Stundum eru það litlu hlutirnir....

Ég er eitthvað ægilega þreytt þessa dagana, það er mikið að gera í kirkjunni og fullt að stússi í kringum það. Við tókum á móti 300 börnum úr Grandaskóla í jólastund í morgun og svo 20 börn eftir hádegi í 7 ára starf. Þetta gekk allt bara vel fyrir sig allir glaðir!

Ég hef mest megnis bara verið að lesa bloggin í dag, hef einhvern veginn lítið að segja. Fylgist með umræðum og fæ stundum á tilfinninguna að fólk sé að berjast við vindmyllur á alla kanta Wizard!

Þegar ég verð svona yfirkeyrð eins og ég er núna, þá leggst ég í sjónvarpsgláp eða bókalestur. Þá er ég ekki að tala um skólabækur, heldur reyfara og svona bækur sem að fara inn um eitt og út um hitt Whistling! Vegna þessarar tilhneygingar hjá mér, þá er ég algjör sökker fyrir framhaldsþáttum. Ég horfi á ER, Grays, Numbers, Nágranna ofl, ofl. Ég bara hreinlega má ekki missa af þætti. Ég hertek sjónvarpsfjarstýringuna til að passa að enginn annar fjölskyldumeðlimur nái henni og fari að skipta sér af þáttavali.

En á meðan ég horfi á þetta, þá þarf ég ekki að hugsa um flókna hluti og ég hvílist. Hvílist frá daglegu amstri og ég gleymi mér í smá stund. Ég á það til að hugsa of mikið um hluti, ég hugsa mál út frá öllum mögulegum hliðum og hugsanlegum og óhugsanlegum afleiðingum og þegar öll sú krufning er búin þá hef ég yfirleitt ekki komist að neinni tímamóta niðurstöðu og hef frekar flækt málin í hausnum á mér frekar en hitt.

Eftir að ég hef legið yfir amerísku fjöldaframleiddu skemmtiefni, þá er það besta að fara og leggjast hjá stelpunum mínum og halda utan um þær og horfa á krúttlegu andlitin þeirra og hlusta á rólegan andadráttinn þeirra á meðan þær sofa og sofna að lokum sjálf Sleeping!

Það er það besta, það eru litlu hlutirnir sem að skipta svo miklu máli, en um leið eru þeir það stærsta og dýrmætasta í lífinu InLove

Góða nótt hvar sem þið eruð, hver sem þið eruð, hvaða trú sem þið hafið og jafnvel þó að þið hafið enga trú Halo. Sofiði rótt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafðu það gott mín kæra. Ég stend  með þér í ræktun trúarinnar,  Takk fyrir góðar kveðjur.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Ásdís !

Sunna Dóra Möller, 5.12.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er jú mikið rétt, en stundum tekur maður jú svona til orða er það ekki !

Sunna Dóra Möller, 6.12.2007 kl. 08:51

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fátt er yndislegra og friðsamlegra en sofandi börn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.12.2007 kl. 09:47

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi dúllan, horfðu bara á sjónkann ef það hvílir.  Ekkert betra en að kúra hjá sofandi börnum.  Toppurinn á tilverunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2007 kl. 10:55

6 Smámynd: Linda

þessi  Helga hátíð sem fer fram er ykkar mesti annar tími sem tilheyrið prestastéttinni, og vildi ég segja þúsund þakkir fyrir það! Þú ert þreytt mín kæra en Guð er þér nær og blessar þig fyrir þá blessun sem er í því  sem þú gefur af þér umfram þess sem oft er krafist. 

 Yndislegt að þú hafir þína fjölskildu til þess að njóta þess sem framundan er og þann frið sem þú finnur í návist barna þinna,  þvílík náðargjöf sem þú átt.  Guð blessi þig og þína og varðveiti göngu ykkar næstu daga og alltaf.

Gleðileg Jól og farsælt komandi ári

Knús vina.

Linda, 6.12.2007 kl. 21:11

7 Smámynd: Linda

þegar ég segi þúsund þakkir fyrir það þá á ég við að ég er að þakka ykkur fyrir allt sem þið gerið til að við fáum að njóta okkar Helgu Kristnu Jóla.

Knús eina ferða enn

Linda, 6.12.2007 kl. 21:17

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jóhanna: Sofandi börn eru það fallegasta

Jenný: Það er sannarlega best að kúra hjá börnunum sínum, það er ekkert sem að róar mann eins mikið og að hafa þau hjá sér! Það er toppurinn algjörlega

Linda takk fyrir þín orð, mér þykir ofsalega vænt um þau ! Eigðu góða jólahátíð og ég vona að þú njótir hennar sem allra best!

Sunna Dóra Möller, 6.12.2007 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 66423

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband