Ég er hér og les og les :-)

Enn er ég meira í lesgírnum en blogg-gírnum! Ég les og fylgist með, komenta við og við en það er líka stundum ágætt að vera á hliðarlínunni Cool!

Annars er vinnuvikunni minni lokið formlega og frí á morgun. Við fengum hátt í 30 krakka í kirkjuna í dag og við föndruðum jólakúlur, jólahjörtu og kransa. Það gekk bara vel og ég er glöð að fram undan eru smá rólegheit, alla vega um helgina Halo!

Ég og mamma ætlum í Kringluna á morgun, ég er ekki byrjuð að kaupa jólagjafir þannig að nú ætla ég að sjá hvort að ég komist eitthvað af stað með það allt saman. Tvö af mínum þremur ástkæru krílum eiga líka afmæli yfir jólin þannig að ég þarf að hugsa fyrir því líka. Ég blanda aldrei saman jólunum og afmælunum þeirra. Held þessu alltaf aðskildu til að þau upplifi bæði jól og afmæli. Þau eiga ekki að gjalda þess greyin að vera fædd á jólum InLove!

Við erum svo jafnvel að plana Laufabrauðsgerð á laugardaginn hjá mömmu og svo kannski þríf ég Wizard (það gerast enn kraftaverk í þessum heimi, ó já) og jafnvel  kíkjum við á kók-lestina, krakkarnir hafa aldrei séð hana og kannski kominn tími til að þau sjái kóka kóla í allri sinni ljósadýrð W00t! Þó að mér finnist kannski ekki gaman að horfa á stóra kókbíla með ljósum, þá kannski finnst krökkunum það gaman, ég á ekki alltaf bara að hugsa um það sem að mér finnst gaman. Það er bara eigingirni og frekja Police!

Á sunnudaginn verðum við sunnudagaskólakennararnir í Bessastaðakirkju með fjölskylduguðsþjónustu og sr. Hans Guðberg Alfreðsson verður með okkur og leiðir. Þessi stund verður á hefðbundnum sunnudagaskólatíma klukkan 11.00. Það verður vonandi bara jólalegt og gott Smile!

Þetta hefur annars verið alveg ágætur dagur og ég hef svo sem ekki yfir neinu að kvarta. Fullt af jólastússi framundan og þá er ég sæl!

Góða nótt kæra fólk og sofið rótt Sleeping!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fullt af skemmtilegum hlutum í gangi hjá þér og þínum. Það er yndislegt.  Hér er allt freka lágstemmt, en hún mamma var gleðinnar manneskja og ég veit að jólin verða góð hjá okkur öllum þó svo undirbúningurinn verði minni en oft áður, en umbúðirnar skipta ekki öllu heldur kærleikurinn.  Hafðu það gott kæra Sunna.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá, þú ert one busy woman, en það er bara gaman er það ekki?  Allt í jólastússi, elska það.

Njóttu helgarinnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 66423

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband