9.12.2007 | 17:14
Annars í aðventublogg!
Sunnudagarnir þessar vikurnar hafa það að markmiði að það er nóg að gera. Ég byrjaði daginn á að taka þátt í fjölskylduguðsþjónustu í Bessastaðakirkju en hana leiddi Sr. Hans Guðberg Alfreðsson. Kirkjan var full af fólki sem kom með börnin sín og þetta var alveg frábær stund. Hafdís Huld kom í heimsókn og tók nokkur lög af nýja disknum sínum "Englar í ullasokkum" og vakti það mikla gleði hjá börnunum á staðnum enda um frábær lög að ræða.
Eftir hádegi hefur líka verið nóg að gera í kirkjumálum og erum við rétt nýkomin heim. Gærdagurinn fór að mestu í Laufabrauðsgerð og Laugavegslabb og það var hreinlega of jólalegt ! Við borðuðum síðan öll heima hjá mömmu og pabba og fengum Hamborgarhrygg (líka of jólalegt ) sem var líka of góður !
Það er hreinlega allt sem minnir á að jólin eru að koma núna og ekki skemmir snjórinn fyrir....ég vil meiri snjó en mér sýnist að mér verði ekki alveg að ósk minni ef ég skoða veðurspána fram í tímann, en ég bara loka augunum og vona að þau séu alveg að klúðra þessu á veðurstofunni og spáin sé hundvitlaus. Það er svo mikil birta sem að fylgir snjónum og svo þegar ég horfi út um gluggan og sé alla á skautum á Rauðvatni og ljósin á skíðasvæðinu í Bláfjöllum, að þá bara má ekki snjórinn fara.....hann þarf að hanga inni fram yfir jól, þá má alveg rigna feitt og hitinn fara í 20 stig! Ég held að það sé bara díll....!
Núna er framundan kósí kvöld og lokaþátturinn af Næturvaktinni en hér er beðið með mikilli spennu eftir þeim þætti!
Eigði gott kvöld og góða viku framundan!
Hér koma nokkrar myndir frá helginni !
tjusss!
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:21 | Facebook
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- halkatla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Hrafnhildur Ólafsdóttir
- Axel Eyfjörð Friðriksson
- Erla Björk Jónsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðný Bjarna
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Helga Dóra
- Brussan
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Heiða Þórðar
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kolgrima
- Heiða B. Heiðars
- Edda Agnarsdóttir
- Halla Rut
- Huld S. Ringsted
- Dísa Dóra
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Árni Svanur Daníelsson
- Viðar Eggertsson
- Þorgeir Arason
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Vefritid
- Dofri Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Karl V. Matthíasson
- Toshiki Toma
- Guðmundur Örn Jónsson
- Róbert Björnsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- krossgata
- Ólafur fannberg
- Baldvin Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Pétur Björgvin
- Linda
- Jóhann Helgason
- Helena Leifsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Mamma
- Þóra Ingvarsdóttir
- Bwahahaha...
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
OMG svo jólaleg og sæt öll. Knús á þig og ég saknaði þín í dag.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2007 kl. 22:29
Ég segi það nú líka, ó mæ god hvað þetta er allt jólalegt. Jólafílingurinn kominn í árbæinn og líka hingað austur. Hér er verið að semja jólahugleiðingu og skrifa jólakort. Ekki eðlilegt hvað konur með barn á brjósti verða væmnar í desember. Hugsa til þín Sunna mín, og gaman að heyrast við tækifæri.
Ninna Sif (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 09:24
bara innlitskvitt, af því að ég hef ekkert að segja og ó jú, aðventukveðjur
halkatla, 10.12.2007 kl. 15:58
Nóg að gera hjá þér Sunna Dóra mín á aðventunni sé ég og heyri. Gaman að myndunum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2007 kl. 18:18
Jenný: Ég hefði svo gjarnan viljað komast en annir aðventunnar eru ansi miklar á þessu heimili þessa dagana og sérstaklega á sunnudögum . Ég vona bara að þið gerið svona aftur og ég fái að vera með þá !
Ninna: Við skulum heyrast sem fyrst, margt að segja hahahahha....nýtt slúður þó að ég sé ekki slúðurkerling svona almennt og yfirleitt !
Anna: takk fyrir kvittið og hafðu það gott !
Ásthildur: Það er sannarlega nóg að gera, en þannig líður mér bara best.....hlakka samt til að komast í frí !
Takk fyrir kveðjurnar allar !
Sunna Dóra Möller, 10.12.2007 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.