4.12.2007 kl. 15:02
Margrét: Takk fyrir kveðjuna , það er sannarlega mikið að gerast í kirkjunni á næstu vikum og nóg af börnum og kakói ! Gleðileg jól og hafðu það gott um jólin!
Ásthildur: Börn og kakó eiga afar vel saman og það voru kátir krakkar með rjómaskekk sem að voru í kirkjunni í morgun !
Jóhanna: Velkomin heim
Anna: Ég nenni ekki í þennan óróa og nenni ekki að rífast við fólk, sama hvort það tilheyrir kirkju eða einhverju öðru. Ég er sammála þér að maður er of eitthvað bleh..til að nenna út í þetta fen. Ég bara sé ekki hvað fólk ætlar að ná niðurstöðu....hjá hvorugum hópnum og á meðan ganga skotin, ómakleg á milli beggja fylkinga, hver sagði hvar, hvenær og hvar er rangt farið með og hver laug og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er eins og besta sápa ! Og ég sem ætlaði ekkert að segja, segi bara fullt....hvað er þetta með mig hahaha....annars er númer 7 afar gott !
Takk fyrir skrifin allar og hafið það gott
Sunna Dóra Möller, 4.12.2007 kl. 15:39
Mér sýnist á öllu að þú hafir frá mörgu að segja á næstu dögum!
Varðandi þessa þurrð þá sagði ég við manninn minn í kvöld að þetta væri í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að blogga að ég væri ekki búin að blogga í 3 daga! svo þú ert ekki ein um þetta þessa dagana, ætli það sé eitthvað í loftinu eða kannski bara einhver jólaværð yfir bloggurum
Huld S. Ringsted, 4.12.2007 kl. 21:51
Slappen síban aben, eins og einhver segi stundum. EKkert jolstress hér eða há þér. Kær kvðeja.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 21:01
Þetta heitir í minni orðabók að slá 7 flugur í einu höggi. Ef þú varst í vandræðum með að finna bloggefni áttirðu þarna efni í sjö færslur en steyptir saman í eina Annars er alltaf gaman að lesa bloggið þitt mín kæra
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 21:06
kvenmaður orðlaus? hélt að það gæti ekki skeð
Ólafur fannberg, 5.12.2007 kl. 22:03
Takk fyrir kveðjurnar, stundum kemur færsla í mesta bloggþrotinu, upp í hugann !
Ólafur, þú ættir að vita hvað ég verð oft orðlaus...!
Sunna Dóra Möller, 5.12.2007 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.